Upp úr hjólförunum Hanna Katrín Friðriksson skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Á sama tíma og það er mikilvægt að finna færar leiðir til bregðast við þeim vanda sem sauðfjárbændur eiga nú í þarf að horfa til framtíðar. Talsverð umræða hefur verið um nýja búvörusamninginn og þó að ekki sé hægt að leita skýringa á núverandi ástandi í þeim tiltekna samningi, er nauðsynlegt að við endurskoðun hans sé litið til stöðunnar. Í öllum rekstri á Íslandi sem byggir á útflutningi er gert ráð fyrir sveiflum á mörkuðum og gengi. Slíkt á einfaldlega ekki að koma á óvart. Það sætir því nokkurri furðu að í sauðfjárhluta búvörusamningsins sé gert ráð fyrir umtalsverðum útflutningi á kjöti en hins vegar eru þar engin úrræði til að mæta slíkum sveiflum. Úr þessu þarf að bæta við endurskoðun búvörusamninga svo eitt dæmi sé tekið. Hvað bráðavanda greinarinnar varðar mun að sjálfsögðu ekki standa á stjórnvöldum að bregðast við innan þess ramma sem samningar og fjárheimildir leyfa. Slíkar lausnir þurfa þó að vera hugsaðar til langs tíma og þær mega ekki vera í þversögn við aðra samninga milli bænda og ríkis. Mistök eru til að læra af þeim og það má draga mikinn lærdóm af þeirri stöðu sem nú er enn og aftur komin upp hjá einni mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar. Það er verðug áskorun allra sem að þessum málum koma að forðast að festast í gömlum hjólförum sem ekki færa málin áfram og allra síst í átt að nýjum lausnum. Hugmyndasmiðir núverandi kerfis þyrftu að nýta sér uppbyggilega gagnrýni í stað þess að falla í hefðbundnar gryfjur á borð við þá sem formaður Framsóknarflokksins fellur í þegar hann dylgjar um að Viðreisn sé í hagsmunagæslu fyrir fjármagnsöfl og heildsala af því að flokkurinn boðar breytingar í þessum mikilvægu málum. Sameiginlegt verkefni fram undan er að tryggja hagsmuni bænda og neytenda til lengi tíma. Er ekki vænlegast að nota kraftana óskerta í það?Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tengdar fréttir Viðreisn á villigötum Ráðherrar Viðreisnar keppast við að koma með hverja rangfærsluna á fætur annarri þessa dagana. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Á sama tíma og það er mikilvægt að finna færar leiðir til bregðast við þeim vanda sem sauðfjárbændur eiga nú í þarf að horfa til framtíðar. Talsverð umræða hefur verið um nýja búvörusamninginn og þó að ekki sé hægt að leita skýringa á núverandi ástandi í þeim tiltekna samningi, er nauðsynlegt að við endurskoðun hans sé litið til stöðunnar. Í öllum rekstri á Íslandi sem byggir á útflutningi er gert ráð fyrir sveiflum á mörkuðum og gengi. Slíkt á einfaldlega ekki að koma á óvart. Það sætir því nokkurri furðu að í sauðfjárhluta búvörusamningsins sé gert ráð fyrir umtalsverðum útflutningi á kjöti en hins vegar eru þar engin úrræði til að mæta slíkum sveiflum. Úr þessu þarf að bæta við endurskoðun búvörusamninga svo eitt dæmi sé tekið. Hvað bráðavanda greinarinnar varðar mun að sjálfsögðu ekki standa á stjórnvöldum að bregðast við innan þess ramma sem samningar og fjárheimildir leyfa. Slíkar lausnir þurfa þó að vera hugsaðar til langs tíma og þær mega ekki vera í þversögn við aðra samninga milli bænda og ríkis. Mistök eru til að læra af þeim og það má draga mikinn lærdóm af þeirri stöðu sem nú er enn og aftur komin upp hjá einni mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar. Það er verðug áskorun allra sem að þessum málum koma að forðast að festast í gömlum hjólförum sem ekki færa málin áfram og allra síst í átt að nýjum lausnum. Hugmyndasmiðir núverandi kerfis þyrftu að nýta sér uppbyggilega gagnrýni í stað þess að falla í hefðbundnar gryfjur á borð við þá sem formaður Framsóknarflokksins fellur í þegar hann dylgjar um að Viðreisn sé í hagsmunagæslu fyrir fjármagnsöfl og heildsala af því að flokkurinn boðar breytingar í þessum mikilvægu málum. Sameiginlegt verkefni fram undan er að tryggja hagsmuni bænda og neytenda til lengi tíma. Er ekki vænlegast að nota kraftana óskerta í það?Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Viðreisn á villigötum Ráðherrar Viðreisnar keppast við að koma með hverja rangfærsluna á fætur annarri þessa dagana. 15. ágúst 2017 06:00
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun