Listamannalaun – hví þessi læti? Guðmundur Edgarsson skrifar 13. janúar 2017 07:00 Nú er í gangi hin árlega umræða um listamannalaunin. Nokkur hundruð listamenn fengu nefnilega úthlutað styrk úr listamannasjóði fyrir nokkru. Allmargir, sér í lagi frjálshyggjumenn, keppast við að gagnrýna þessa styrki og telja að listamenn eigi að vera sjálfum sér nógir með sölu á sínum verkum en ekki reiða sig á fjárstuðning frá ríkinu. Þótt taka megi undir þessar gagnrýnisraddir er mikilvægt að halda sig við prinsippin en hamast ekki á einum tilteknum hópi fremur en öðrum. Hvað með aðra þá er þiggja fjárstyrki úr ríkissjóði eins og afreksfólk í íþróttum (Afreksmannasjóður) eða frumkvöðla úr tæknigeiranum (Tækniþróunarsjóður)? Geta þessir hópar ekki einnig verið sjálfum sér nægir og reitt sig á tekjur af sinni vinnu á markaði eða frjáls framlög? Af hverju fá slíkir hópar frið fyrir þeirri linnulausu gagnrýni sem listamenn þurfa iðulega að þola?List skapar líka verðmæti Vera má að skýringin á hinum neikvæðu viðbrögðum sumra gagnvart ríkisstyrkjum til listamanna felist í þeirri mýtu, að þeir skapi ekki raunveruleg verðmæti fyrir þjóðfélagið líkt og t.d. íþróttamenn eða frumkvöðlar. Þetta er vitaskuld alrangt. Listsköpun hér á landi nemur nefnilega verulegu hlutfalli af þjóðarframleiðslu. Stærðargráðan er vel á annað hundrað milljarða. Ekki nóg með það, langstærsti hlutinn kemur frá hinum frjálsa markaði, ekki í formi niðurgreiðslna hins opinbera. Við frelsisunnendur og talsmenn markaðslausna verðum því að gæta samræmis í máli okkar og ekki fara hamförum gagnvart einum hópi ríkisstyrkþega á meðan fjölmargir aðrir hópar njóta sams konar fjárstuðnings gagnrýnislaust. Segjum einfaldlega: Ríkið á ekki að styrkja eða veðja á einhverja tiltekna íþróttamenn, frumkvöðla eða listamenn fremur en aðra. Markaðurinn á alfarið að sjá um slíkt í umhverfi þar sem sköttum og öðrum viðskiptahindrunum er haldið í lágmarki. Markaðurinn talar nefnilega skýrt: þeim er refsað sem fást við iðju sem þeir ráða illa við og beint annað; hinum er hampað og hvattir til enn frekari dáða. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Listamannalaun Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Sjá meira
Nú er í gangi hin árlega umræða um listamannalaunin. Nokkur hundruð listamenn fengu nefnilega úthlutað styrk úr listamannasjóði fyrir nokkru. Allmargir, sér í lagi frjálshyggjumenn, keppast við að gagnrýna þessa styrki og telja að listamenn eigi að vera sjálfum sér nógir með sölu á sínum verkum en ekki reiða sig á fjárstuðning frá ríkinu. Þótt taka megi undir þessar gagnrýnisraddir er mikilvægt að halda sig við prinsippin en hamast ekki á einum tilteknum hópi fremur en öðrum. Hvað með aðra þá er þiggja fjárstyrki úr ríkissjóði eins og afreksfólk í íþróttum (Afreksmannasjóður) eða frumkvöðla úr tæknigeiranum (Tækniþróunarsjóður)? Geta þessir hópar ekki einnig verið sjálfum sér nægir og reitt sig á tekjur af sinni vinnu á markaði eða frjáls framlög? Af hverju fá slíkir hópar frið fyrir þeirri linnulausu gagnrýni sem listamenn þurfa iðulega að þola?List skapar líka verðmæti Vera má að skýringin á hinum neikvæðu viðbrögðum sumra gagnvart ríkisstyrkjum til listamanna felist í þeirri mýtu, að þeir skapi ekki raunveruleg verðmæti fyrir þjóðfélagið líkt og t.d. íþróttamenn eða frumkvöðlar. Þetta er vitaskuld alrangt. Listsköpun hér á landi nemur nefnilega verulegu hlutfalli af þjóðarframleiðslu. Stærðargráðan er vel á annað hundrað milljarða. Ekki nóg með það, langstærsti hlutinn kemur frá hinum frjálsa markaði, ekki í formi niðurgreiðslna hins opinbera. Við frelsisunnendur og talsmenn markaðslausna verðum því að gæta samræmis í máli okkar og ekki fara hamförum gagnvart einum hópi ríkisstyrkþega á meðan fjölmargir aðrir hópar njóta sams konar fjárstuðnings gagnrýnislaust. Segjum einfaldlega: Ríkið á ekki að styrkja eða veðja á einhverja tiltekna íþróttamenn, frumkvöðla eða listamenn fremur en aðra. Markaðurinn á alfarið að sjá um slíkt í umhverfi þar sem sköttum og öðrum viðskiptahindrunum er haldið í lágmarki. Markaðurinn talar nefnilega skýrt: þeim er refsað sem fást við iðju sem þeir ráða illa við og beint annað; hinum er hampað og hvattir til enn frekari dáða. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun