Opel áfram á treyju Dortmund Finnur Thorlacius skrifar 16. ágúst 2017 09:40 Tilkynnt hefur verið um framlengingu á samstarfi milli Opel og Borussia Dortmund til næstu fimm ára. Forsvarsmenn Opel og þýsku bikarmeistaranna Borussia Dortmund tilkynntu nú á dögunum um framlengingu á samstarfi fyrirtækjanna til næstu fimm ára. Gert er ráð fyrir frekari útvíkkun samstarfsins sem tekur m.a. til sameiginlegs kynningar- og fræðslustarfs af mörgu tagi. Samvinna þessara aðila hófst árið 2012 og hafa virt greiningarfyrirtæki gefið því hæstu einkunn með tilliti til sýnileika og trausts á þýska knattspyrnumarkaðinum. Segja má að það sé í beinu samræmi við öfluga framrás Opel merkisins. „Við fögnum þessum áfanga og sjáum mikil tækifæri í enn nánara samstarfi við Borussia Dortmund og stuðningsmenn þeirra á komandi árum. Reynslan sýnir okkur, að á margan hátt, hafa Opel og Dortmund sömu gildin að leiðarljósi í starfsemi sinni og markmiðin eru í grunninn þau sömu; að veita aðdáendum sínum þátt í sérstakri upplifun þar sem keppt er að hámarks árangri,“ segir Jürgen Keller frá Opel. Fyrir utan að Opel skarti merki sínu á búningum Dortmund munu aðilar standa saman að þróun nýrra þjónustuþátta við stuðningsmenn Dortmund og veitir Opel meðal annars kost á beinum samskiptum við þá. Leikmenn Dortmund munu gegna stærra hlutverki í kynningarstarfi Opel og þá mun Opel koma að grasrótarstarfi og þjálfunarbúðum ungliða Dortmund með öflugri hætti í framtíðinni. Svo má geta þess að samstarf Opel við Jürgen Klopp, fyrrverandi þjálfara Dortmund, sem nú gerir garðinn frægan hjá Liverpool mun halda áfram af fullum krafti. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent
Forsvarsmenn Opel og þýsku bikarmeistaranna Borussia Dortmund tilkynntu nú á dögunum um framlengingu á samstarfi fyrirtækjanna til næstu fimm ára. Gert er ráð fyrir frekari útvíkkun samstarfsins sem tekur m.a. til sameiginlegs kynningar- og fræðslustarfs af mörgu tagi. Samvinna þessara aðila hófst árið 2012 og hafa virt greiningarfyrirtæki gefið því hæstu einkunn með tilliti til sýnileika og trausts á þýska knattspyrnumarkaðinum. Segja má að það sé í beinu samræmi við öfluga framrás Opel merkisins. „Við fögnum þessum áfanga og sjáum mikil tækifæri í enn nánara samstarfi við Borussia Dortmund og stuðningsmenn þeirra á komandi árum. Reynslan sýnir okkur, að á margan hátt, hafa Opel og Dortmund sömu gildin að leiðarljósi í starfsemi sinni og markmiðin eru í grunninn þau sömu; að veita aðdáendum sínum þátt í sérstakri upplifun þar sem keppt er að hámarks árangri,“ segir Jürgen Keller frá Opel. Fyrir utan að Opel skarti merki sínu á búningum Dortmund munu aðilar standa saman að þróun nýrra þjónustuþátta við stuðningsmenn Dortmund og veitir Opel meðal annars kost á beinum samskiptum við þá. Leikmenn Dortmund munu gegna stærra hlutverki í kynningarstarfi Opel og þá mun Opel koma að grasrótarstarfi og þjálfunarbúðum ungliða Dortmund með öflugri hætti í framtíðinni. Svo má geta þess að samstarf Opel við Jürgen Klopp, fyrrverandi þjálfara Dortmund, sem nú gerir garðinn frægan hjá Liverpool mun halda áfram af fullum krafti.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent