Múslímaskatt á Íslandi? Hjalti Rúnar Ómarsson skrifar 18. apríl 2017 07:00 Hvernig væri að leggja sérstakan skatt á múslíma á Íslandi? Framkvæmdin gæti verið sú að skráðir múslímar á Íslandi borgi hærri tekjuskatt. Margir afskrifa eflaust þessa tillögu þar sem þetta væri gróf mismunun og mannréttindabrot. Samt er það svo að á Íslandi er þegar í gildi sambærilegur skattur að áliti margra. Samkvæmt Þjóðkirkjunni og mörgum innan stjórnsýslunnar eru sóknargjöld félagsgjöld trúfélaga sem ríkið innheimtir í gegnum tekjuskatt. Þeir sem eru ekki meðlimir í trúfélagi borga jafn háan tekjuskatt og meðlimir trúfélaga. Þeir borga því í raun hærri tekjuskatt. Þá upphæð sem greidd er aukalega, sem er jafn há og innheimt sóknargjöld, mætti kalla trúleysingjaskatt. Annað hvort er trúleysingjaskattur ósköp eðlilegt fyrirbæri og þá er einnig ekkert við múslímaskatt að athuga, eða báðir skattarnir eru mannréttindabrot. Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna hefur sagt að trúleysingjaskatturinn sé mannréttindabrot en stjórnvöld hafa ekki tekið mark á því. Ef trúleysingjaskatturinn er mannréttindabrot ber að afnema hann. Ef trúleysingjaskatturinn er í lagi, þá er múslímaskattur það líka. Hvort eigum við að afnema trúleysingjaskattinn eða ræða af alvöru upptöku múslímaskatts? Þjóðkirkjan átti þátt í að koma trúleysingjaskattinum á og hefur varið hann. Stjórnendur hennar sjá því varla neitt athugavert við múslímaskatt. Ég tel hins vegar báða skattana vera mannréttindabrot og að Alþingi eigi að afnema trúleysingjaskattinn sem fyrst.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Hvernig væri að leggja sérstakan skatt á múslíma á Íslandi? Framkvæmdin gæti verið sú að skráðir múslímar á Íslandi borgi hærri tekjuskatt. Margir afskrifa eflaust þessa tillögu þar sem þetta væri gróf mismunun og mannréttindabrot. Samt er það svo að á Íslandi er þegar í gildi sambærilegur skattur að áliti margra. Samkvæmt Þjóðkirkjunni og mörgum innan stjórnsýslunnar eru sóknargjöld félagsgjöld trúfélaga sem ríkið innheimtir í gegnum tekjuskatt. Þeir sem eru ekki meðlimir í trúfélagi borga jafn háan tekjuskatt og meðlimir trúfélaga. Þeir borga því í raun hærri tekjuskatt. Þá upphæð sem greidd er aukalega, sem er jafn há og innheimt sóknargjöld, mætti kalla trúleysingjaskatt. Annað hvort er trúleysingjaskattur ósköp eðlilegt fyrirbæri og þá er einnig ekkert við múslímaskatt að athuga, eða báðir skattarnir eru mannréttindabrot. Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna hefur sagt að trúleysingjaskatturinn sé mannréttindabrot en stjórnvöld hafa ekki tekið mark á því. Ef trúleysingjaskatturinn er mannréttindabrot ber að afnema hann. Ef trúleysingjaskatturinn er í lagi, þá er múslímaskattur það líka. Hvort eigum við að afnema trúleysingjaskattinn eða ræða af alvöru upptöku múslímaskatts? Þjóðkirkjan átti þátt í að koma trúleysingjaskattinum á og hefur varið hann. Stjórnendur hennar sjá því varla neitt athugavert við múslímaskatt. Ég tel hins vegar báða skattana vera mannréttindabrot og að Alþingi eigi að afnema trúleysingjaskattinn sem fyrst.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar