Aukum jöfnuð Logi Einarsson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Í nýrri könnun ASÍ kemur fram að skattar hafa hækkað á alla tekjuhópa frá árinu 1998, langmest á þá tekjulægstu. Á þessum 19 árum hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í ríkisstjórn í 15 ár, lengst af í öndvegi. Hann hefur horn í síðu skatta og lítur alls ekki á þá sem leið til tekjujöfnunar. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn nú og á síðasta kjörtímabili, dregið úr þrepaskiptingu skattkerfisins, afnumið auðlegðarskatt og stórminnkað barna- og húsnæðisstuðning. Álögum hefur verið létt af ríkasta fólki landsins en verið auknar á venjulegt fólk, ekki síst þá tekjulægstu. Þetta er ómannúðleg forgangsröðun í samfélagi þar sem fjöldi fólks, á öllum aldri, berst í bökkum og meira en 6.000 börn búa við skort. Og það í góðæri. Sífellt fleiri alþjóðlegar rannsóknir sýna að mikill jöfnuður er líklegur til að skapa friðsælt, kraftmikið samfélag og því skiptir jöfnunarhlutverk skattkerfisins miklu máli. Sú staðreynd að danskt lágtekjufólk sé mun líklegra til að upplifa „ameríska drauminn“ en fólk í sömu stöðu í Bandaríkjunum talar líklega sínu máli. Hún er vel þekkt mantra Sjálfstæðisflokksins um að ævinlega beri að lækka skatta, enda sé einstaklingurinn ávallt betur til þess fallinn en ríkið, að ráðstafa tekjum sínum. Þessi frasi er yfirborðskenndur, villandi og skammsýnn; hann dugar ekki einu sinni til að tryggja vel launuðu fólki öryggi, hvað þá hinum tekjulægri. Flest lendum við nefnilega í veikindum eða stórum áföllum á ævinni og án sterkrar samneyslu værum við langflest illa í stakk búin til að mæta þeim. Því væri nær að fullyrða að réttlát skattgreiðsla sé gáfulegasta fjárfesting sem flestir Íslendingar taka þátt í á ævinni. Í nýsamþykktri fjármálaáætlun fullyrða Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð að skattar séu andstæða frelsis. Þótt þessi fífilbrekkulega fullyrðing virðist kannski léttvæg, felst í henni nöturleg framtíðarsýn. Fram undan er hatrömm barátta milli þeirra flokka sem munu auka bilið milli þeirra efnameiri og tekjulægri, og hinna sem vilja byggja samfélag aukins jöfnuðar. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Logi Einarsson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í nýrri könnun ASÍ kemur fram að skattar hafa hækkað á alla tekjuhópa frá árinu 1998, langmest á þá tekjulægstu. Á þessum 19 árum hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í ríkisstjórn í 15 ár, lengst af í öndvegi. Hann hefur horn í síðu skatta og lítur alls ekki á þá sem leið til tekjujöfnunar. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn nú og á síðasta kjörtímabili, dregið úr þrepaskiptingu skattkerfisins, afnumið auðlegðarskatt og stórminnkað barna- og húsnæðisstuðning. Álögum hefur verið létt af ríkasta fólki landsins en verið auknar á venjulegt fólk, ekki síst þá tekjulægstu. Þetta er ómannúðleg forgangsröðun í samfélagi þar sem fjöldi fólks, á öllum aldri, berst í bökkum og meira en 6.000 börn búa við skort. Og það í góðæri. Sífellt fleiri alþjóðlegar rannsóknir sýna að mikill jöfnuður er líklegur til að skapa friðsælt, kraftmikið samfélag og því skiptir jöfnunarhlutverk skattkerfisins miklu máli. Sú staðreynd að danskt lágtekjufólk sé mun líklegra til að upplifa „ameríska drauminn“ en fólk í sömu stöðu í Bandaríkjunum talar líklega sínu máli. Hún er vel þekkt mantra Sjálfstæðisflokksins um að ævinlega beri að lækka skatta, enda sé einstaklingurinn ávallt betur til þess fallinn en ríkið, að ráðstafa tekjum sínum. Þessi frasi er yfirborðskenndur, villandi og skammsýnn; hann dugar ekki einu sinni til að tryggja vel launuðu fólki öryggi, hvað þá hinum tekjulægri. Flest lendum við nefnilega í veikindum eða stórum áföllum á ævinni og án sterkrar samneyslu værum við langflest illa í stakk búin til að mæta þeim. Því væri nær að fullyrða að réttlát skattgreiðsla sé gáfulegasta fjárfesting sem flestir Íslendingar taka þátt í á ævinni. Í nýsamþykktri fjármálaáætlun fullyrða Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð að skattar séu andstæða frelsis. Þótt þessi fífilbrekkulega fullyrðing virðist kannski léttvæg, felst í henni nöturleg framtíðarsýn. Fram undan er hatrömm barátta milli þeirra flokka sem munu auka bilið milli þeirra efnameiri og tekjulægri, og hinna sem vilja byggja samfélag aukins jöfnuðar. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun