Kolólöglegt tómstundagaman Ásmundur Guðjónsson og Snæbjörn Brynjarsson skrifar 10. mars 2017 14:42 Margir Íslendingar kannast við afa sem otar ávallt að manni aðeins of sætri flösku af campari eða hvítvíni sem fær tunguna til að límast upp við góm. Aðrir eiga kannski bjórsnobbara-vini sem eru að prufa sig áfram með nýjum amerískum ofurhumlum og vilja sífellt ræða við mann um kanilkeiminn sem þeim hefur tekist að ná fram í bjórnum. Þetta fólk getur verið til ama, en okkur þykir líka vænt um þau og viljum ekki sjá þau fara í fangelsi fyrir tómstundagaman sitt. Enda er lögum um heimabrugg lítt framfylgt, mörg heimabruggsfélög starfa fyrir opnum tjöldum, fólk spyr ráða á facebook, og sumir þeir ævintýralegustu fara síðar út í atvinnumennsku og stofna eigin brugghús. Okkur fannst merkilegt að hugsa til þess um daginn þegar bjórinn varð 28 ára í sögu Íslands (annars staðar er hann um nokkur þúsund ára), að heimabruggun er ennþá ólögleg. Þetta er enn eitt dæmið um það hversu ófrjálslynt Ísland er í samanburði við nágrannalönd, jafnvel þau ríki sem við kennum helst við forræðishyggju. Noregur og Svíþjóð t.d. hafa ekki sex ára fangelsisvistunarákvæði við heimabruggi. Við erum einstök hvað það varðar. Á þessu stigi málsins hefur umræða um áfengismál skyggt á nærri allt annað í umræðunni. Í stað þess að ræða blekkingar og lygar háttsettra ráðherra, húsnæðisskortinn eða óstöðugt fjármálaumhverfi Íslands, erum við að deila um áfengi. Nú þegar hefur umræðan um áfengisfrumvarpið fengið helminginn af þeim ræðutíma sem fór í síðustu fjárlög. Við ætlum því ekki að sóa tíma ykkar í rök með og á móti, en benda þennan eina hlut sem við ættum öll að geta verið sammála um. Lögin um heimabrugg eru úrelt og skaðleg, því jafnvel þó þeim sé ekki framfylgt skilgreina þau ótal Íslendinga sem glæpamenn, og ala þannig á vanvirðingu við lögin. Á síðasta þingi lagði Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata fram frumvarp til að breyta þessu. Með sér hafði hann meðflutningsmenn úr öllum flokkum nema VG. Það er synd að mál lifi ekki milli þinga, ef svo væri gæti Alþingi komið saman í dag og með einni atkvæðagreiðslu gert heimabrugg löglegt, eins og langflestir Íslendingar telja það eiga að vera. Með þeirri atkvæðagreiðslu yrði Ísland örlítið frjálslegra og væri með talsvert skynsamari og heilbrigðari afstöðu til áfengis. En ein breytingatillaga á því frumvarpi um áfengislög sem er verið að ræða inn á þingi núna þar sem refsing við heimabruggi er felld úr refsilögum væri til dæmis ein leið til að klára málið. Bönn virka illa, og þegar ekki einu sinni er hægt að framfylgja þeim nema með gríðarlegum persónunjósnum inn á hverju einasta heimili landsins, þá virka þau alls ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Margir Íslendingar kannast við afa sem otar ávallt að manni aðeins of sætri flösku af campari eða hvítvíni sem fær tunguna til að límast upp við góm. Aðrir eiga kannski bjórsnobbara-vini sem eru að prufa sig áfram með nýjum amerískum ofurhumlum og vilja sífellt ræða við mann um kanilkeiminn sem þeim hefur tekist að ná fram í bjórnum. Þetta fólk getur verið til ama, en okkur þykir líka vænt um þau og viljum ekki sjá þau fara í fangelsi fyrir tómstundagaman sitt. Enda er lögum um heimabrugg lítt framfylgt, mörg heimabruggsfélög starfa fyrir opnum tjöldum, fólk spyr ráða á facebook, og sumir þeir ævintýralegustu fara síðar út í atvinnumennsku og stofna eigin brugghús. Okkur fannst merkilegt að hugsa til þess um daginn þegar bjórinn varð 28 ára í sögu Íslands (annars staðar er hann um nokkur þúsund ára), að heimabruggun er ennþá ólögleg. Þetta er enn eitt dæmið um það hversu ófrjálslynt Ísland er í samanburði við nágrannalönd, jafnvel þau ríki sem við kennum helst við forræðishyggju. Noregur og Svíþjóð t.d. hafa ekki sex ára fangelsisvistunarákvæði við heimabruggi. Við erum einstök hvað það varðar. Á þessu stigi málsins hefur umræða um áfengismál skyggt á nærri allt annað í umræðunni. Í stað þess að ræða blekkingar og lygar háttsettra ráðherra, húsnæðisskortinn eða óstöðugt fjármálaumhverfi Íslands, erum við að deila um áfengi. Nú þegar hefur umræðan um áfengisfrumvarpið fengið helminginn af þeim ræðutíma sem fór í síðustu fjárlög. Við ætlum því ekki að sóa tíma ykkar í rök með og á móti, en benda þennan eina hlut sem við ættum öll að geta verið sammála um. Lögin um heimabrugg eru úrelt og skaðleg, því jafnvel þó þeim sé ekki framfylgt skilgreina þau ótal Íslendinga sem glæpamenn, og ala þannig á vanvirðingu við lögin. Á síðasta þingi lagði Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata fram frumvarp til að breyta þessu. Með sér hafði hann meðflutningsmenn úr öllum flokkum nema VG. Það er synd að mál lifi ekki milli þinga, ef svo væri gæti Alþingi komið saman í dag og með einni atkvæðagreiðslu gert heimabrugg löglegt, eins og langflestir Íslendingar telja það eiga að vera. Með þeirri atkvæðagreiðslu yrði Ísland örlítið frjálslegra og væri með talsvert skynsamari og heilbrigðari afstöðu til áfengis. En ein breytingatillaga á því frumvarpi um áfengislög sem er verið að ræða inn á þingi núna þar sem refsing við heimabruggi er felld úr refsilögum væri til dæmis ein leið til að klára málið. Bönn virka illa, og þegar ekki einu sinni er hægt að framfylgja þeim nema með gríðarlegum persónunjósnum inn á hverju einasta heimili landsins, þá virka þau alls ekki.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun