Ég bý til ofurhetjur Andri Rafn Ottesen skrifar 24. maí 2017 10:38 Sem kennaranemi get ég fullyrt að algeng viðbrögð fólks við því að heyra um einhvern í kennaranámi eða kennarastarfi eru athugasemdir sem snúa að lengd námsins og launum starfsins. Fólk er ekki mikið að horfa á það góða sem starfið hefur fram á að færa þar sem það er mikið auðveldara að velta sér upp úr því neikvæða frekar en að fagna því jákvæða. Það er nefnilega mikil ráðgáta í mínum huga af hverju það eru ekki fleiri sem vilja vinna við það að móta framtíðina okkar. Kennarastarfið er lifandi, gefandi og skemmtilegur vinnustaður. Það að fá að taka þátt í að móta framtíð barna og unglinga í grunnskólum er spennandi áskorun, sérstaklega þegar við vitum ekki einu sinni hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Hugsið ykkur bara, börnin sem byrja í 1. bekk í haust verða komin á ellilífeyri árið 2078. Hvernig ætli samfélagið eigi eftir að líta út þá og hvernig getum við undirbúið börn og unglinga sem best fyrir framtíðina? Í dag er undirbúningur menntakerfisins nánast eins og færiband fyrir atvinnulífið. Það er lögð áhersla á stærðfræði og móðurmálið og restin fylgir svo einhvern veginn á eftir. Nemendur eru steyptir í sama form og skilað inn í samfélagið sem fyrst til að skila sínu. Samfélaginu er að verða sama um þá nemendur sem hætta eða falla úr framhaldsskólum, sem er um 30% samkvæmt mínum heimildum. Er þetta réttur undirbúningur fyrir framtíðina? Svarið er einfalt, nei! Að mínu mati byggjum við ekki örugga framtíð á því að útskrifa alla gegnum sama formið. Ég tel að besta leiðin sé að byggja upp sterka einstaklinga sem hafa trú á sjálfum sér. Á sama tíma og við byggjum upp kunnáttu og þekkingu á efninu þurfum við líka að efla sjálfstraust nemenda. Hlutverk kennara er ekki að mata upplýsingar, heldur að kveikja áhuga og forvitni og skapa umhverfi þar sem allir fá að vaxa. Nemendur eiga að geta nýtt styrkleika sína, láta veikleika sína ekki stöðva sig, vera óhræddir við að gera mistök og missa aldrei trúnna á sjálfum sér. Þegar nemendum finnst þeir vera að lenda á botninum og sjá engar lausnir er það kennarinn sem verður að rétta þeim hjálparhönd, klappa á bakið og ýta þeim áfram. Á endanum búum við til einstaklinga sem standa alltaf upp í hvert skipti sem þeir eru kýldir niður og láta ekkert stöðva sig. Hæfileikar barna eru oft faldir og þurfa tíma til að þroskast og þróast og því verður að gefa þeim tíma til að finna þá. Hversu björt og kraftmikil væri framtíðin okkar ef við ættum nemendur sem væru óhræddir við að taka áhættu og óhræddir við að segja skoðanir sínar og hugsanir. Hvert einasta barn á skilið kennara sem hefur trú á þeim, gefst aldrei upp á þeim og ýtir ávallt við nemendum sínum til að ná fram því mesta og besta úr hverjum og einum. Næst þegar þú munt hitta mig úti á götu og spyrja hvað ég sé að læra eða hvað ég ætla að vinna við, þá ætla ég að segja þér sannleikann. Ég bý til ofurhetjur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Sem kennaranemi get ég fullyrt að algeng viðbrögð fólks við því að heyra um einhvern í kennaranámi eða kennarastarfi eru athugasemdir sem snúa að lengd námsins og launum starfsins. Fólk er ekki mikið að horfa á það góða sem starfið hefur fram á að færa þar sem það er mikið auðveldara að velta sér upp úr því neikvæða frekar en að fagna því jákvæða. Það er nefnilega mikil ráðgáta í mínum huga af hverju það eru ekki fleiri sem vilja vinna við það að móta framtíðina okkar. Kennarastarfið er lifandi, gefandi og skemmtilegur vinnustaður. Það að fá að taka þátt í að móta framtíð barna og unglinga í grunnskólum er spennandi áskorun, sérstaklega þegar við vitum ekki einu sinni hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Hugsið ykkur bara, börnin sem byrja í 1. bekk í haust verða komin á ellilífeyri árið 2078. Hvernig ætli samfélagið eigi eftir að líta út þá og hvernig getum við undirbúið börn og unglinga sem best fyrir framtíðina? Í dag er undirbúningur menntakerfisins nánast eins og færiband fyrir atvinnulífið. Það er lögð áhersla á stærðfræði og móðurmálið og restin fylgir svo einhvern veginn á eftir. Nemendur eru steyptir í sama form og skilað inn í samfélagið sem fyrst til að skila sínu. Samfélaginu er að verða sama um þá nemendur sem hætta eða falla úr framhaldsskólum, sem er um 30% samkvæmt mínum heimildum. Er þetta réttur undirbúningur fyrir framtíðina? Svarið er einfalt, nei! Að mínu mati byggjum við ekki örugga framtíð á því að útskrifa alla gegnum sama formið. Ég tel að besta leiðin sé að byggja upp sterka einstaklinga sem hafa trú á sjálfum sér. Á sama tíma og við byggjum upp kunnáttu og þekkingu á efninu þurfum við líka að efla sjálfstraust nemenda. Hlutverk kennara er ekki að mata upplýsingar, heldur að kveikja áhuga og forvitni og skapa umhverfi þar sem allir fá að vaxa. Nemendur eiga að geta nýtt styrkleika sína, láta veikleika sína ekki stöðva sig, vera óhræddir við að gera mistök og missa aldrei trúnna á sjálfum sér. Þegar nemendum finnst þeir vera að lenda á botninum og sjá engar lausnir er það kennarinn sem verður að rétta þeim hjálparhönd, klappa á bakið og ýta þeim áfram. Á endanum búum við til einstaklinga sem standa alltaf upp í hvert skipti sem þeir eru kýldir niður og láta ekkert stöðva sig. Hæfileikar barna eru oft faldir og þurfa tíma til að þroskast og þróast og því verður að gefa þeim tíma til að finna þá. Hversu björt og kraftmikil væri framtíðin okkar ef við ættum nemendur sem væru óhræddir við að taka áhættu og óhræddir við að segja skoðanir sínar og hugsanir. Hvert einasta barn á skilið kennara sem hefur trú á þeim, gefst aldrei upp á þeim og ýtir ávallt við nemendum sínum til að ná fram því mesta og besta úr hverjum og einum. Næst þegar þú munt hitta mig úti á götu og spyrja hvað ég sé að læra eða hvað ég ætla að vinna við, þá ætla ég að segja þér sannleikann. Ég bý til ofurhetjur!
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar