Ég bý til ofurhetjur Andri Rafn Ottesen skrifar 24. maí 2017 10:38 Sem kennaranemi get ég fullyrt að algeng viðbrögð fólks við því að heyra um einhvern í kennaranámi eða kennarastarfi eru athugasemdir sem snúa að lengd námsins og launum starfsins. Fólk er ekki mikið að horfa á það góða sem starfið hefur fram á að færa þar sem það er mikið auðveldara að velta sér upp úr því neikvæða frekar en að fagna því jákvæða. Það er nefnilega mikil ráðgáta í mínum huga af hverju það eru ekki fleiri sem vilja vinna við það að móta framtíðina okkar. Kennarastarfið er lifandi, gefandi og skemmtilegur vinnustaður. Það að fá að taka þátt í að móta framtíð barna og unglinga í grunnskólum er spennandi áskorun, sérstaklega þegar við vitum ekki einu sinni hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Hugsið ykkur bara, börnin sem byrja í 1. bekk í haust verða komin á ellilífeyri árið 2078. Hvernig ætli samfélagið eigi eftir að líta út þá og hvernig getum við undirbúið börn og unglinga sem best fyrir framtíðina? Í dag er undirbúningur menntakerfisins nánast eins og færiband fyrir atvinnulífið. Það er lögð áhersla á stærðfræði og móðurmálið og restin fylgir svo einhvern veginn á eftir. Nemendur eru steyptir í sama form og skilað inn í samfélagið sem fyrst til að skila sínu. Samfélaginu er að verða sama um þá nemendur sem hætta eða falla úr framhaldsskólum, sem er um 30% samkvæmt mínum heimildum. Er þetta réttur undirbúningur fyrir framtíðina? Svarið er einfalt, nei! Að mínu mati byggjum við ekki örugga framtíð á því að útskrifa alla gegnum sama formið. Ég tel að besta leiðin sé að byggja upp sterka einstaklinga sem hafa trú á sjálfum sér. Á sama tíma og við byggjum upp kunnáttu og þekkingu á efninu þurfum við líka að efla sjálfstraust nemenda. Hlutverk kennara er ekki að mata upplýsingar, heldur að kveikja áhuga og forvitni og skapa umhverfi þar sem allir fá að vaxa. Nemendur eiga að geta nýtt styrkleika sína, láta veikleika sína ekki stöðva sig, vera óhræddir við að gera mistök og missa aldrei trúnna á sjálfum sér. Þegar nemendum finnst þeir vera að lenda á botninum og sjá engar lausnir er það kennarinn sem verður að rétta þeim hjálparhönd, klappa á bakið og ýta þeim áfram. Á endanum búum við til einstaklinga sem standa alltaf upp í hvert skipti sem þeir eru kýldir niður og láta ekkert stöðva sig. Hæfileikar barna eru oft faldir og þurfa tíma til að þroskast og þróast og því verður að gefa þeim tíma til að finna þá. Hversu björt og kraftmikil væri framtíðin okkar ef við ættum nemendur sem væru óhræddir við að taka áhættu og óhræddir við að segja skoðanir sínar og hugsanir. Hvert einasta barn á skilið kennara sem hefur trú á þeim, gefst aldrei upp á þeim og ýtir ávallt við nemendum sínum til að ná fram því mesta og besta úr hverjum og einum. Næst þegar þú munt hitta mig úti á götu og spyrja hvað ég sé að læra eða hvað ég ætla að vinna við, þá ætla ég að segja þér sannleikann. Ég bý til ofurhetjur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Sjá meira
Sem kennaranemi get ég fullyrt að algeng viðbrögð fólks við því að heyra um einhvern í kennaranámi eða kennarastarfi eru athugasemdir sem snúa að lengd námsins og launum starfsins. Fólk er ekki mikið að horfa á það góða sem starfið hefur fram á að færa þar sem það er mikið auðveldara að velta sér upp úr því neikvæða frekar en að fagna því jákvæða. Það er nefnilega mikil ráðgáta í mínum huga af hverju það eru ekki fleiri sem vilja vinna við það að móta framtíðina okkar. Kennarastarfið er lifandi, gefandi og skemmtilegur vinnustaður. Það að fá að taka þátt í að móta framtíð barna og unglinga í grunnskólum er spennandi áskorun, sérstaklega þegar við vitum ekki einu sinni hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Hugsið ykkur bara, börnin sem byrja í 1. bekk í haust verða komin á ellilífeyri árið 2078. Hvernig ætli samfélagið eigi eftir að líta út þá og hvernig getum við undirbúið börn og unglinga sem best fyrir framtíðina? Í dag er undirbúningur menntakerfisins nánast eins og færiband fyrir atvinnulífið. Það er lögð áhersla á stærðfræði og móðurmálið og restin fylgir svo einhvern veginn á eftir. Nemendur eru steyptir í sama form og skilað inn í samfélagið sem fyrst til að skila sínu. Samfélaginu er að verða sama um þá nemendur sem hætta eða falla úr framhaldsskólum, sem er um 30% samkvæmt mínum heimildum. Er þetta réttur undirbúningur fyrir framtíðina? Svarið er einfalt, nei! Að mínu mati byggjum við ekki örugga framtíð á því að útskrifa alla gegnum sama formið. Ég tel að besta leiðin sé að byggja upp sterka einstaklinga sem hafa trú á sjálfum sér. Á sama tíma og við byggjum upp kunnáttu og þekkingu á efninu þurfum við líka að efla sjálfstraust nemenda. Hlutverk kennara er ekki að mata upplýsingar, heldur að kveikja áhuga og forvitni og skapa umhverfi þar sem allir fá að vaxa. Nemendur eiga að geta nýtt styrkleika sína, láta veikleika sína ekki stöðva sig, vera óhræddir við að gera mistök og missa aldrei trúnna á sjálfum sér. Þegar nemendum finnst þeir vera að lenda á botninum og sjá engar lausnir er það kennarinn sem verður að rétta þeim hjálparhönd, klappa á bakið og ýta þeim áfram. Á endanum búum við til einstaklinga sem standa alltaf upp í hvert skipti sem þeir eru kýldir niður og láta ekkert stöðva sig. Hæfileikar barna eru oft faldir og þurfa tíma til að þroskast og þróast og því verður að gefa þeim tíma til að finna þá. Hversu björt og kraftmikil væri framtíðin okkar ef við ættum nemendur sem væru óhræddir við að taka áhættu og óhræddir við að segja skoðanir sínar og hugsanir. Hvert einasta barn á skilið kennara sem hefur trú á þeim, gefst aldrei upp á þeim og ýtir ávallt við nemendum sínum til að ná fram því mesta og besta úr hverjum og einum. Næst þegar þú munt hitta mig úti á götu og spyrja hvað ég sé að læra eða hvað ég ætla að vinna við, þá ætla ég að segja þér sannleikann. Ég bý til ofurhetjur!
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar