Aumingjavæðing LÍN Birgitta Sigurðardóttir skrifar 21. febrúar 2017 00:00 Ég hef unnið meðfram mínu námi frá 14 ára aldri, og einnig í öllum skólafríum, líkt og flestir íslenskir námsmenn. Í byrjun sumars stóð ég frammi fyrir þeirri staðreynd að allar þær tekjur sem ég myndi vinna mér inn myndu hafa neikvæð áhrif á framfærslulánið mitt hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna þar sem ég var komin yfir frítekjumarkið. Það að íslenskir námsmenn séu settir í þá stöðu að ákveða hvort það borgi sig að vinna er óásættanlegt. Eftir grunnnám í háskóla ákvað ég að halda í framhaldsnám erlendis. Þar sem ég er að koma beint úr námi mega árstekjur mínar ekki vera meiri en 930.000 kr. Reglur sjóðsins gera ráð fyrir því að heildartekjur námsmanna megi einungis vera 77.500 kr. á mánuði. Fari tekjur umfram hámarkið skerðir sú upphæð framfærslulánið um 45%. Að vera í framhaldsnámi í Danmörku þýðir að ég greiði engin skólagjöld, sem er mikill kostur. Hvað varðar leigumarkaðinn í Kaupmannahöfn er allt annað mál. Gríðarleg eftirspurn er eftir húsnæði og því erfitt að tryggja sér íbúð. Í mínu tilfelli þurfti ég að borga tryggingu og fyrirframgreidda leigu. Hljóðaði sú upphæð upp á 700.000 kr. Þessi upphæð samsvarar rétt næstum þeirri fjárhæð sem LÍN gerir ráð fyrir í framfærslu hverja skólaönn. Nánast allir framhaldsnemendur fara á leigumarkaðinn því biðlistar eftir heimavist eru ótrúlega langir. Það þýðir að nær allir sem fara hingað í nám þurfa að borga gríðarháar tryggingar eins og þekkist á flestöllum leigumörkuðum. Há tekjuskerðing LÍN og lágt frítekjumark reynist mikil hindrun fyrir íslenska námsmenn sem eru að íhuga að flytja utan í nám. Vinnusemi og sjálfstæði hefur einkennt Íslendinga. Íslenskir starfskraftar eru eftirsótt vinnuafl og við viljum ekki missa þetta samkeppnisforskot sem þjóð. Samnemendur okkar frá Evrópu eru með litla eða enga starfsreynslu samanborið við íslenska námsmenn. Því er mikilvægt að halda í þetta einstaka einkenni í stað þess að drepa það niður hægt og rólega með því að refsa fyrir vinnusemi og ýta undir aumingjavæðingu. Með starfandi fólki aukast skatttekjur ríkisins og atvinnuleysi helst í lágmarki. Með núverandi kerfi er verið ýta undir svarta atvinnustarfsemi sem dregur úr skatttekjum. Samkvæmt rannsókn Eurofund frá 2013 er svört atvinnustarfssemi á Íslandi um 15% af vergri þjóðarframleiðslu. Það jafngildir milljörðum króna sem nota mætti í margt annað.Bara fyrir dekurbörn Hví gerir LÍN ekki ráð fyrir húsnæðistryggingu fyrir fólk á leigumarkaði í sínum útreikningum? Hægt væri að bjóða upp á sérstakt „innflutningslán“ sem myndi þá bætast ofan á hefðbundið framfærslulán. Námsmenn gætu nýtt sér þessa tegund af láni í eitt skipti en þyrftu að sýna fram á hvað tryggingin væri há. Með því væri hægt að nota framfærsluna í raunverulega framfærslu. Grunnstefið í lögum um hlutverk lánasjóðsins er að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms án tillits til efnahags. Við segjum því að á Íslandi hafi allir jöfn réttindi til náms óháð efnahag. En er það rétt? Raunin er sú að það vantar ákveðinn hóp íslenskra námsmanna erlendis. Það vantar þá námsmenn sem ekki hafa sterkt bakland eða sterkan efnahag en dreymir um að mennta sig erlendis og öðlast nýja þekkingu. Raunverulegt jafnrétti er ekki til staðar. Jafnrétti til náms er sérstaklega mikilvægt þar sem við erum einangruð þjóð í norðri. Af þeim sökum er nauðsynlegt að við sem þjóð hvetjum Íslendinga til að ferðast um heiminn og koma með nýja þekkingu til landsins sem ýtir undir þróun og styrkir bæði mannauð fyrirtækja og samfélagið í heild. Mikil samstaða er á meðal námsmanna um að það þurfi að breyta þessari mismunun sem LÍN ýtir undir með tekjuskerðingu. Framfærslan er einfaldlega of lág og frítekjumarkið á að vera hærra. Því tel ég að LÍN stuðli ekki að jöfnum tækifærum til náms óháð efnahag. Leyfum námsmönnum að öðlast reynslu og þekkingu á vinnumarkaði. Hættum að refsa þeim nemendum sem sýna dugnað og frumkvæði en hvetjum þá frekar til vinnusemi og starfsreynslu. Tryggjum að allir íslenskir nemendur óháð efnahag geti sótt sér menntun erlendis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Ég hef unnið meðfram mínu námi frá 14 ára aldri, og einnig í öllum skólafríum, líkt og flestir íslenskir námsmenn. Í byrjun sumars stóð ég frammi fyrir þeirri staðreynd að allar þær tekjur sem ég myndi vinna mér inn myndu hafa neikvæð áhrif á framfærslulánið mitt hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna þar sem ég var komin yfir frítekjumarkið. Það að íslenskir námsmenn séu settir í þá stöðu að ákveða hvort það borgi sig að vinna er óásættanlegt. Eftir grunnnám í háskóla ákvað ég að halda í framhaldsnám erlendis. Þar sem ég er að koma beint úr námi mega árstekjur mínar ekki vera meiri en 930.000 kr. Reglur sjóðsins gera ráð fyrir því að heildartekjur námsmanna megi einungis vera 77.500 kr. á mánuði. Fari tekjur umfram hámarkið skerðir sú upphæð framfærslulánið um 45%. Að vera í framhaldsnámi í Danmörku þýðir að ég greiði engin skólagjöld, sem er mikill kostur. Hvað varðar leigumarkaðinn í Kaupmannahöfn er allt annað mál. Gríðarleg eftirspurn er eftir húsnæði og því erfitt að tryggja sér íbúð. Í mínu tilfelli þurfti ég að borga tryggingu og fyrirframgreidda leigu. Hljóðaði sú upphæð upp á 700.000 kr. Þessi upphæð samsvarar rétt næstum þeirri fjárhæð sem LÍN gerir ráð fyrir í framfærslu hverja skólaönn. Nánast allir framhaldsnemendur fara á leigumarkaðinn því biðlistar eftir heimavist eru ótrúlega langir. Það þýðir að nær allir sem fara hingað í nám þurfa að borga gríðarháar tryggingar eins og þekkist á flestöllum leigumörkuðum. Há tekjuskerðing LÍN og lágt frítekjumark reynist mikil hindrun fyrir íslenska námsmenn sem eru að íhuga að flytja utan í nám. Vinnusemi og sjálfstæði hefur einkennt Íslendinga. Íslenskir starfskraftar eru eftirsótt vinnuafl og við viljum ekki missa þetta samkeppnisforskot sem þjóð. Samnemendur okkar frá Evrópu eru með litla eða enga starfsreynslu samanborið við íslenska námsmenn. Því er mikilvægt að halda í þetta einstaka einkenni í stað þess að drepa það niður hægt og rólega með því að refsa fyrir vinnusemi og ýta undir aumingjavæðingu. Með starfandi fólki aukast skatttekjur ríkisins og atvinnuleysi helst í lágmarki. Með núverandi kerfi er verið ýta undir svarta atvinnustarfsemi sem dregur úr skatttekjum. Samkvæmt rannsókn Eurofund frá 2013 er svört atvinnustarfssemi á Íslandi um 15% af vergri þjóðarframleiðslu. Það jafngildir milljörðum króna sem nota mætti í margt annað.Bara fyrir dekurbörn Hví gerir LÍN ekki ráð fyrir húsnæðistryggingu fyrir fólk á leigumarkaði í sínum útreikningum? Hægt væri að bjóða upp á sérstakt „innflutningslán“ sem myndi þá bætast ofan á hefðbundið framfærslulán. Námsmenn gætu nýtt sér þessa tegund af láni í eitt skipti en þyrftu að sýna fram á hvað tryggingin væri há. Með því væri hægt að nota framfærsluna í raunverulega framfærslu. Grunnstefið í lögum um hlutverk lánasjóðsins er að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms án tillits til efnahags. Við segjum því að á Íslandi hafi allir jöfn réttindi til náms óháð efnahag. En er það rétt? Raunin er sú að það vantar ákveðinn hóp íslenskra námsmanna erlendis. Það vantar þá námsmenn sem ekki hafa sterkt bakland eða sterkan efnahag en dreymir um að mennta sig erlendis og öðlast nýja þekkingu. Raunverulegt jafnrétti er ekki til staðar. Jafnrétti til náms er sérstaklega mikilvægt þar sem við erum einangruð þjóð í norðri. Af þeim sökum er nauðsynlegt að við sem þjóð hvetjum Íslendinga til að ferðast um heiminn og koma með nýja þekkingu til landsins sem ýtir undir þróun og styrkir bæði mannauð fyrirtækja og samfélagið í heild. Mikil samstaða er á meðal námsmanna um að það þurfi að breyta þessari mismunun sem LÍN ýtir undir með tekjuskerðingu. Framfærslan er einfaldlega of lág og frítekjumarkið á að vera hærra. Því tel ég að LÍN stuðli ekki að jöfnum tækifærum til náms óháð efnahag. Leyfum námsmönnum að öðlast reynslu og þekkingu á vinnumarkaði. Hættum að refsa þeim nemendum sem sýna dugnað og frumkvæði en hvetjum þá frekar til vinnusemi og starfsreynslu. Tryggjum að allir íslenskir nemendur óháð efnahag geti sótt sér menntun erlendis.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun