Þröngt lýðræði Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. apríl 2018 10:00 Með afgerandi kosningasigri Viktors Orbán og flokks hans, Fidesz, á dögunum virðist sem endanleg útrýming hins frjálslynda lýðræðis innan landamæra Ungverjalands sé óumflýjanleg. Það sem blasir við í Ungverjalandi er, líkt og þróunin hefur verið í Póllandi, Rússlandi, Tyrklandi og víðar, einveldisstjórn, þar sem kjósendur hafa sífellt takmarkaðri getu og möguleika til að taka upplýsta afstöðu til ríkjandi valdhafa, og til þeirra afla sem freista þess að komast til valda með lýðræðislegum hætti. Viktor Orbán barðist eitt sinn fyrir gildum hins frjálslynda lýðræðis. Vegferð hans undanfarin ár, eða allt frá árinu 2010, hefur í grunninn verið meðvituð og einbeitt aðför að lýðræðislegum grundvelli hins frjálsa Ungverjalands. Þröngt, eða ófrjálst, lýðræði hefur verið yfirlýst markmið Orbáns frá árinu 2014. Frá því að hann komst til valda fyrir átta árum hefur Orbán staðið fyrir meiriháttar breytingum á stjórnskipan Ungverjalands. Þetta tekur til uppstokkunar í Hæstarétti landsins, þar sem dómarar hliðhollir Fidesz eru nú í meirihluta, kjördæmahagræðingar til að styrkja stöðu flokksins til lengri tíma, til stofnunar sérstakrar eftirlitsstofnunar um störf fjölmiðla og árása á málfrelsi. Dæmin eru fleiri. Undir stjórn Orbáns hefur Ungverjaland stillt sér upp við hlið Rússlands sem þjófræði þar sem fylgitungl leiðtogans hafa efnast mjög í kjölfar umfangsmikilla lagabreytinga. Markmiðið er að búa svo um hnútana að andstæðingar Fidesz eigi einfaldlega ekki möguleika á að komast til valda. Líkt og Rússland Pútíns hefur Ungverjaland Orbáns sótt hart að óháðum mannréttindasamtökum sem vekja athygli á alvarlegum mannréttindabrotum. Um leið hefur Orbán málað vestræn ríki sem fjandsamleg öfl, þar sem íslamskir innflytjendur eru sagðir hafa hertekið heilu samfélögin með samþykki veikra stjórnvalda sem hampa fjölmenningu ofar öllu öðru. Sú hugmyndafræði sem Orbán boðar er aðeins „lýðræði“ í orwellskum skilningi þess orðs, þar sem yfirvöld boða til reglulegra kosninga og fullyrða í ríkisreknum áróðursmiðlum að framkvæmd þeirra hafi gengið snurðulaust fyrir sig. Þessi afbökun lýðræðisins í Mið- og Austur-Evrópu ætti að vera áhyggjuefni allra Evrópubúa og henni á að mæta með mótmælum og aðgerðum þeirra ríkja sem er annt um að styrkja stoðir þess. Óábyrgt er að aðhafast ekkert og vona að þessi þróun sé einangruð við nokkur lönd sem tilheyrðu Austurblokkinni. Í þessum Evrópulöndum eiga mannréttindi, fjölmenning og önnur lýðræðisleg gildi undir högg að sækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Með afgerandi kosningasigri Viktors Orbán og flokks hans, Fidesz, á dögunum virðist sem endanleg útrýming hins frjálslynda lýðræðis innan landamæra Ungverjalands sé óumflýjanleg. Það sem blasir við í Ungverjalandi er, líkt og þróunin hefur verið í Póllandi, Rússlandi, Tyrklandi og víðar, einveldisstjórn, þar sem kjósendur hafa sífellt takmarkaðri getu og möguleika til að taka upplýsta afstöðu til ríkjandi valdhafa, og til þeirra afla sem freista þess að komast til valda með lýðræðislegum hætti. Viktor Orbán barðist eitt sinn fyrir gildum hins frjálslynda lýðræðis. Vegferð hans undanfarin ár, eða allt frá árinu 2010, hefur í grunninn verið meðvituð og einbeitt aðför að lýðræðislegum grundvelli hins frjálsa Ungverjalands. Þröngt, eða ófrjálst, lýðræði hefur verið yfirlýst markmið Orbáns frá árinu 2014. Frá því að hann komst til valda fyrir átta árum hefur Orbán staðið fyrir meiriháttar breytingum á stjórnskipan Ungverjalands. Þetta tekur til uppstokkunar í Hæstarétti landsins, þar sem dómarar hliðhollir Fidesz eru nú í meirihluta, kjördæmahagræðingar til að styrkja stöðu flokksins til lengri tíma, til stofnunar sérstakrar eftirlitsstofnunar um störf fjölmiðla og árása á málfrelsi. Dæmin eru fleiri. Undir stjórn Orbáns hefur Ungverjaland stillt sér upp við hlið Rússlands sem þjófræði þar sem fylgitungl leiðtogans hafa efnast mjög í kjölfar umfangsmikilla lagabreytinga. Markmiðið er að búa svo um hnútana að andstæðingar Fidesz eigi einfaldlega ekki möguleika á að komast til valda. Líkt og Rússland Pútíns hefur Ungverjaland Orbáns sótt hart að óháðum mannréttindasamtökum sem vekja athygli á alvarlegum mannréttindabrotum. Um leið hefur Orbán málað vestræn ríki sem fjandsamleg öfl, þar sem íslamskir innflytjendur eru sagðir hafa hertekið heilu samfélögin með samþykki veikra stjórnvalda sem hampa fjölmenningu ofar öllu öðru. Sú hugmyndafræði sem Orbán boðar er aðeins „lýðræði“ í orwellskum skilningi þess orðs, þar sem yfirvöld boða til reglulegra kosninga og fullyrða í ríkisreknum áróðursmiðlum að framkvæmd þeirra hafi gengið snurðulaust fyrir sig. Þessi afbökun lýðræðisins í Mið- og Austur-Evrópu ætti að vera áhyggjuefni allra Evrópubúa og henni á að mæta með mótmælum og aðgerðum þeirra ríkja sem er annt um að styrkja stoðir þess. Óábyrgt er að aðhafast ekkert og vona að þessi þróun sé einangruð við nokkur lönd sem tilheyrðu Austurblokkinni. Í þessum Evrópulöndum eiga mannréttindi, fjölmenning og önnur lýðræðisleg gildi undir högg að sækja.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun