Ford Mustang er mest seldi sportbíllinn í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 24. maí 2017 10:14 Ford Mustang að brenna gúmmíi. Sá sportbíll sem mest selst í Evrópu er ekki evrópskur, heldur bandarískur. Það er hinn goðsagnarkenndi Ford Mustang sem seldist í 15.000 eintökum í álfunni á síðasta ári. Ford Mustang er seldur í 140 löndum um heim allan og seldi Ford 150.000 eintök af bílnum um allan heim í fyrra. Mustang seldist best í Bretlandi af öllum löndum Evrópu í fyrra, eða í 4.500 eintökum. Hann er söluhæsti sportbíllinn í Frakklandi, Svíþjóð, Póllandi, Tékklandi, Ungverjalandi, Rúmeníu, Finnlandi og í Grikklandi. Hann er líka mest seldi sportbíllinn í Kína, en þar jókst sala hans um 74% á milli áranna 2015 og 2016. Á fyrstu þremur mánuðunum í þessu ári hefur Mustang selst í 3.600 eintökum í Evrópu og samkvæmt því er salan ekki að vaxa í ár, en ef sala hans er margfölduð út árið má búast við 14.400 bíla sölu í Evrópu í ár. Alls seldust 45.000 Mustang bílar utan Bandaríkjanna og Kanada í fyrra og því seldust 105.000 Mustang bílar í N-Ameríku í fyrra. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent
Sá sportbíll sem mest selst í Evrópu er ekki evrópskur, heldur bandarískur. Það er hinn goðsagnarkenndi Ford Mustang sem seldist í 15.000 eintökum í álfunni á síðasta ári. Ford Mustang er seldur í 140 löndum um heim allan og seldi Ford 150.000 eintök af bílnum um allan heim í fyrra. Mustang seldist best í Bretlandi af öllum löndum Evrópu í fyrra, eða í 4.500 eintökum. Hann er söluhæsti sportbíllinn í Frakklandi, Svíþjóð, Póllandi, Tékklandi, Ungverjalandi, Rúmeníu, Finnlandi og í Grikklandi. Hann er líka mest seldi sportbíllinn í Kína, en þar jókst sala hans um 74% á milli áranna 2015 og 2016. Á fyrstu þremur mánuðunum í þessu ári hefur Mustang selst í 3.600 eintökum í Evrópu og samkvæmt því er salan ekki að vaxa í ár, en ef sala hans er margfölduð út árið má búast við 14.400 bíla sölu í Evrópu í ár. Alls seldust 45.000 Mustang bílar utan Bandaríkjanna og Kanada í fyrra og því seldust 105.000 Mustang bílar í N-Ameríku í fyrra.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent