Persónuafsláttur hefur ekki haldið verðgildi sínu Helga Jónsdóttir og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir skrifar 10. október 2017 07:00 Nú á dögunum kom út skýrsla hagdeildar ASÍ um þróun á skattbyrði launafólks á Íslandi á árunum 1998-2016. Í skýrslunni kemur fram að ein af meginástæðum þess að skattbyrði hafi aukist í öllum tekjuhópum sé að persónuafsláttur hafi ekki fylgt launaþróun sem valdi því að skattbyrði lægri launa hafi aukist mest en að auki hafi stuðningur vaxtabóta- og húsaleigubótakerfisins minnkað og að íslenska barnabótakerfið sé veikt. Í lokaverkefni til ML-gráðu í lögfræði sem unnin var 2014-2015 voru m.a. skoðuð þau áhrif sem sílækkandi persónuafsláttur hefur haft á kjör elli- og örorkulífeyrisþega frá upptöku staðgreiðslu 1988. Þar kemst höfundur að þeirri niðurstöðu að ekki einungis hafi persónuafslátturinn ekki haldið verðgildi sínu heldur greiði þeir lakar settu sífellt hærri hluta tekna sinna í staðgreiðslu. Þann 1. janúar 1988 var horfið frá eldra skattkerfi með ýmsum frádráttarheimildum fyrir einstaklinga og í þess stað komið á staðgreiðslukerfi. Eitt af því sem lá fyrir var að persónuafsláttur skyldi að fullu koma í stað þeirra frádráttarheimilda sem heimilaðar höfðu verið. Var þar sérstaklega litið til þess að kjör elli- og örorkulífeyrisþega skertust ekki. Í greinargerð með frumvarpi til staðgreiðslulaga kom fram að þrátt fyrir að allar tekjur lífeyrisþega yrðu skattskyldar þá myndi það ekki leiða til hærri skattbyrði. Aukinn persónuafsláttur varð til þess að einungis verulegar tekjur lífeyrisþega annars staðar frá leiddu til skattgreiðslu þeirra. Við upphaf staðgreiðslu 1988 var persónuafslátturinn það hár að lífeyrisþegi sem fékk einungis elli- og örorkulífeyri frá almannatryggingum gat haft rúmlega þrefalda þá upphæð í tekjur annars staðar frá, t.d. lífeyrissjóði, áður en skattleysismörkum var náð. Upphaflega var persónuafslátturinn tengdur lánskjaravísitölu og hækkaði tvisvar á ári í samræmi við hana og átti það að tryggja að persónuafslátturinn héldi verðgildi sínu. Hins vegar hefur upphæð persónuafsláttar að mestu verið handstýrt síðan 1995. Árið 2000 var svo komið að lífeyrisþegar voru farnir að taka þátt í greiðslu útsvars og á árinu 2007 greiddu þeir allt útsvar sitt og tekjuskatt til ríkisins. Í dag er persónuafsláttur 52.907 kr. á mánuði og greiða lífeyrisþegar tæp 14% af óskertum lífeyri almannatrygginga og fullan skatt af öðrum tekjum sínum. Hlutfallið er 18% ef tekinn er óskertur lífeyrir með heimilisuppbót.Mest áhrif á þá tekjulægstu Persónuafsláttur í dag er kr. 52.907 kr. en væri 62.121 kr. ef afslátturinn hefði verið uppreiknaður miðað við neysluverðsvísitölu frá upptöku staðgreiðslu. Hins vegar hefur borið nokkuð á þeirri umræðu að réttast hefði verið að láta afsláttinn fylgja launavísitölu sem var tekin upp 1989. Launavísitalan var sett 100 stig í desember 1988, og var komin í 592,2 stig í desember 2016. Í upphafi árs 1989 var persónuafsláttur kr. 17.842 á mánuði og væri því, ef hann hefði fylgt launavísitölu, kr. 105.660 á mánuði vegna ársins 2017 og skattleysismörk nú kr. 286.032 á mánuði. Þess í stað eru mánaðartekjur umfram 142 þús. kr. skattlagðar. Einstaklingur með 180 þús. kr. tekjur á mánuði er að greiða 13 þús. kr. í staðgreiðslu. Persónuafsláttur hefur mest áhrif á þá tekjulægstu þar sem um fasta upphæð er að ræða. Því yrði veruleg hækkun hans mikil kjarabót fyrir lágtekjufólk. Ekki má gleyma því að persónuafsláttur, sem ákvarðaður var við upptöku staðgreiðslu 1988, var ekki gjöf frá ríkisvaldinu heldur var hann það gjald sem ríkið galt í skiptum fyrir þær frádráttarheimildir sem fyrir hendi voru í eldra skattkerfi. Hinn nýi persónuafsláttur átti að tryggja að dreifing skattbyrðar raskaðist ekki sem neinu næmi við umskiptin og að lífeyrisþegar bæru ekki skarðan hlut frá borði. Því miður hafa ríkisstjórnir frá 1995 ekki borið gæfu til þess, eins og dæmin hér að ofan sýna, að gæta þess að persónuafsláttur héldi að fullu verðgildi sínu. Helga Jónsdóttir er ML frá Háskólanum á Bifröst.Sigríður Hanna Ingólfsdóttir er félagsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú á dögunum kom út skýrsla hagdeildar ASÍ um þróun á skattbyrði launafólks á Íslandi á árunum 1998-2016. Í skýrslunni kemur fram að ein af meginástæðum þess að skattbyrði hafi aukist í öllum tekjuhópum sé að persónuafsláttur hafi ekki fylgt launaþróun sem valdi því að skattbyrði lægri launa hafi aukist mest en að auki hafi stuðningur vaxtabóta- og húsaleigubótakerfisins minnkað og að íslenska barnabótakerfið sé veikt. Í lokaverkefni til ML-gráðu í lögfræði sem unnin var 2014-2015 voru m.a. skoðuð þau áhrif sem sílækkandi persónuafsláttur hefur haft á kjör elli- og örorkulífeyrisþega frá upptöku staðgreiðslu 1988. Þar kemst höfundur að þeirri niðurstöðu að ekki einungis hafi persónuafslátturinn ekki haldið verðgildi sínu heldur greiði þeir lakar settu sífellt hærri hluta tekna sinna í staðgreiðslu. Þann 1. janúar 1988 var horfið frá eldra skattkerfi með ýmsum frádráttarheimildum fyrir einstaklinga og í þess stað komið á staðgreiðslukerfi. Eitt af því sem lá fyrir var að persónuafsláttur skyldi að fullu koma í stað þeirra frádráttarheimilda sem heimilaðar höfðu verið. Var þar sérstaklega litið til þess að kjör elli- og örorkulífeyrisþega skertust ekki. Í greinargerð með frumvarpi til staðgreiðslulaga kom fram að þrátt fyrir að allar tekjur lífeyrisþega yrðu skattskyldar þá myndi það ekki leiða til hærri skattbyrði. Aukinn persónuafsláttur varð til þess að einungis verulegar tekjur lífeyrisþega annars staðar frá leiddu til skattgreiðslu þeirra. Við upphaf staðgreiðslu 1988 var persónuafslátturinn það hár að lífeyrisþegi sem fékk einungis elli- og örorkulífeyri frá almannatryggingum gat haft rúmlega þrefalda þá upphæð í tekjur annars staðar frá, t.d. lífeyrissjóði, áður en skattleysismörkum var náð. Upphaflega var persónuafslátturinn tengdur lánskjaravísitölu og hækkaði tvisvar á ári í samræmi við hana og átti það að tryggja að persónuafslátturinn héldi verðgildi sínu. Hins vegar hefur upphæð persónuafsláttar að mestu verið handstýrt síðan 1995. Árið 2000 var svo komið að lífeyrisþegar voru farnir að taka þátt í greiðslu útsvars og á árinu 2007 greiddu þeir allt útsvar sitt og tekjuskatt til ríkisins. Í dag er persónuafsláttur 52.907 kr. á mánuði og greiða lífeyrisþegar tæp 14% af óskertum lífeyri almannatrygginga og fullan skatt af öðrum tekjum sínum. Hlutfallið er 18% ef tekinn er óskertur lífeyrir með heimilisuppbót.Mest áhrif á þá tekjulægstu Persónuafsláttur í dag er kr. 52.907 kr. en væri 62.121 kr. ef afslátturinn hefði verið uppreiknaður miðað við neysluverðsvísitölu frá upptöku staðgreiðslu. Hins vegar hefur borið nokkuð á þeirri umræðu að réttast hefði verið að láta afsláttinn fylgja launavísitölu sem var tekin upp 1989. Launavísitalan var sett 100 stig í desember 1988, og var komin í 592,2 stig í desember 2016. Í upphafi árs 1989 var persónuafsláttur kr. 17.842 á mánuði og væri því, ef hann hefði fylgt launavísitölu, kr. 105.660 á mánuði vegna ársins 2017 og skattleysismörk nú kr. 286.032 á mánuði. Þess í stað eru mánaðartekjur umfram 142 þús. kr. skattlagðar. Einstaklingur með 180 þús. kr. tekjur á mánuði er að greiða 13 þús. kr. í staðgreiðslu. Persónuafsláttur hefur mest áhrif á þá tekjulægstu þar sem um fasta upphæð er að ræða. Því yrði veruleg hækkun hans mikil kjarabót fyrir lágtekjufólk. Ekki má gleyma því að persónuafsláttur, sem ákvarðaður var við upptöku staðgreiðslu 1988, var ekki gjöf frá ríkisvaldinu heldur var hann það gjald sem ríkið galt í skiptum fyrir þær frádráttarheimildir sem fyrir hendi voru í eldra skattkerfi. Hinn nýi persónuafsláttur átti að tryggja að dreifing skattbyrðar raskaðist ekki sem neinu næmi við umskiptin og að lífeyrisþegar bæru ekki skarðan hlut frá borði. Því miður hafa ríkisstjórnir frá 1995 ekki borið gæfu til þess, eins og dæmin hér að ofan sýna, að gæta þess að persónuafsláttur héldi að fullu verðgildi sínu. Helga Jónsdóttir er ML frá Háskólanum á Bifröst.Sigríður Hanna Ingólfsdóttir er félagsráðgjafi.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar