Kolólöglegt tómstundagaman Ásmundur Guðjónsson og Snæbjörn Brynjarsson skrifar 10. mars 2017 14:42 Margir Íslendingar kannast við afa sem otar ávallt að manni aðeins of sætri flösku af campari eða hvítvíni sem fær tunguna til að límast upp við góm. Aðrir eiga kannski bjórsnobbara-vini sem eru að prufa sig áfram með nýjum amerískum ofurhumlum og vilja sífellt ræða við mann um kanilkeiminn sem þeim hefur tekist að ná fram í bjórnum. Þetta fólk getur verið til ama, en okkur þykir líka vænt um þau og viljum ekki sjá þau fara í fangelsi fyrir tómstundagaman sitt. Enda er lögum um heimabrugg lítt framfylgt, mörg heimabruggsfélög starfa fyrir opnum tjöldum, fólk spyr ráða á facebook, og sumir þeir ævintýralegustu fara síðar út í atvinnumennsku og stofna eigin brugghús. Okkur fannst merkilegt að hugsa til þess um daginn þegar bjórinn varð 28 ára í sögu Íslands (annars staðar er hann um nokkur þúsund ára), að heimabruggun er ennþá ólögleg. Þetta er enn eitt dæmið um það hversu ófrjálslynt Ísland er í samanburði við nágrannalönd, jafnvel þau ríki sem við kennum helst við forræðishyggju. Noregur og Svíþjóð t.d. hafa ekki sex ára fangelsisvistunarákvæði við heimabruggi. Við erum einstök hvað það varðar. Á þessu stigi málsins hefur umræða um áfengismál skyggt á nærri allt annað í umræðunni. Í stað þess að ræða blekkingar og lygar háttsettra ráðherra, húsnæðisskortinn eða óstöðugt fjármálaumhverfi Íslands, erum við að deila um áfengi. Nú þegar hefur umræðan um áfengisfrumvarpið fengið helminginn af þeim ræðutíma sem fór í síðustu fjárlög. Við ætlum því ekki að sóa tíma ykkar í rök með og á móti, en benda þennan eina hlut sem við ættum öll að geta verið sammála um. Lögin um heimabrugg eru úrelt og skaðleg, því jafnvel þó þeim sé ekki framfylgt skilgreina þau ótal Íslendinga sem glæpamenn, og ala þannig á vanvirðingu við lögin. Á síðasta þingi lagði Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata fram frumvarp til að breyta þessu. Með sér hafði hann meðflutningsmenn úr öllum flokkum nema VG. Það er synd að mál lifi ekki milli þinga, ef svo væri gæti Alþingi komið saman í dag og með einni atkvæðagreiðslu gert heimabrugg löglegt, eins og langflestir Íslendingar telja það eiga að vera. Með þeirri atkvæðagreiðslu yrði Ísland örlítið frjálslegra og væri með talsvert skynsamari og heilbrigðari afstöðu til áfengis. En ein breytingatillaga á því frumvarpi um áfengislög sem er verið að ræða inn á þingi núna þar sem refsing við heimabruggi er felld úr refsilögum væri til dæmis ein leið til að klára málið. Bönn virka illa, og þegar ekki einu sinni er hægt að framfylgja þeim nema með gríðarlegum persónunjósnum inn á hverju einasta heimili landsins, þá virka þau alls ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Margir Íslendingar kannast við afa sem otar ávallt að manni aðeins of sætri flösku af campari eða hvítvíni sem fær tunguna til að límast upp við góm. Aðrir eiga kannski bjórsnobbara-vini sem eru að prufa sig áfram með nýjum amerískum ofurhumlum og vilja sífellt ræða við mann um kanilkeiminn sem þeim hefur tekist að ná fram í bjórnum. Þetta fólk getur verið til ama, en okkur þykir líka vænt um þau og viljum ekki sjá þau fara í fangelsi fyrir tómstundagaman sitt. Enda er lögum um heimabrugg lítt framfylgt, mörg heimabruggsfélög starfa fyrir opnum tjöldum, fólk spyr ráða á facebook, og sumir þeir ævintýralegustu fara síðar út í atvinnumennsku og stofna eigin brugghús. Okkur fannst merkilegt að hugsa til þess um daginn þegar bjórinn varð 28 ára í sögu Íslands (annars staðar er hann um nokkur þúsund ára), að heimabruggun er ennþá ólögleg. Þetta er enn eitt dæmið um það hversu ófrjálslynt Ísland er í samanburði við nágrannalönd, jafnvel þau ríki sem við kennum helst við forræðishyggju. Noregur og Svíþjóð t.d. hafa ekki sex ára fangelsisvistunarákvæði við heimabruggi. Við erum einstök hvað það varðar. Á þessu stigi málsins hefur umræða um áfengismál skyggt á nærri allt annað í umræðunni. Í stað þess að ræða blekkingar og lygar háttsettra ráðherra, húsnæðisskortinn eða óstöðugt fjármálaumhverfi Íslands, erum við að deila um áfengi. Nú þegar hefur umræðan um áfengisfrumvarpið fengið helminginn af þeim ræðutíma sem fór í síðustu fjárlög. Við ætlum því ekki að sóa tíma ykkar í rök með og á móti, en benda þennan eina hlut sem við ættum öll að geta verið sammála um. Lögin um heimabrugg eru úrelt og skaðleg, því jafnvel þó þeim sé ekki framfylgt skilgreina þau ótal Íslendinga sem glæpamenn, og ala þannig á vanvirðingu við lögin. Á síðasta þingi lagði Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata fram frumvarp til að breyta þessu. Með sér hafði hann meðflutningsmenn úr öllum flokkum nema VG. Það er synd að mál lifi ekki milli þinga, ef svo væri gæti Alþingi komið saman í dag og með einni atkvæðagreiðslu gert heimabrugg löglegt, eins og langflestir Íslendingar telja það eiga að vera. Með þeirri atkvæðagreiðslu yrði Ísland örlítið frjálslegra og væri með talsvert skynsamari og heilbrigðari afstöðu til áfengis. En ein breytingatillaga á því frumvarpi um áfengislög sem er verið að ræða inn á þingi núna þar sem refsing við heimabruggi er felld úr refsilögum væri til dæmis ein leið til að klára málið. Bönn virka illa, og þegar ekki einu sinni er hægt að framfylgja þeim nema með gríðarlegum persónunjósnum inn á hverju einasta heimili landsins, þá virka þau alls ekki.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun