Mikilvægasta starf í heimi? Skúli Helgason skrifar 15. desember 2017 07:00 Kennarar gegna einhverju þýðingarmesta hlutverki í þjóðfélaginu því þeir geta haft afdrifarík áhrif á framtíð þúsunda barna og ungmenna. Þessi mikla ábyrgð hefur þó ekki verið metin að verðleikum í okkar samfélagi. Ein alvarlegasta afleiðing þessa er að aðsókn í kennaranám hefur hrunið og er nú svo komið að einungis útskrifast innan við 50 kennarar á hverju ári frá Háskóla Íslands samanborið við rúmlega 200 á árunum 2009-2010. Ef ekkert verður að gert verður alvarlegur skortur á kennurum á Íslandi innan fárra ára. Þetta var ein kveikjan að stofnun starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar þar sem fulltrúar kennara, skólastjóra, foreldra, o.fl. unnu saman að tillögum til að auka nýliðun og bæta starfsumhverfi kennara. Starfshópurinn hefur nú kynnt 31 tillögu að aðgerðum, sem tengjast bættu starfsumhverfi, breytingum á inntaki og skipulagi kennaranáms, aukinni nýliðun kennara og starfsþróun.Bætt starfsumhverfi Kennarar hafa kallað eftir betra aðgengi að sérfræðingum til að mæta auknu álagi í vinnu með nemendum. Starfshópurinn leggur til að fjölgað verði fagfólki sem starfi við hlið kennara og hefur þegar verið samþykkt að ráða hegðunarráðgjafa með sérhæfingu í atferlismótun og talmeinafræðinga í alla borgarhluta. Þá verða mótuð ný úrræði til að styðja við börn í fjölþættum vanda. Kennsluráðgjöf í upplýsingatækni verður efld og aukin ráðgjöf og stuðningur við nýja kennara í starfi. Meira fjármagn verður sett í endurbætur á húsnæði, bættan tölvukost kennara og nemenda. Þá þarf að auka svigrúm skólastjórnenda til að sinna hlutverki sem faglegir leiðtogar skólastarfsins. Reykjavíkurborg hefur þegar samþykkt að verja 627 milljónum króna til að hrinda fyrstu tillögum starfshópsins í framkvæmd á næsta ári til viðbótar þeim ríflega 670 milljónum sem bættu stöðu grunnskólanna á þessu ári. Borgin mun ekki láta sitt eftir liggja til að auka veg kennara en mikilvægt er að ríki og sveitarfélög vinni saman að lausn vandans s.s. með víðtækri vitundarvakningu sem nái til alls samfélagsins og ívilnandi aðgerðum til að fjölga kennaranemum. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skúli Helgason Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Kennarar gegna einhverju þýðingarmesta hlutverki í þjóðfélaginu því þeir geta haft afdrifarík áhrif á framtíð þúsunda barna og ungmenna. Þessi mikla ábyrgð hefur þó ekki verið metin að verðleikum í okkar samfélagi. Ein alvarlegasta afleiðing þessa er að aðsókn í kennaranám hefur hrunið og er nú svo komið að einungis útskrifast innan við 50 kennarar á hverju ári frá Háskóla Íslands samanborið við rúmlega 200 á árunum 2009-2010. Ef ekkert verður að gert verður alvarlegur skortur á kennurum á Íslandi innan fárra ára. Þetta var ein kveikjan að stofnun starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar þar sem fulltrúar kennara, skólastjóra, foreldra, o.fl. unnu saman að tillögum til að auka nýliðun og bæta starfsumhverfi kennara. Starfshópurinn hefur nú kynnt 31 tillögu að aðgerðum, sem tengjast bættu starfsumhverfi, breytingum á inntaki og skipulagi kennaranáms, aukinni nýliðun kennara og starfsþróun.Bætt starfsumhverfi Kennarar hafa kallað eftir betra aðgengi að sérfræðingum til að mæta auknu álagi í vinnu með nemendum. Starfshópurinn leggur til að fjölgað verði fagfólki sem starfi við hlið kennara og hefur þegar verið samþykkt að ráða hegðunarráðgjafa með sérhæfingu í atferlismótun og talmeinafræðinga í alla borgarhluta. Þá verða mótuð ný úrræði til að styðja við börn í fjölþættum vanda. Kennsluráðgjöf í upplýsingatækni verður efld og aukin ráðgjöf og stuðningur við nýja kennara í starfi. Meira fjármagn verður sett í endurbætur á húsnæði, bættan tölvukost kennara og nemenda. Þá þarf að auka svigrúm skólastjórnenda til að sinna hlutverki sem faglegir leiðtogar skólastarfsins. Reykjavíkurborg hefur þegar samþykkt að verja 627 milljónum króna til að hrinda fyrstu tillögum starfshópsins í framkvæmd á næsta ári til viðbótar þeim ríflega 670 milljónum sem bættu stöðu grunnskólanna á þessu ári. Borgin mun ekki láta sitt eftir liggja til að auka veg kennara en mikilvægt er að ríki og sveitarfélög vinni saman að lausn vandans s.s. með víðtækri vitundarvakningu sem nái til alls samfélagsins og ívilnandi aðgerðum til að fjölga kennaranemum. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun