Upphitun fyrir torfæru sumarsins Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2017 10:03 Mikið verður að gerast í sumar í íslensku torfærunni. Stefnt á 6 keppnir á Íslandsmótinu. FIA/NEZ mót verður í Ler í Noregi þar sem íslenskir þátttakendur munu keppa og svo verður keppt í Bandaríkjunum í október líkt og í fyrra, þar sem íslensku keppendurnir slógu í gegn og rúlluðu yfir heimabílana. Íslandsmeistarabíllinn er nú seldur, Íslandsmeistarinn Snorri keypti Drift-bíl í staðinn og ætlar greinilega að hasla sér völl á nýjum vettvangi. Þá var verið að kaupa mjög góðan og flottan bíl frá Noregi sem var að koma til landsins. Nokkrir bílar eru núna í smíðum og víst er að torfæran er vel á uppleið hér á landi um þessar mundir. Meðfylgjandi myndskeið er skemmtileg upphitun fyrir átök á komandi sumri og í því sjást margir af bestu töktum síðasta sumars. Ekkert skortir greinilega á þor íslenskra ökumanna og leikni við aksturinn, ekki síst við að bjarga sér úr ógöngum. En sjón er sögu ríkari, sem fyrr. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent
Mikið verður að gerast í sumar í íslensku torfærunni. Stefnt á 6 keppnir á Íslandsmótinu. FIA/NEZ mót verður í Ler í Noregi þar sem íslenskir þátttakendur munu keppa og svo verður keppt í Bandaríkjunum í október líkt og í fyrra, þar sem íslensku keppendurnir slógu í gegn og rúlluðu yfir heimabílana. Íslandsmeistarabíllinn er nú seldur, Íslandsmeistarinn Snorri keypti Drift-bíl í staðinn og ætlar greinilega að hasla sér völl á nýjum vettvangi. Þá var verið að kaupa mjög góðan og flottan bíl frá Noregi sem var að koma til landsins. Nokkrir bílar eru núna í smíðum og víst er að torfæran er vel á uppleið hér á landi um þessar mundir. Meðfylgjandi myndskeið er skemmtileg upphitun fyrir átök á komandi sumri og í því sjást margir af bestu töktum síðasta sumars. Ekkert skortir greinilega á þor íslenskra ökumanna og leikni við aksturinn, ekki síst við að bjarga sér úr ógöngum. En sjón er sögu ríkari, sem fyrr.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent