Opið bréf til stjórnar Sjúkrasjóðs Kennarasambands Íslands Helgi Ingólfsson skrifar 29. mars 2017 07:00 Þann 12. feb. sl. sendi ég erindi með fyrirspurnum til Sjúkrasjóðs KÍ og þann 8. mars sl. sendi ég ítrekun á erindi mínu. Þar sem ég hef ekki verið virtur svars vil ég reyna enn á ný og nú á opinberum vettvangi. Vísa ég fyrirspurnum mínum til allrar stjórnar Sjúkrasjóðs, en erindið er eftirfarandi: Sem félagi í FF, með aðild að sjúkrasjóði KÍ, leikur mér forvitni á að vita um meðferð fjármuna, sem á sínum tíma eiga að hafa verið hluti iðgjalds frá Tækniskóla Íslands til Vísindasjóðs FF og FS, líklega á árunum 2010 og 2011, en eiga á óútskýrðan máta, fyrir meint mistök varðandi tölvuhugbúnað, að hafa „varpast“ yfir í Sjúkrasjóð KÍ og setið þar, uns þeir voru endurheimtir af formanni FF, Guðríði Arnardóttur, í sept.-nóv. 2016 og lagðir inn á biðreikning FF í Íslandsbanka, að sögn formanns FF. Til frekari útskýringar vil ég hér vitna til ummæla í bréfi undirrituðu af formanni FF, Guðríði Arnardóttur, sem sent var út undir yfirskriftinni „Greinargerð frá formanni um málefni Vísindasjóðs FF og FS“ til fundarfulltrúa svokallaðs „auka-aðalfundar FF“ fáum dögum fyrir þann fund sem haldinn var 7. nóv. 2016 (bréfið er ódagsett, en líklega sent út til fundarmanna 3. eða 4. nóvember). Í greinargerðinni segir formaður FF, Guðríður Arnardóttir, orðrétt á bls. 5, undir feitletraðri fyrirsögn „0,22% - týnda framlag Tækniskólans“: „Eins og bent hefur verið á réttilega skiluðu 0,22% af framlögum Tækniskólans sér ekki til Vísindasjóðs á tilteknu tímabili. Þetta kom fram við skoðun gagna frá þeim tíma. Mér vitanlega var aldrei reynt að hafa samband við Kennarasamband Íslands að leita skýringa heldur var þetta hluti af kæru sjóðsstjórnar til lögreglu og var stjórn FF ekki upplýst um það. Þegar mér varð kunnugt um málið í haust hringdi ég í skólameistara Tækniskólans og fjármálastjóra, var í sambandi við forritara DK kerfisins og endurskoðandi Kennarasambandsins fór yfir færslur frá þeim tíma. Á þremur dögum fannst skýringin en fyrir mistök hafði forritun hjá DK hugbúnaði varpað þessum 0,22% í sjúkrasjóð. Reyndar var á þessum tíma talsvert um villur hjá Tækniskólanum og fannst sambærileg villa í hina áttina, ofgreiðslur í Vísindasjóð. Þetta liggur nú fyrir og hefur verið leiðrétt. Upphæðin var að minni tillögu lögð inn á biðreikning FF hjá Íslandsbanka.“ Í ljósi þessara orða formanns FF langar mig sem sjóðsfélagi í Sjúkrasjóði KÍ, félagi í FF og KÍ og einn eigandi að Vísindasjóði FF og FS að spyrja stjórn Sjúkrasjóðs KÍ um eftirfarandi:1. Er ykkur í stjórn Sjúkrasjóðs KÍ kunnugt um að fjármunir, sem á árunum 2010-11 áttu að lenda í vörslu Vísindasjóðs FF og FS, hafi lent inni í Sjúkrasjóði KÍ?2. Ef svo er, hvenær var ykkur kunnugt um það?3. Ef svo er, um hversu háa fjárhæð var þá að ræða? Og ef svo er, kom hvergi fram í bókhaldi Sjúkrasjóðs KÍ á árunum 2010-16 að óeðlilega mikið kynni að vera í sjóðnum sem næmi þessu umframfjárframlagi?4. Hafði einhver samband við ykkur í stjórn Sjúkrasjóðs KÍ eða við einhvern stjórnarmann á einhverjum tímapunkti núverandi stjórnar, vegna þessara fjármuna, sem ranglega eiga að hafa verið lagðir inn í Sjúkrasjóð KÍ?5. Ef svo er, hver hafði þá samband vegna þeirra meintu mistaka og hvenær?6. Hefur einhver fjárhæð verið endurgreidd úr Sjúkrasjóði KÍ vegna meintra mistaka af ofangreindum toga?7. Ef það var formaður FF, sem sótti féð í hendur Sjúkrasjóðs KÍ, var þá gengið úr skugga um að fjárhæðin yrði endurgreidd til lögmætra og réttmætra vörsluaðila sem upphaflega áttu að fá féð?8. Ef fjárhæð var endurgreidd úr Sjúkrasjóði KÍ, hve há var hún, hvenær var hún greidd, inn á hvaða reikning og til hvaða vörsluaðila?9. Hefur Sjúkrasjóður KÍ undir höndum kvittanir eða færsluyfirlit fyrir innlögn fjárins: a) Inn í reikning Vísindasjóð FF og FS?; eða b) Inn á annan reikning, og þá í umsjá hvers og samkvæmt fyrirmælum hvers? Hafi féð verið flutt úr Sjúkrasjóði KÍ yfir á annan reikning, hvaða dag fór þá sú millifærsla fram? (Hér vil ég nefna að dagsetning gæti skipt máli hvort féð hafi verið lagt inn á réttmætan aðila.)10. Kannast stjórn Sjúkrasjóðs KÍ, í heild eða sem einstaklingar, að öðru leyti við samskipti við formann FF út af umræddum fjármunum? Ef svo er, í hverju hafa þau samskipti þá verið fólgin? Með fyrirfram þökk og ósk um nákvæm og greinargóð svör. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 12. feb. sl. sendi ég erindi með fyrirspurnum til Sjúkrasjóðs KÍ og þann 8. mars sl. sendi ég ítrekun á erindi mínu. Þar sem ég hef ekki verið virtur svars vil ég reyna enn á ný og nú á opinberum vettvangi. Vísa ég fyrirspurnum mínum til allrar stjórnar Sjúkrasjóðs, en erindið er eftirfarandi: Sem félagi í FF, með aðild að sjúkrasjóði KÍ, leikur mér forvitni á að vita um meðferð fjármuna, sem á sínum tíma eiga að hafa verið hluti iðgjalds frá Tækniskóla Íslands til Vísindasjóðs FF og FS, líklega á árunum 2010 og 2011, en eiga á óútskýrðan máta, fyrir meint mistök varðandi tölvuhugbúnað, að hafa „varpast“ yfir í Sjúkrasjóð KÍ og setið þar, uns þeir voru endurheimtir af formanni FF, Guðríði Arnardóttur, í sept.-nóv. 2016 og lagðir inn á biðreikning FF í Íslandsbanka, að sögn formanns FF. Til frekari útskýringar vil ég hér vitna til ummæla í bréfi undirrituðu af formanni FF, Guðríði Arnardóttur, sem sent var út undir yfirskriftinni „Greinargerð frá formanni um málefni Vísindasjóðs FF og FS“ til fundarfulltrúa svokallaðs „auka-aðalfundar FF“ fáum dögum fyrir þann fund sem haldinn var 7. nóv. 2016 (bréfið er ódagsett, en líklega sent út til fundarmanna 3. eða 4. nóvember). Í greinargerðinni segir formaður FF, Guðríður Arnardóttir, orðrétt á bls. 5, undir feitletraðri fyrirsögn „0,22% - týnda framlag Tækniskólans“: „Eins og bent hefur verið á réttilega skiluðu 0,22% af framlögum Tækniskólans sér ekki til Vísindasjóðs á tilteknu tímabili. Þetta kom fram við skoðun gagna frá þeim tíma. Mér vitanlega var aldrei reynt að hafa samband við Kennarasamband Íslands að leita skýringa heldur var þetta hluti af kæru sjóðsstjórnar til lögreglu og var stjórn FF ekki upplýst um það. Þegar mér varð kunnugt um málið í haust hringdi ég í skólameistara Tækniskólans og fjármálastjóra, var í sambandi við forritara DK kerfisins og endurskoðandi Kennarasambandsins fór yfir færslur frá þeim tíma. Á þremur dögum fannst skýringin en fyrir mistök hafði forritun hjá DK hugbúnaði varpað þessum 0,22% í sjúkrasjóð. Reyndar var á þessum tíma talsvert um villur hjá Tækniskólanum og fannst sambærileg villa í hina áttina, ofgreiðslur í Vísindasjóð. Þetta liggur nú fyrir og hefur verið leiðrétt. Upphæðin var að minni tillögu lögð inn á biðreikning FF hjá Íslandsbanka.“ Í ljósi þessara orða formanns FF langar mig sem sjóðsfélagi í Sjúkrasjóði KÍ, félagi í FF og KÍ og einn eigandi að Vísindasjóði FF og FS að spyrja stjórn Sjúkrasjóðs KÍ um eftirfarandi:1. Er ykkur í stjórn Sjúkrasjóðs KÍ kunnugt um að fjármunir, sem á árunum 2010-11 áttu að lenda í vörslu Vísindasjóðs FF og FS, hafi lent inni í Sjúkrasjóði KÍ?2. Ef svo er, hvenær var ykkur kunnugt um það?3. Ef svo er, um hversu háa fjárhæð var þá að ræða? Og ef svo er, kom hvergi fram í bókhaldi Sjúkrasjóðs KÍ á árunum 2010-16 að óeðlilega mikið kynni að vera í sjóðnum sem næmi þessu umframfjárframlagi?4. Hafði einhver samband við ykkur í stjórn Sjúkrasjóðs KÍ eða við einhvern stjórnarmann á einhverjum tímapunkti núverandi stjórnar, vegna þessara fjármuna, sem ranglega eiga að hafa verið lagðir inn í Sjúkrasjóð KÍ?5. Ef svo er, hver hafði þá samband vegna þeirra meintu mistaka og hvenær?6. Hefur einhver fjárhæð verið endurgreidd úr Sjúkrasjóði KÍ vegna meintra mistaka af ofangreindum toga?7. Ef það var formaður FF, sem sótti féð í hendur Sjúkrasjóðs KÍ, var þá gengið úr skugga um að fjárhæðin yrði endurgreidd til lögmætra og réttmætra vörsluaðila sem upphaflega áttu að fá féð?8. Ef fjárhæð var endurgreidd úr Sjúkrasjóði KÍ, hve há var hún, hvenær var hún greidd, inn á hvaða reikning og til hvaða vörsluaðila?9. Hefur Sjúkrasjóður KÍ undir höndum kvittanir eða færsluyfirlit fyrir innlögn fjárins: a) Inn í reikning Vísindasjóð FF og FS?; eða b) Inn á annan reikning, og þá í umsjá hvers og samkvæmt fyrirmælum hvers? Hafi féð verið flutt úr Sjúkrasjóði KÍ yfir á annan reikning, hvaða dag fór þá sú millifærsla fram? (Hér vil ég nefna að dagsetning gæti skipt máli hvort féð hafi verið lagt inn á réttmætan aðila.)10. Kannast stjórn Sjúkrasjóðs KÍ, í heild eða sem einstaklingar, að öðru leyti við samskipti við formann FF út af umræddum fjármunum? Ef svo er, í hverju hafa þau samskipti þá verið fólgin? Með fyrirfram þökk og ósk um nákvæm og greinargóð svör. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun