Sporin hræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 27. febrúar 2017 08:00 Börn voru svipt frelsi sínu og þau voru pyntuð á Kópavogshæli. Eftirlitsaðilar vanræktu að grípa til kerfisbundinna og skipulagðra ráðstafana eða annarra viðbragða til að bregðast við viðvarandi gagnrýni og ábendingum sem fram komu í úttektum, áætlunum og með margvíslegum öðrum hætti. Vistheimilanefnd ályktaði að heilbrigðisráðuneytið, barnaverndarráð Íslands, stjórnarnefnd Ríkisspítala, stjórnarnefnd um málefni þroskaheftra, stjórnarnefnd um málefni fatlaðra og landlæknir hefðu vanrækt eftirlitsskyldur sínar. Stutt er síðan því var fagnað að tíu ár voru liðin frá því að viðauki við samning Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (OPCAT) tók gildi. Síðan hafa nær öll Evrópuríki fullgilt samninginn. Ekki Ísland. Þann 19. desember 2015 samþykktu 52 þingmenn þingsályktunartillögu þess efnis að ríkisstjórninni yrði gert að fullgilda valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna um bann við pyntingum. Í bókuninni er kveðið á um eftirlit sjálfstæðra aðila, innlendra og alþjóðlegra, sem falið er að heimsækja reglulega stofnanir sem vista frelsissvipta einstaklinga í þeim tilgangi að koma í veg fyrir pyntingar eða að önnur grimmileg eða vanvirðandi meðferð viðgangist. Flest þeirra ríkja sem við berum okkur saman við hafa nú þegar fullgilt bókunina, þar á meðal öll Norðurlöndin. Þann 19. febrúar síðastliðinn voru 14 mánuðir liðnir frá því þingsályktunartillagan var samþykkt einróma. Íslenskur afbrotafræðingur starfar nú hjá umboðsmanni norska þingsins við að framfylgja samningnum í Noregi. Allir staðir sem vista frelsissvipta eru undir; þar sem börn eru vistuð, aldraðir með minnisglöp og einstaklingar með bráðageðsjúkdóma. Það væri því í lófa lagið að nýta þá þekkingu sem er til staðar við að koma á slíku eftirliti. Að svipta einstakling frelsi sínu er mesta inngrip í líf hvers manns. Því fylgir ábyrgð. Þess vegna hafa þjóðir heims komist að sameiginlegu regluverki til að fylgjast með hvernig því er framfylgt. Regluverkið er til staðar, sem og þekkingin. Það er eingöngu vilji íslenskra stjórnvalda til að fullgilda og innleiða OPCAT sem virðist skorta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hver er að hlusta? Ólafur Þ. Stephensen Fastir pennar Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Börn voru svipt frelsi sínu og þau voru pyntuð á Kópavogshæli. Eftirlitsaðilar vanræktu að grípa til kerfisbundinna og skipulagðra ráðstafana eða annarra viðbragða til að bregðast við viðvarandi gagnrýni og ábendingum sem fram komu í úttektum, áætlunum og með margvíslegum öðrum hætti. Vistheimilanefnd ályktaði að heilbrigðisráðuneytið, barnaverndarráð Íslands, stjórnarnefnd Ríkisspítala, stjórnarnefnd um málefni þroskaheftra, stjórnarnefnd um málefni fatlaðra og landlæknir hefðu vanrækt eftirlitsskyldur sínar. Stutt er síðan því var fagnað að tíu ár voru liðin frá því að viðauki við samning Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (OPCAT) tók gildi. Síðan hafa nær öll Evrópuríki fullgilt samninginn. Ekki Ísland. Þann 19. desember 2015 samþykktu 52 þingmenn þingsályktunartillögu þess efnis að ríkisstjórninni yrði gert að fullgilda valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna um bann við pyntingum. Í bókuninni er kveðið á um eftirlit sjálfstæðra aðila, innlendra og alþjóðlegra, sem falið er að heimsækja reglulega stofnanir sem vista frelsissvipta einstaklinga í þeim tilgangi að koma í veg fyrir pyntingar eða að önnur grimmileg eða vanvirðandi meðferð viðgangist. Flest þeirra ríkja sem við berum okkur saman við hafa nú þegar fullgilt bókunina, þar á meðal öll Norðurlöndin. Þann 19. febrúar síðastliðinn voru 14 mánuðir liðnir frá því þingsályktunartillagan var samþykkt einróma. Íslenskur afbrotafræðingur starfar nú hjá umboðsmanni norska þingsins við að framfylgja samningnum í Noregi. Allir staðir sem vista frelsissvipta eru undir; þar sem börn eru vistuð, aldraðir með minnisglöp og einstaklingar með bráðageðsjúkdóma. Það væri því í lófa lagið að nýta þá þekkingu sem er til staðar við að koma á slíku eftirliti. Að svipta einstakling frelsi sínu er mesta inngrip í líf hvers manns. Því fylgir ábyrgð. Þess vegna hafa þjóðir heims komist að sameiginlegu regluverki til að fylgjast með hvernig því er framfylgt. Regluverkið er til staðar, sem og þekkingin. Það er eingöngu vilji íslenskra stjórnvalda til að fullgilda og innleiða OPCAT sem virðist skorta.
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar