Pólitískur rétttrúnaður og hatursorðræða Stefán Karlsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Skorin hefur verið upp herör gegn þeim sem sagðir eru stunda hatursorðræðu, sérstaklega gegn múslímum. Þeir sem telja sig hafa völdin innan orðræðunnar vilja þagga niður í þeim sem ekki fylgja réttu línunni. Þessi forræðishyggja byggist á pólitískum rétttrúnaði. Gagnrýni á hugmyndafræði íslamskra öfgamanna er t.d. bönnuð og henni jafnað við rasisma. Allir hafa hins vegar skotleyfi á vestræna menningararfleifð. Önnur menningarsamfélög en það vestræna eru lofsömuð og litið framhjá feðraveldi, kynþáttahyggju og kúgun sem eru oft fylgifiskar sumra menningarheima. Alið er á sjálfsgagnrýni og sektarvitund Vesturlandabúa. Þetta hefur leitt til fórnarlambsvæðingar minnihlutahópa og menningarlegs sjálfshaturs. Þegar íslamskir bókstafstrúarmenn fremja t.d hryðjuverk hefja menn vægðarlausa sjálfsritskoðun í stað þess að fordæma verknaðinn. Viðkvæðið er: „Höfum við ekki sjálf kallað þetta yfir okkur?“ Þessi afstaða sviptir fólk í fyrrverandi nýlendum og innan minnihlutahópa ábyrgð sem er nýtt form nýlendustefnu. Það þykir ekki nógu þroskað til að bera eigin sekt. Pólitískur rétttrúnaður aðhyllist menningarlega afstæðishyggju. Sett er spurningamerki við mannréttindi og lýðræði sem arfleifð vestrænnar menningar. Hafna ber algildum mælikvörðum varðandi rétt og rangt, gott og illt. Allir lífshættir eru jafn réttháir sem bannar að lagt sé mat á þá út frá siðfræðilegri og þekkingarfræðilegri gagnrýni. Enginn fulltrúi pólitísks rétttrúnaðar myndi samt vilja vera í sporum þess fólks sem verður að búa við sumar þessar siðvenjur, t.d. umskurð kvenna. Þeir krefjast þess að siðvenjur annarra þjóða séu virtir en sjá ekki þjáningar fólksins sem verður að lifa við þær. Áherslan á sérstöðu menningarhópa stríðir gegn réttindum einstaklingsins. Hann er bundinn menningararfleifð sinni og réttindi hans lúta ofurvaldi hópsins. Þetta hefur reist múra milli þjóðfélagshópa og rutt fordómum leið, t.d. vaxandi gyðingahatri. Litið er á menningarhópa sem lokaðar heildir og arfleifð þeirra talin eðlislæg einstaklingunum sem tilheyra þeim. Það sem áður var talið eðlislægt og bundið við kynþætti er nú tengt við menningarheima. Menningarleg kynþáttahyggja hefur leyst þá líffræðilegu af hólmi þar sem áherslan á sérstöðu menningarheima er notuð til að réttlæta aðgreiningu og nýja aðskilnaðarstefnu. Í viðleitni sinni til að þagga niður umræðu um mikilvæg og viðkvæm málefni er pólitískur rétttrúnaður í andstöðu við grunngildi mannréttinda. Með forræðishyggju sinni grefur hann undan sjálfræði og málfrelsi manna. Hann setur tjáningarfrelsinu skorður og kemur á ritskoðun sem er undirbyggð með reglum um hvaða málefni megi fjalla um og hvernig. Hann kemur í veg fyrir opna umræðu þegar svo mikil þörf er á að tekist sé á um mikilvæg málefni á gagnrýninn hátt. Þess í stað er allri gagnrýni mætt með þöggun eða klisjum um kynþáttafordóma eða fælni. Þegar íslamskir bókstafstrúarmenn ráðast á grunngildi vestrænna samfélaga þegja menn þunnu hljóði frekar en að taka þá áhættu að vera kallaðir rasistar. Mannréttindi eru algild og skilyrðislaus. Þau lúta ekki menningu og arfleifð. Þau eru grundvallarréttindi sem standa óháð þeirri menningu sem viðkomandi er hluti af. Þegar þau eru annars vegar á ætíð að setja einstaklinginn og sjálfræði hans yfir heildina. Einstaklingurinn hefur rétt og kröfu til að gagnrýna allt með því að leggja það í dóm skynseminnar og vísindalegrar nálgunar. Þar eru hefðir engin undantekning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Skorin hefur verið upp herör gegn þeim sem sagðir eru stunda hatursorðræðu, sérstaklega gegn múslímum. Þeir sem telja sig hafa völdin innan orðræðunnar vilja þagga niður í þeim sem ekki fylgja réttu línunni. Þessi forræðishyggja byggist á pólitískum rétttrúnaði. Gagnrýni á hugmyndafræði íslamskra öfgamanna er t.d. bönnuð og henni jafnað við rasisma. Allir hafa hins vegar skotleyfi á vestræna menningararfleifð. Önnur menningarsamfélög en það vestræna eru lofsömuð og litið framhjá feðraveldi, kynþáttahyggju og kúgun sem eru oft fylgifiskar sumra menningarheima. Alið er á sjálfsgagnrýni og sektarvitund Vesturlandabúa. Þetta hefur leitt til fórnarlambsvæðingar minnihlutahópa og menningarlegs sjálfshaturs. Þegar íslamskir bókstafstrúarmenn fremja t.d hryðjuverk hefja menn vægðarlausa sjálfsritskoðun í stað þess að fordæma verknaðinn. Viðkvæðið er: „Höfum við ekki sjálf kallað þetta yfir okkur?“ Þessi afstaða sviptir fólk í fyrrverandi nýlendum og innan minnihlutahópa ábyrgð sem er nýtt form nýlendustefnu. Það þykir ekki nógu þroskað til að bera eigin sekt. Pólitískur rétttrúnaður aðhyllist menningarlega afstæðishyggju. Sett er spurningamerki við mannréttindi og lýðræði sem arfleifð vestrænnar menningar. Hafna ber algildum mælikvörðum varðandi rétt og rangt, gott og illt. Allir lífshættir eru jafn réttháir sem bannar að lagt sé mat á þá út frá siðfræðilegri og þekkingarfræðilegri gagnrýni. Enginn fulltrúi pólitísks rétttrúnaðar myndi samt vilja vera í sporum þess fólks sem verður að búa við sumar þessar siðvenjur, t.d. umskurð kvenna. Þeir krefjast þess að siðvenjur annarra þjóða séu virtir en sjá ekki þjáningar fólksins sem verður að lifa við þær. Áherslan á sérstöðu menningarhópa stríðir gegn réttindum einstaklingsins. Hann er bundinn menningararfleifð sinni og réttindi hans lúta ofurvaldi hópsins. Þetta hefur reist múra milli þjóðfélagshópa og rutt fordómum leið, t.d. vaxandi gyðingahatri. Litið er á menningarhópa sem lokaðar heildir og arfleifð þeirra talin eðlislæg einstaklingunum sem tilheyra þeim. Það sem áður var talið eðlislægt og bundið við kynþætti er nú tengt við menningarheima. Menningarleg kynþáttahyggja hefur leyst þá líffræðilegu af hólmi þar sem áherslan á sérstöðu menningarheima er notuð til að réttlæta aðgreiningu og nýja aðskilnaðarstefnu. Í viðleitni sinni til að þagga niður umræðu um mikilvæg og viðkvæm málefni er pólitískur rétttrúnaður í andstöðu við grunngildi mannréttinda. Með forræðishyggju sinni grefur hann undan sjálfræði og málfrelsi manna. Hann setur tjáningarfrelsinu skorður og kemur á ritskoðun sem er undirbyggð með reglum um hvaða málefni megi fjalla um og hvernig. Hann kemur í veg fyrir opna umræðu þegar svo mikil þörf er á að tekist sé á um mikilvæg málefni á gagnrýninn hátt. Þess í stað er allri gagnrýni mætt með þöggun eða klisjum um kynþáttafordóma eða fælni. Þegar íslamskir bókstafstrúarmenn ráðast á grunngildi vestrænna samfélaga þegja menn þunnu hljóði frekar en að taka þá áhættu að vera kallaðir rasistar. Mannréttindi eru algild og skilyrðislaus. Þau lúta ekki menningu og arfleifð. Þau eru grundvallarréttindi sem standa óháð þeirri menningu sem viðkomandi er hluti af. Þegar þau eru annars vegar á ætíð að setja einstaklinginn og sjálfræði hans yfir heildina. Einstaklingurinn hefur rétt og kröfu til að gagnrýna allt með því að leggja það í dóm skynseminnar og vísindalegrar nálgunar. Þar eru hefðir engin undantekning.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar