Húsnæði Landspítala - þjóðarskömm Reynir Arngrímsson skrifar 23. mars 2017 07:00 Húsnæðisvandi og vanræksla í viðhaldi bygginga Landspítalans er þjóðarskömm. Velgengni í efnahagsmálum þjóðarinnar er hins vegar mikið ánægjuefni. Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir í Fréttablaðinu 15. mars sl.: „Efnahagslífið hefur notið mikillar velgengni á undanförnum árum. Verðmætasköpun atvinnulífsins og lífskjör landsmanna eru betri en nokkru sinni. Mikill vöxtur útflutningstekna þjóðarbúsins og afgangur í viðskiptum við útlönd eru rót velgengninnar. Afgangurinn hefur nýst til grynnkunar erlendra skulda. Hagvöxtur er heilbrigður því hann stafar af auknum útflutningi og vaxandi einkaneyslu sem byggir á kaupmætti heimilanna, en ekki söfnun skulda eins og oftast áður“. Undir þetta má taka og jafnframt benda á að nú er lag til snúa við áratuga neikvæðri þróun í húsnæðismálum Landspítalans. Hringbrautarverkefnið, áætlanir um nýjan meðferðarkjarna og rannsóknarhús árið 2023 marka tímamót í heilbrigðisþjónustu landsins. Verkefnið er í höndum opinbers félags, til þess stofnað sérstaklega að reisa umræddar byggingar. Allt annað viðhald og endurnýjun núverandi húsnæðis kemur af rekstrarfé Landspítalans sjálfs og verður svo áfram. Nú er áætlað að starfsemi verði jafnframt í miklum hluta núverandi bygginga við Hringbraut eftir árið 2023, s.s. fæðingar- og geðdeild og öll göngu- og dagdeildarstarfsemi. Útlit er fyrir að ekki verði heldur komist hjá því að halda einnig áfram starfsemi í Fossvogi þó í breyttri mynd sé. Þetta kallar á ábyrgð stjórnvalda og stuðning aðila vinnumarkaðarins og alls almennings til að tryggja nægjanlegt fjármagn til viðhalds núverandi húsnæði. Nýjustu fregnir af því að 40 ára gömul rannsóknarhús sem reist voru til bráðabirgða séu ónýt og starfsumhverfi þeirra sem þar starfa heilsuspillandi sýna vandann í hnotskurn, en kom ekki á óvart. Nú þarf að bregðast við og taka má undir með framkvæmdastjóra SA, - sjaldan hefur árað betur. Við sem störfum á Landspítala væntum þess að góðærið verði notað til átaks í viðhaldsframkvæmdum og að þjóðin í samtakamætti afmái þennan smánarblett sem ástand bygginga Landspítalans er. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðisvandi og vanræksla í viðhaldi bygginga Landspítalans er þjóðarskömm. Velgengni í efnahagsmálum þjóðarinnar er hins vegar mikið ánægjuefni. Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir í Fréttablaðinu 15. mars sl.: „Efnahagslífið hefur notið mikillar velgengni á undanförnum árum. Verðmætasköpun atvinnulífsins og lífskjör landsmanna eru betri en nokkru sinni. Mikill vöxtur útflutningstekna þjóðarbúsins og afgangur í viðskiptum við útlönd eru rót velgengninnar. Afgangurinn hefur nýst til grynnkunar erlendra skulda. Hagvöxtur er heilbrigður því hann stafar af auknum útflutningi og vaxandi einkaneyslu sem byggir á kaupmætti heimilanna, en ekki söfnun skulda eins og oftast áður“. Undir þetta má taka og jafnframt benda á að nú er lag til snúa við áratuga neikvæðri þróun í húsnæðismálum Landspítalans. Hringbrautarverkefnið, áætlanir um nýjan meðferðarkjarna og rannsóknarhús árið 2023 marka tímamót í heilbrigðisþjónustu landsins. Verkefnið er í höndum opinbers félags, til þess stofnað sérstaklega að reisa umræddar byggingar. Allt annað viðhald og endurnýjun núverandi húsnæðis kemur af rekstrarfé Landspítalans sjálfs og verður svo áfram. Nú er áætlað að starfsemi verði jafnframt í miklum hluta núverandi bygginga við Hringbraut eftir árið 2023, s.s. fæðingar- og geðdeild og öll göngu- og dagdeildarstarfsemi. Útlit er fyrir að ekki verði heldur komist hjá því að halda einnig áfram starfsemi í Fossvogi þó í breyttri mynd sé. Þetta kallar á ábyrgð stjórnvalda og stuðning aðila vinnumarkaðarins og alls almennings til að tryggja nægjanlegt fjármagn til viðhalds núverandi húsnæði. Nýjustu fregnir af því að 40 ára gömul rannsóknarhús sem reist voru til bráðabirgða séu ónýt og starfsumhverfi þeirra sem þar starfa heilsuspillandi sýna vandann í hnotskurn, en kom ekki á óvart. Nú þarf að bregðast við og taka má undir með framkvæmdastjóra SA, - sjaldan hefur árað betur. Við sem störfum á Landspítala væntum þess að góðærið verði notað til átaks í viðhaldsframkvæmdum og að þjóðin í samtakamætti afmái þennan smánarblett sem ástand bygginga Landspítalans er. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar