Borgin tekur meira en ríkið Eyþór Arnalds skrifar 7. nóvember 2018 07:00 Það kemur sennilega flestum ef ekki öllum á óvart að Reykjavíkurborg tekur mun fleiri krónur af launum borgarbúa en ríkið. Þannig er hlutfall borgarinnar í skatttekjum borgarbúa 56% á meðan hlutfall ríkisins er 44% samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins. Tökum dæmi um faglærðan leikskólakennara en hann fær samkvæmt kjarasamningi 469 þúsund krónur í mánaðarlaun. Skattur af þessum launum er í kringum 109 þúsund krónur sem skiptast þannig að 45 þúsund krónur renna inn í ríkissjóð á meðan borgin fær 64 þúsund. Þ.e.a.s. 41% fer til ríkissjóðs á meðan 59% fara inn í borgarsjóð. Reykjavíkurborg getur ekki skorast undan þeirri ábyrgð að taka þátt í að bæta kjör borgarbúa enda eru fjárhæðirnar sem borgin fær talsvert stærri en þær sem ríkið fær. Það þýðir ekki alltaf fyrir borgarfulltrúa meirihlutans að benda á ríkið og kvarta yfir að fjármagn sé ekki nægjanlegt til þess að halda almennilega á mikilvægum málaflokkum. Útsvarslækkun ætti að vera framlag Reykjavíkurborgar í komandi kjaraviðræðum enda á launafólk mikið undir því að skattar lækki nú í stað þess að höfrungahlaupið fari af stað með verðbólgu. Við leggjum líka til að afslættir til aldraðra og öryrkja verði auknir en tekjutenging afsláttanna er tekjuskerðing fyrir bæði aldraða og öryrkja. Borgin á að leggja áherslu á að bæta kaupmátt Reykvíkinga með ábyrgum hætti og hætta að taka meira en nágrannasveitarfélögin af launum borgarbúa. Álögur eru í hæstu hæðum. Fasteignaskattar hækka mikið á milli ára, bæði af atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Ef borgarstjórn breytir ekki frá þeim forsendum sem hér er lagt upp með fer hækkunin lóðbeint út í leiguverð með tilheyrandi neikvæðum áhrifum, bæði af atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Útsvar er hæst á höfuðborgarsvæðinu af öllum sveitarfélögum á svæðinu. Launaskattur er hvergi hærri en í Reykjavík. Útsvarið var hækkað af Samfylkingunni og núverandi borgarstjóra í topp. Önnur sveitarfélög í kringum okkur taka talsvert færri krónur af launafólki. Snúum af þessari braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það kemur sennilega flestum ef ekki öllum á óvart að Reykjavíkurborg tekur mun fleiri krónur af launum borgarbúa en ríkið. Þannig er hlutfall borgarinnar í skatttekjum borgarbúa 56% á meðan hlutfall ríkisins er 44% samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins. Tökum dæmi um faglærðan leikskólakennara en hann fær samkvæmt kjarasamningi 469 þúsund krónur í mánaðarlaun. Skattur af þessum launum er í kringum 109 þúsund krónur sem skiptast þannig að 45 þúsund krónur renna inn í ríkissjóð á meðan borgin fær 64 þúsund. Þ.e.a.s. 41% fer til ríkissjóðs á meðan 59% fara inn í borgarsjóð. Reykjavíkurborg getur ekki skorast undan þeirri ábyrgð að taka þátt í að bæta kjör borgarbúa enda eru fjárhæðirnar sem borgin fær talsvert stærri en þær sem ríkið fær. Það þýðir ekki alltaf fyrir borgarfulltrúa meirihlutans að benda á ríkið og kvarta yfir að fjármagn sé ekki nægjanlegt til þess að halda almennilega á mikilvægum málaflokkum. Útsvarslækkun ætti að vera framlag Reykjavíkurborgar í komandi kjaraviðræðum enda á launafólk mikið undir því að skattar lækki nú í stað þess að höfrungahlaupið fari af stað með verðbólgu. Við leggjum líka til að afslættir til aldraðra og öryrkja verði auknir en tekjutenging afsláttanna er tekjuskerðing fyrir bæði aldraða og öryrkja. Borgin á að leggja áherslu á að bæta kaupmátt Reykvíkinga með ábyrgum hætti og hætta að taka meira en nágrannasveitarfélögin af launum borgarbúa. Álögur eru í hæstu hæðum. Fasteignaskattar hækka mikið á milli ára, bæði af atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Ef borgarstjórn breytir ekki frá þeim forsendum sem hér er lagt upp með fer hækkunin lóðbeint út í leiguverð með tilheyrandi neikvæðum áhrifum, bæði af atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Útsvar er hæst á höfuðborgarsvæðinu af öllum sveitarfélögum á svæðinu. Launaskattur er hvergi hærri en í Reykjavík. Útsvarið var hækkað af Samfylkingunni og núverandi borgarstjóra í topp. Önnur sveitarfélög í kringum okkur taka talsvert færri krónur af launafólki. Snúum af þessari braut.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun