Ég til náms- og starfsráðgjafa - af hverju? Anna Lóa Ólafsdóttir og Steinunn Björk Jónatansdóttir skrifar 16. mars 2017 07:00 Náms- og starfsráðgjafar starfa víða í samfélaginu en má þar nefna í skólakerfinu, hjá Vinnumálastofnun, símenntunarmiðstöðvum og í fyrirtækjum vítt og breytt um landið. Það hefur verið mikil þróun varðandi störf náms- og starfsráðgjafa hin síðari ár. Fjölgun hefur orðið á stöðugildum þeirra í skólakerfinu og með nýjum áherslum varðandi stuðning við atvinnulífið þá hefur fjölgað þeim ráðgjöfum sem þar starfa. Þrátt fyrir að náms- og starfsráðgjafar hafi verið með öfluga starfsemi úti í atvinnulífinu síðan árið 2006 þegar Fræðslumiðstöð atvinnulífsins styrkti ráðgjöfina þegar kom að því að veita ráðgjöf úti á vinnumarkaði heyrir maður enn „bíddu ég til náms- og starfsráðgjafa, hvað ætti ég að segja við hann“? Því er kannski mikilvægt að rifja upp hvað það er sem þessi hópur gerir. Það má kannski orða það þannig að náms- og starfsráðgjafar aðstoða einstaklinga við að finna farveg sinn í lífinu hvort heldur sem er í námi eða starfi. Meðal þess sem þeir gera er að leitast við að tengja saman áhuga einstaklinga við námsleiðir, störf eða tómstundir, setja sér markmið og aðstoða við að finna leiðir að þessum markmiðum. Í ráðgjöfinni er líka verið að vinna með sjálfsmynd og sjálfstraust, aðstoða við atvinnuleit og aðrar breytingar sem verða óhjákvæmilega á lífi okkar allra. Ráðgjafarnir sinna raunfærnimati þar sem einstaklingar með enga formlega menntun fá mat á þeirri þekkingu sem þeir búa yfir og hafa öðlast í gegnum reynslu sína á vinnumarkaði, áhugamál eða félagsstörf. Reynslan er metin út frá ákveðnum viðmiðum sem má svo nýta í formlega skólakerfinu eða í námsleiðum símenntunarmiðstöðvanna. Sannleikurinn er sá að það er hægt að nýta sér þjónustu náms- og starfsráðgjafa frá barnæsku fram til fullorðinsára, því ráðgjafarnir geta líka aðstoðað einstaklinga sem eru að takast á við starfslok og þær breytingar sem þeim fylgja.Styrkleiki að leita sér aðstoðar Hin síðari ár hefur náms- og starfsframboð aukist mikið og því hefur verið vaxandi þörf fyrir fólk á hinum almenna vinnumarkaði að kanna möguleika og leiðir sem í boði eru til að auka hæfni sína í núverandi starfi eða með starfsþróun í huga. Vinnumarkaðurinn í dag gerir kröfur um að við séum samkeppnishæf og meðvituð um styrkleika okkar. Ráðgjafinn getur aðstoðað einstaklinga við að skoða sig út frá styrkleikum, hæfileikum og áhuga og finna þeim farveg í framhaldinu. Símenntunarmiðstöðvar á landinu hafa sinnt því hlutverki að nálgast hinn almenna launþega sem ekki hefur aflað sér neinnar formlegrar menntunar og kynna aukna námsmöguleika sem í boði eru eða bjóða upp á ráðgjöf í formi upplýsingargjafar, stuðnings, hvatningar eða til að auka færnina við að takast á við breytingar. Það má gera ráð fyrir því að einstaklingar þurfi að velja sér nám og störf nokkrum sinnum á ævinni því vinnumarkaðurinn í dag er síbreytilegur og hraður. Því er nauðsynlegt að vera meðvitaður um hvaða fræðslu og þekkingu maður þarf til að þróast áfram í starfi á sama tíma og maður er meðvitaður um hvaða þekkingu maður býr nú þegar yfir. Stundum erum við sérfræðingar í lífi annarra en áttum okkur ekki á eigin getu og færni og náms- og starfsáðgjafar geta þarna verið mikilvægir brúarsmiðir og verið til staðar fyrir einstaklinga sem vilja skoða möguleika sína í lífinu. Það er styrkleiki að leita sér aðstoðar þegar svörin vantar – eða til að fá staðfestingu á því að maður búi yfir færni á mörgum sviðum en vantað tækifæri eða þor til að nýta þá færni. Við sem þetta skrifum erum sammála því að það eru forréttindi að fá að taka þátt í því að „byggja brýr“ og aðstoða einstaklinga við að víkka út sjóndeildarhringinn því hver veit hvað bíður hinum megin við brúna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Náms- og starfsráðgjafar starfa víða í samfélaginu en má þar nefna í skólakerfinu, hjá Vinnumálastofnun, símenntunarmiðstöðvum og í fyrirtækjum vítt og breytt um landið. Það hefur verið mikil þróun varðandi störf náms- og starfsráðgjafa hin síðari ár. Fjölgun hefur orðið á stöðugildum þeirra í skólakerfinu og með nýjum áherslum varðandi stuðning við atvinnulífið þá hefur fjölgað þeim ráðgjöfum sem þar starfa. Þrátt fyrir að náms- og starfsráðgjafar hafi verið með öfluga starfsemi úti í atvinnulífinu síðan árið 2006 þegar Fræðslumiðstöð atvinnulífsins styrkti ráðgjöfina þegar kom að því að veita ráðgjöf úti á vinnumarkaði heyrir maður enn „bíddu ég til náms- og starfsráðgjafa, hvað ætti ég að segja við hann“? Því er kannski mikilvægt að rifja upp hvað það er sem þessi hópur gerir. Það má kannski orða það þannig að náms- og starfsráðgjafar aðstoða einstaklinga við að finna farveg sinn í lífinu hvort heldur sem er í námi eða starfi. Meðal þess sem þeir gera er að leitast við að tengja saman áhuga einstaklinga við námsleiðir, störf eða tómstundir, setja sér markmið og aðstoða við að finna leiðir að þessum markmiðum. Í ráðgjöfinni er líka verið að vinna með sjálfsmynd og sjálfstraust, aðstoða við atvinnuleit og aðrar breytingar sem verða óhjákvæmilega á lífi okkar allra. Ráðgjafarnir sinna raunfærnimati þar sem einstaklingar með enga formlega menntun fá mat á þeirri þekkingu sem þeir búa yfir og hafa öðlast í gegnum reynslu sína á vinnumarkaði, áhugamál eða félagsstörf. Reynslan er metin út frá ákveðnum viðmiðum sem má svo nýta í formlega skólakerfinu eða í námsleiðum símenntunarmiðstöðvanna. Sannleikurinn er sá að það er hægt að nýta sér þjónustu náms- og starfsráðgjafa frá barnæsku fram til fullorðinsára, því ráðgjafarnir geta líka aðstoðað einstaklinga sem eru að takast á við starfslok og þær breytingar sem þeim fylgja.Styrkleiki að leita sér aðstoðar Hin síðari ár hefur náms- og starfsframboð aukist mikið og því hefur verið vaxandi þörf fyrir fólk á hinum almenna vinnumarkaði að kanna möguleika og leiðir sem í boði eru til að auka hæfni sína í núverandi starfi eða með starfsþróun í huga. Vinnumarkaðurinn í dag gerir kröfur um að við séum samkeppnishæf og meðvituð um styrkleika okkar. Ráðgjafinn getur aðstoðað einstaklinga við að skoða sig út frá styrkleikum, hæfileikum og áhuga og finna þeim farveg í framhaldinu. Símenntunarmiðstöðvar á landinu hafa sinnt því hlutverki að nálgast hinn almenna launþega sem ekki hefur aflað sér neinnar formlegrar menntunar og kynna aukna námsmöguleika sem í boði eru eða bjóða upp á ráðgjöf í formi upplýsingargjafar, stuðnings, hvatningar eða til að auka færnina við að takast á við breytingar. Það má gera ráð fyrir því að einstaklingar þurfi að velja sér nám og störf nokkrum sinnum á ævinni því vinnumarkaðurinn í dag er síbreytilegur og hraður. Því er nauðsynlegt að vera meðvitaður um hvaða fræðslu og þekkingu maður þarf til að þróast áfram í starfi á sama tíma og maður er meðvitaður um hvaða þekkingu maður býr nú þegar yfir. Stundum erum við sérfræðingar í lífi annarra en áttum okkur ekki á eigin getu og færni og náms- og starfsáðgjafar geta þarna verið mikilvægir brúarsmiðir og verið til staðar fyrir einstaklinga sem vilja skoða möguleika sína í lífinu. Það er styrkleiki að leita sér aðstoðar þegar svörin vantar – eða til að fá staðfestingu á því að maður búi yfir færni á mörgum sviðum en vantað tækifæri eða þor til að nýta þá færni. Við sem þetta skrifum erum sammála því að það eru forréttindi að fá að taka þátt í því að „byggja brýr“ og aðstoða einstaklinga við að víkka út sjóndeildarhringinn því hver veit hvað bíður hinum megin við brúna.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun