Pólitískur rétttrúnaður og hatursorðræða Stefán Karlsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Skorin hefur verið upp herör gegn þeim sem sagðir eru stunda hatursorðræðu, sérstaklega gegn múslímum. Þeir sem telja sig hafa völdin innan orðræðunnar vilja þagga niður í þeim sem ekki fylgja réttu línunni. Þessi forræðishyggja byggist á pólitískum rétttrúnaði. Gagnrýni á hugmyndafræði íslamskra öfgamanna er t.d. bönnuð og henni jafnað við rasisma. Allir hafa hins vegar skotleyfi á vestræna menningararfleifð. Önnur menningarsamfélög en það vestræna eru lofsömuð og litið framhjá feðraveldi, kynþáttahyggju og kúgun sem eru oft fylgifiskar sumra menningarheima. Alið er á sjálfsgagnrýni og sektarvitund Vesturlandabúa. Þetta hefur leitt til fórnarlambsvæðingar minnihlutahópa og menningarlegs sjálfshaturs. Þegar íslamskir bókstafstrúarmenn fremja t.d hryðjuverk hefja menn vægðarlausa sjálfsritskoðun í stað þess að fordæma verknaðinn. Viðkvæðið er: „Höfum við ekki sjálf kallað þetta yfir okkur?“ Þessi afstaða sviptir fólk í fyrrverandi nýlendum og innan minnihlutahópa ábyrgð sem er nýtt form nýlendustefnu. Það þykir ekki nógu þroskað til að bera eigin sekt. Pólitískur rétttrúnaður aðhyllist menningarlega afstæðishyggju. Sett er spurningamerki við mannréttindi og lýðræði sem arfleifð vestrænnar menningar. Hafna ber algildum mælikvörðum varðandi rétt og rangt, gott og illt. Allir lífshættir eru jafn réttháir sem bannar að lagt sé mat á þá út frá siðfræðilegri og þekkingarfræðilegri gagnrýni. Enginn fulltrúi pólitísks rétttrúnaðar myndi samt vilja vera í sporum þess fólks sem verður að búa við sumar þessar siðvenjur, t.d. umskurð kvenna. Þeir krefjast þess að siðvenjur annarra þjóða séu virtir en sjá ekki þjáningar fólksins sem verður að lifa við þær. Áherslan á sérstöðu menningarhópa stríðir gegn réttindum einstaklingsins. Hann er bundinn menningararfleifð sinni og réttindi hans lúta ofurvaldi hópsins. Þetta hefur reist múra milli þjóðfélagshópa og rutt fordómum leið, t.d. vaxandi gyðingahatri. Litið er á menningarhópa sem lokaðar heildir og arfleifð þeirra talin eðlislæg einstaklingunum sem tilheyra þeim. Það sem áður var talið eðlislægt og bundið við kynþætti er nú tengt við menningarheima. Menningarleg kynþáttahyggja hefur leyst þá líffræðilegu af hólmi þar sem áherslan á sérstöðu menningarheima er notuð til að réttlæta aðgreiningu og nýja aðskilnaðarstefnu. Í viðleitni sinni til að þagga niður umræðu um mikilvæg og viðkvæm málefni er pólitískur rétttrúnaður í andstöðu við grunngildi mannréttinda. Með forræðishyggju sinni grefur hann undan sjálfræði og málfrelsi manna. Hann setur tjáningarfrelsinu skorður og kemur á ritskoðun sem er undirbyggð með reglum um hvaða málefni megi fjalla um og hvernig. Hann kemur í veg fyrir opna umræðu þegar svo mikil þörf er á að tekist sé á um mikilvæg málefni á gagnrýninn hátt. Þess í stað er allri gagnrýni mætt með þöggun eða klisjum um kynþáttafordóma eða fælni. Þegar íslamskir bókstafstrúarmenn ráðast á grunngildi vestrænna samfélaga þegja menn þunnu hljóði frekar en að taka þá áhættu að vera kallaðir rasistar. Mannréttindi eru algild og skilyrðislaus. Þau lúta ekki menningu og arfleifð. Þau eru grundvallarréttindi sem standa óháð þeirri menningu sem viðkomandi er hluti af. Þegar þau eru annars vegar á ætíð að setja einstaklinginn og sjálfræði hans yfir heildina. Einstaklingurinn hefur rétt og kröfu til að gagnrýna allt með því að leggja það í dóm skynseminnar og vísindalegrar nálgunar. Þar eru hefðir engin undantekning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Skorin hefur verið upp herör gegn þeim sem sagðir eru stunda hatursorðræðu, sérstaklega gegn múslímum. Þeir sem telja sig hafa völdin innan orðræðunnar vilja þagga niður í þeim sem ekki fylgja réttu línunni. Þessi forræðishyggja byggist á pólitískum rétttrúnaði. Gagnrýni á hugmyndafræði íslamskra öfgamanna er t.d. bönnuð og henni jafnað við rasisma. Allir hafa hins vegar skotleyfi á vestræna menningararfleifð. Önnur menningarsamfélög en það vestræna eru lofsömuð og litið framhjá feðraveldi, kynþáttahyggju og kúgun sem eru oft fylgifiskar sumra menningarheima. Alið er á sjálfsgagnrýni og sektarvitund Vesturlandabúa. Þetta hefur leitt til fórnarlambsvæðingar minnihlutahópa og menningarlegs sjálfshaturs. Þegar íslamskir bókstafstrúarmenn fremja t.d hryðjuverk hefja menn vægðarlausa sjálfsritskoðun í stað þess að fordæma verknaðinn. Viðkvæðið er: „Höfum við ekki sjálf kallað þetta yfir okkur?“ Þessi afstaða sviptir fólk í fyrrverandi nýlendum og innan minnihlutahópa ábyrgð sem er nýtt form nýlendustefnu. Það þykir ekki nógu þroskað til að bera eigin sekt. Pólitískur rétttrúnaður aðhyllist menningarlega afstæðishyggju. Sett er spurningamerki við mannréttindi og lýðræði sem arfleifð vestrænnar menningar. Hafna ber algildum mælikvörðum varðandi rétt og rangt, gott og illt. Allir lífshættir eru jafn réttháir sem bannar að lagt sé mat á þá út frá siðfræðilegri og þekkingarfræðilegri gagnrýni. Enginn fulltrúi pólitísks rétttrúnaðar myndi samt vilja vera í sporum þess fólks sem verður að búa við sumar þessar siðvenjur, t.d. umskurð kvenna. Þeir krefjast þess að siðvenjur annarra þjóða séu virtir en sjá ekki þjáningar fólksins sem verður að lifa við þær. Áherslan á sérstöðu menningarhópa stríðir gegn réttindum einstaklingsins. Hann er bundinn menningararfleifð sinni og réttindi hans lúta ofurvaldi hópsins. Þetta hefur reist múra milli þjóðfélagshópa og rutt fordómum leið, t.d. vaxandi gyðingahatri. Litið er á menningarhópa sem lokaðar heildir og arfleifð þeirra talin eðlislæg einstaklingunum sem tilheyra þeim. Það sem áður var talið eðlislægt og bundið við kynþætti er nú tengt við menningarheima. Menningarleg kynþáttahyggja hefur leyst þá líffræðilegu af hólmi þar sem áherslan á sérstöðu menningarheima er notuð til að réttlæta aðgreiningu og nýja aðskilnaðarstefnu. Í viðleitni sinni til að þagga niður umræðu um mikilvæg og viðkvæm málefni er pólitískur rétttrúnaður í andstöðu við grunngildi mannréttinda. Með forræðishyggju sinni grefur hann undan sjálfræði og málfrelsi manna. Hann setur tjáningarfrelsinu skorður og kemur á ritskoðun sem er undirbyggð með reglum um hvaða málefni megi fjalla um og hvernig. Hann kemur í veg fyrir opna umræðu þegar svo mikil þörf er á að tekist sé á um mikilvæg málefni á gagnrýninn hátt. Þess í stað er allri gagnrýni mætt með þöggun eða klisjum um kynþáttafordóma eða fælni. Þegar íslamskir bókstafstrúarmenn ráðast á grunngildi vestrænna samfélaga þegja menn þunnu hljóði frekar en að taka þá áhættu að vera kallaðir rasistar. Mannréttindi eru algild og skilyrðislaus. Þau lúta ekki menningu og arfleifð. Þau eru grundvallarréttindi sem standa óháð þeirri menningu sem viðkomandi er hluti af. Þegar þau eru annars vegar á ætíð að setja einstaklinginn og sjálfræði hans yfir heildina. Einstaklingurinn hefur rétt og kröfu til að gagnrýna allt með því að leggja það í dóm skynseminnar og vísindalegrar nálgunar. Þar eru hefðir engin undantekning.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun