Opel áfram á treyju Dortmund Finnur Thorlacius skrifar 16. ágúst 2017 09:40 Tilkynnt hefur verið um framlengingu á samstarfi milli Opel og Borussia Dortmund til næstu fimm ára. Forsvarsmenn Opel og þýsku bikarmeistaranna Borussia Dortmund tilkynntu nú á dögunum um framlengingu á samstarfi fyrirtækjanna til næstu fimm ára. Gert er ráð fyrir frekari útvíkkun samstarfsins sem tekur m.a. til sameiginlegs kynningar- og fræðslustarfs af mörgu tagi. Samvinna þessara aðila hófst árið 2012 og hafa virt greiningarfyrirtæki gefið því hæstu einkunn með tilliti til sýnileika og trausts á þýska knattspyrnumarkaðinum. Segja má að það sé í beinu samræmi við öfluga framrás Opel merkisins. „Við fögnum þessum áfanga og sjáum mikil tækifæri í enn nánara samstarfi við Borussia Dortmund og stuðningsmenn þeirra á komandi árum. Reynslan sýnir okkur, að á margan hátt, hafa Opel og Dortmund sömu gildin að leiðarljósi í starfsemi sinni og markmiðin eru í grunninn þau sömu; að veita aðdáendum sínum þátt í sérstakri upplifun þar sem keppt er að hámarks árangri,“ segir Jürgen Keller frá Opel. Fyrir utan að Opel skarti merki sínu á búningum Dortmund munu aðilar standa saman að þróun nýrra þjónustuþátta við stuðningsmenn Dortmund og veitir Opel meðal annars kost á beinum samskiptum við þá. Leikmenn Dortmund munu gegna stærra hlutverki í kynningarstarfi Opel og þá mun Opel koma að grasrótarstarfi og þjálfunarbúðum ungliða Dortmund með öflugri hætti í framtíðinni. Svo má geta þess að samstarf Opel við Jürgen Klopp, fyrrverandi þjálfara Dortmund, sem nú gerir garðinn frægan hjá Liverpool mun halda áfram af fullum krafti. Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent
Forsvarsmenn Opel og þýsku bikarmeistaranna Borussia Dortmund tilkynntu nú á dögunum um framlengingu á samstarfi fyrirtækjanna til næstu fimm ára. Gert er ráð fyrir frekari útvíkkun samstarfsins sem tekur m.a. til sameiginlegs kynningar- og fræðslustarfs af mörgu tagi. Samvinna þessara aðila hófst árið 2012 og hafa virt greiningarfyrirtæki gefið því hæstu einkunn með tilliti til sýnileika og trausts á þýska knattspyrnumarkaðinum. Segja má að það sé í beinu samræmi við öfluga framrás Opel merkisins. „Við fögnum þessum áfanga og sjáum mikil tækifæri í enn nánara samstarfi við Borussia Dortmund og stuðningsmenn þeirra á komandi árum. Reynslan sýnir okkur, að á margan hátt, hafa Opel og Dortmund sömu gildin að leiðarljósi í starfsemi sinni og markmiðin eru í grunninn þau sömu; að veita aðdáendum sínum þátt í sérstakri upplifun þar sem keppt er að hámarks árangri,“ segir Jürgen Keller frá Opel. Fyrir utan að Opel skarti merki sínu á búningum Dortmund munu aðilar standa saman að þróun nýrra þjónustuþátta við stuðningsmenn Dortmund og veitir Opel meðal annars kost á beinum samskiptum við þá. Leikmenn Dortmund munu gegna stærra hlutverki í kynningarstarfi Opel og þá mun Opel koma að grasrótarstarfi og þjálfunarbúðum ungliða Dortmund með öflugri hætti í framtíðinni. Svo má geta þess að samstarf Opel við Jürgen Klopp, fyrrverandi þjálfara Dortmund, sem nú gerir garðinn frægan hjá Liverpool mun halda áfram af fullum krafti.
Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent