Tvöföld málsmeðferð/refsing Vala Valtýsdóttir skrifar 24. maí 2017 07:00 Nú nýverið komst Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið á mannréttindum tveggja einstaklinga þar sem meðferð skattalagabrota þeirra bryti gegn banni við endurtekinni málsmeðferð. Fengu þeir bætur vegna ófjárhagslegs tjóns, 5.000 evrur hvor um sig. Í niðurstöðu dómsins segir að þar sem einstaklingarnir hafi ekki greitt dæmda sekt þá hafi þeir ekki orðið fyrir neinu fjárhagslegu tjón. Hins vegar komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að bæta þyrfti þeim ófjárhagslegt tjón/miskabætur að fjárhæð 5.000 evrur vegna þess óréttlætis og gremju sem þeir hljóta að hafa fundið fyrir. Af lestri dómsins þykir ljóst að fyrst og fremst er dómstóllinn að hnýta í hversu langan tíma málsmeðferðin tók. Þannig liggur fyrir að rannsókn á skattskilum annars einstaklingsins hófst 17. nóvember 2003 og í raun lauk þeirri málsmeðferð með dómi Hæstaréttar 7. febrúar 2013. Málsmeðferð skattamálsins tók því samtals um níu ár og þrjá mánuði. Skattrannsóknarstjóri rannsakaði skattamálið í byrjun og var álagning skattyfirvalda byggð á þeirri rannsókn sem lauk með skýrslu 27. október 2004. Í framhaldi af því, eða 12. nóvember 2004, sendi skattrannsóknarstjóri skýrslu sína til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra til opinberrar meðferðar þar sem um veruleg skattsvik væri að ræða. Í ágúst 2006 var voru einstaklingarnir fyrst boðaðir í skýrslutöku hjá ríkislögreglustjóra. Þannig liðu um tvö ár frá því málinu lauk hjá skattyfirvöldum þar til ríkislögreglustjóri hóf seinni rannsóknina á sama málinu. Það var síðan ekki fyrr en 18. desember 2008 sem gefnar voru út ákærur á hendur þeim fyrir veruleg skattalagabrot. Þann 9. desember 2011 dæmdi héraðsómur einstaklingana fyrir veruleg skattabrot sem Hæstiréttur staðfesti síðan að mestu leyti 7. febrúar 2013. Í dómi Hæstaréttar var tekið tillit til þess hversu langan tíma málið tók og auk þess álags í álagningarmáli hjá skattyfirvöldum. Af lestri dóms Mannréttindadómstólsins verður ekki annað skilið en að það sé fyrst og fremst fundið að því að málið dróst úr hömlu vegna tvöfaldrar rannsóknar, þ.e. fyrst hjá skattrannsóknarstjóra og síðan hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að þar sem einstaklingarnir höfðu ekki greitt þær sektir sem Hæstiréttur hafði úrskurðað um þá hefðu þeir ekki orðið fyrir fjárhagslegu tjóni. Vegna þessa var ekki úrskurðað um hvort íslensk lög brytu í bága við banni um tvöfalda refsingu. Það er miður að ekki hafi fengist skýr niðurstaða um hvort álag hjá skattyfirvöldum valdi því að dómstólar geti ekki lagt á sektir vegna alvarlegra skattalagabrota, vegna banns við tvöfaldri refsingu, og verðum við því enn að bíða dóms um það.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Nú nýverið komst Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið á mannréttindum tveggja einstaklinga þar sem meðferð skattalagabrota þeirra bryti gegn banni við endurtekinni málsmeðferð. Fengu þeir bætur vegna ófjárhagslegs tjóns, 5.000 evrur hvor um sig. Í niðurstöðu dómsins segir að þar sem einstaklingarnir hafi ekki greitt dæmda sekt þá hafi þeir ekki orðið fyrir neinu fjárhagslegu tjón. Hins vegar komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að bæta þyrfti þeim ófjárhagslegt tjón/miskabætur að fjárhæð 5.000 evrur vegna þess óréttlætis og gremju sem þeir hljóta að hafa fundið fyrir. Af lestri dómsins þykir ljóst að fyrst og fremst er dómstóllinn að hnýta í hversu langan tíma málsmeðferðin tók. Þannig liggur fyrir að rannsókn á skattskilum annars einstaklingsins hófst 17. nóvember 2003 og í raun lauk þeirri málsmeðferð með dómi Hæstaréttar 7. febrúar 2013. Málsmeðferð skattamálsins tók því samtals um níu ár og þrjá mánuði. Skattrannsóknarstjóri rannsakaði skattamálið í byrjun og var álagning skattyfirvalda byggð á þeirri rannsókn sem lauk með skýrslu 27. október 2004. Í framhaldi af því, eða 12. nóvember 2004, sendi skattrannsóknarstjóri skýrslu sína til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra til opinberrar meðferðar þar sem um veruleg skattsvik væri að ræða. Í ágúst 2006 var voru einstaklingarnir fyrst boðaðir í skýrslutöku hjá ríkislögreglustjóra. Þannig liðu um tvö ár frá því málinu lauk hjá skattyfirvöldum þar til ríkislögreglustjóri hóf seinni rannsóknina á sama málinu. Það var síðan ekki fyrr en 18. desember 2008 sem gefnar voru út ákærur á hendur þeim fyrir veruleg skattalagabrot. Þann 9. desember 2011 dæmdi héraðsómur einstaklingana fyrir veruleg skattabrot sem Hæstiréttur staðfesti síðan að mestu leyti 7. febrúar 2013. Í dómi Hæstaréttar var tekið tillit til þess hversu langan tíma málið tók og auk þess álags í álagningarmáli hjá skattyfirvöldum. Af lestri dóms Mannréttindadómstólsins verður ekki annað skilið en að það sé fyrst og fremst fundið að því að málið dróst úr hömlu vegna tvöfaldrar rannsóknar, þ.e. fyrst hjá skattrannsóknarstjóra og síðan hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að þar sem einstaklingarnir höfðu ekki greitt þær sektir sem Hæstiréttur hafði úrskurðað um þá hefðu þeir ekki orðið fyrir fjárhagslegu tjóni. Vegna þessa var ekki úrskurðað um hvort íslensk lög brytu í bága við banni um tvöfalda refsingu. Það er miður að ekki hafi fengist skýr niðurstaða um hvort álag hjá skattyfirvöldum valdi því að dómstólar geti ekki lagt á sektir vegna alvarlegra skattalagabrota, vegna banns við tvöfaldri refsingu, og verðum við því enn að bíða dóms um það.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar