Plastlaus september Elsa Þórey Eysteinsdóttir skrifar 4. september 2017 09:30 Gríðarlegt magn af einnota plasti er urðað eða endar í hafinu sem er mikið áhyggjuefni. Samkvæmt könnun Náttúruverndarsamtaka Íslands á viðhorfi almennings til ástands hafsins frá 2016 hafa 80 prósent Íslendinga miklar áhyggjur af plastmengun í hafinu, og er full ástæða til. Hafið er matarkista okkar en virðist um leið vera okkar ruslakista. Allir sjá að það fer ekki saman. Plastlaus september er árvekniátak sem hvetur fólk til að draga úr notkun á einnota plasti og bendir á leiðir til þess á vefsíðu sinni og Facebook síðu. Einnota plast er einungis notað í nokkrar mínútur, rétt á meðan drukkið er úr glasi eða borðað af diski, svo fer það í ruslið, eða í besta falli í endurvinnslu. Allt plast sem einhvern tíma hefur verið framleitt er þó enn til, það brotnar niður í minni einingar en eyðist ekki. Sum ríki hafa markað sér stefnu til að minnka plastnotkun enda er um að ræða vaxandi vandamál. Við getum sjálf ákveðið að minnka notkun á einnota plasti í okkar daglega lífi. Við getum valið vörur sem pakkað er í annars konar umbúðir, sleppt rörum og lokum þegar við kaupum drykki, farið með eigin ílát í verslanir sem það bjóða, keypt sápustykki í staðinn fyrir brúsa, valið grænmeti sem ekki er pakkað í plast. Áherslan er á einnota plast, engin ástæða er til að henda því plasti sem til er, reynum að nota minna en endurnotum og endurvinnum það plast sem fer um hendur okkar. Fjölmörg ráð er að finna á heimasíðunni plastlausseptember.is Plastlaus september hvetur okkur til að kaupa minna af einnota plasti í september. Við veljum verkefni við hæfi og hvort við tökum þátt í einn dag, eina viku, allan mánuðinn eða til frambúðar. Öll skref í átt að hreinni jörð eru mikilvæg skref hversu stór sem þau eru. Höfundur er líffræðingur, í stjórn plastlauss september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Gríðarlegt magn af einnota plasti er urðað eða endar í hafinu sem er mikið áhyggjuefni. Samkvæmt könnun Náttúruverndarsamtaka Íslands á viðhorfi almennings til ástands hafsins frá 2016 hafa 80 prósent Íslendinga miklar áhyggjur af plastmengun í hafinu, og er full ástæða til. Hafið er matarkista okkar en virðist um leið vera okkar ruslakista. Allir sjá að það fer ekki saman. Plastlaus september er árvekniátak sem hvetur fólk til að draga úr notkun á einnota plasti og bendir á leiðir til þess á vefsíðu sinni og Facebook síðu. Einnota plast er einungis notað í nokkrar mínútur, rétt á meðan drukkið er úr glasi eða borðað af diski, svo fer það í ruslið, eða í besta falli í endurvinnslu. Allt plast sem einhvern tíma hefur verið framleitt er þó enn til, það brotnar niður í minni einingar en eyðist ekki. Sum ríki hafa markað sér stefnu til að minnka plastnotkun enda er um að ræða vaxandi vandamál. Við getum sjálf ákveðið að minnka notkun á einnota plasti í okkar daglega lífi. Við getum valið vörur sem pakkað er í annars konar umbúðir, sleppt rörum og lokum þegar við kaupum drykki, farið með eigin ílát í verslanir sem það bjóða, keypt sápustykki í staðinn fyrir brúsa, valið grænmeti sem ekki er pakkað í plast. Áherslan er á einnota plast, engin ástæða er til að henda því plasti sem til er, reynum að nota minna en endurnotum og endurvinnum það plast sem fer um hendur okkar. Fjölmörg ráð er að finna á heimasíðunni plastlausseptember.is Plastlaus september hvetur okkur til að kaupa minna af einnota plasti í september. Við veljum verkefni við hæfi og hvort við tökum þátt í einn dag, eina viku, allan mánuðinn eða til frambúðar. Öll skref í átt að hreinni jörð eru mikilvæg skref hversu stór sem þau eru. Höfundur er líffræðingur, í stjórn plastlauss september.
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar