Áfeng vara Gunnar Árnason skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Þingmaður sjálfstæðisflokksins, Áslaug Sigurbjörnsdóttir, hefur haldið uppi áróðri fyrir því að sala á áfengi verði frjáls. Umrædd Áslaug telur að núverandi fyrirkomulag sé óhagkvæmt, ósanngjarnt og til þess fallið að draga úr lífsgæðum almennings. Þingmaðurinn hefur ekki talað um annað frá því hún tók sæti á þingi. Um alvarlegan misskilning er að ræða vegna þess að fyrrgreind lýsing þingmannsins á sumpart nokkuð vel við um vöruna sjálfa ef hún er ekki rétt meðhöndluð af neytandanum – misnotkun áfengis bitnar harkalega á buddunni og kemur niður á neytandanum og hans nánustu með ósanngjörnum hætti – það er ágreiningslaust. En það þarf ekki endilega að eiga við um kaupmanninn sem stillir vörunni upp til sölu, nema viðkomandi kaupmaður eigi við áfengisvandamál að stríða. Það eru býsna margir sem eiga erfitt með að höndla áfengi, sem er ólík annarri hilluvöru í matvöruverslun eða bensínstöð. Áfengi veldur meira böli, sjúkdómum og örkumlum en nokkur önnur vara. Umrædd Áslaug lætur sig fyrrgreint engu varða, þar sem fyrir hana hefur verið lagt að greiða götu fjárfesta og kaupmanna sem vilja komast í þá stöðu sem ÁTVR er í. Það skyldu þó ekki vera vildarvinir Sjálfstæðisflokksins, sem bíða í ofvæni eftir því að fá umrætt á silfurfati. Og æ sér gjöf til gjalda. Verslanir ÁTVR eru hagkvæmar og vörur eru boðnar á sanngjörnu verði. Hátt þjónustustig og gott vöruúrval hjá ÁTVR gæti meira að segja fallið vel að skilgreiningunni um að auka við lífsgæði landans. Nýleg auglýsing verslananna er hluti af forvörnum og til að vekja foreldra og aðra til umhugsunar. Það hvarflar ekki að greinarhöfundi að halda að kaupmenn séu ákafir í að sinna slíkum verkefnum. Þeir gætu allt eins haft þá skoðun að vilja lækka lágmarksaldur til áfengiskaupa, í því skyni að auka viðskipti og framlegð frá rekstri, óháð því um hvers konar vöru er að ræða. Liggur það ekki í augum uppi? Kennslubókin sem umrædd Áslaug hefur nýverið lagt frá sér segir allt aðra sögu. Þar er staðhæft að allur rekstur sem ríkið kemur að sé sóun á almannafé og hreinræktað bruðl. Ekki ber á öðru en að þingmanninum séu fyrrgreind kennslubókarfræði í fersku minni en hvað gengur þingmanninum eiginlega til með því að fetta fingur út í forvarnarstarf sem hefur skilað árangri og brýnt er að rækja áfram vel og af alúð? Rökin fyrir málflutningi þingmannsins skortir tilfinnanlega og eðlilegt að leitað sé skýringa á því. Hvers vegna á að breyta fyrirkomulaginu? Því hefur þingmaðurinn og hans flokkur ekki svarað með viðhlítandi hætti. Hafa ber hugfast að meirihluti landsmanna er sáttur við núverandi fyrirkomulag í sölu áfengis í verslunum. Fákeppni er ríkjandi á markaði fyrir matvöru og eldsneyti hér á landi. Það mun væntanlega verða ofan á ef sala á áfengi verður gefin frjáls. Nokkrir firnasterkir aðilar munu þá yfirgnæfa markaðinn. Við neytendur höfum upplifað slíkt undanfarna áratugi í sölu á eldsneyti og mat- og drykkjarvöru. Og vitum mætavel hvað fákeppni á markaði hefur fært okkur í úrvali, gæðum og verðlagningu á vörum vegna þess að samkeppnishindranir eru býsna miklar og inngangsþröskuldur fyrir nýja aðila á markaði er mjög hár. Er það eitthvert vafamál? Hvort markaðsráðandi aðilar eru innlendir eða erlendir, varðar okkur neytendur litlu – við erum eftir sem áður jafn illa sett og varnarlaus í þessu tilliti. Verðlagningu áfengis verður þá handstýrt af fáum aðilum, áfengi verður boðið á mun hærra verði en í dag, í minna úrvali, af minni gæðum og á tiltölulega afmörkuðu svæði. Tökum mið af okkar hagsmunum og við vitum mætavel hvað hentar okkur og okkar nánustu best þegar kemur að sölu áfengis í verslunum. Höfundur starfar við arkitektúr og hönnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Á matarslóðum Fastir pennar Prófsteinn í orkunýtingarmálum Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Þingmaður sjálfstæðisflokksins, Áslaug Sigurbjörnsdóttir, hefur haldið uppi áróðri fyrir því að sala á áfengi verði frjáls. Umrædd Áslaug telur að núverandi fyrirkomulag sé óhagkvæmt, ósanngjarnt og til þess fallið að draga úr lífsgæðum almennings. Þingmaðurinn hefur ekki talað um annað frá því hún tók sæti á þingi. Um alvarlegan misskilning er að ræða vegna þess að fyrrgreind lýsing þingmannsins á sumpart nokkuð vel við um vöruna sjálfa ef hún er ekki rétt meðhöndluð af neytandanum – misnotkun áfengis bitnar harkalega á buddunni og kemur niður á neytandanum og hans nánustu með ósanngjörnum hætti – það er ágreiningslaust. En það þarf ekki endilega að eiga við um kaupmanninn sem stillir vörunni upp til sölu, nema viðkomandi kaupmaður eigi við áfengisvandamál að stríða. Það eru býsna margir sem eiga erfitt með að höndla áfengi, sem er ólík annarri hilluvöru í matvöruverslun eða bensínstöð. Áfengi veldur meira böli, sjúkdómum og örkumlum en nokkur önnur vara. Umrædd Áslaug lætur sig fyrrgreint engu varða, þar sem fyrir hana hefur verið lagt að greiða götu fjárfesta og kaupmanna sem vilja komast í þá stöðu sem ÁTVR er í. Það skyldu þó ekki vera vildarvinir Sjálfstæðisflokksins, sem bíða í ofvæni eftir því að fá umrætt á silfurfati. Og æ sér gjöf til gjalda. Verslanir ÁTVR eru hagkvæmar og vörur eru boðnar á sanngjörnu verði. Hátt þjónustustig og gott vöruúrval hjá ÁTVR gæti meira að segja fallið vel að skilgreiningunni um að auka við lífsgæði landans. Nýleg auglýsing verslananna er hluti af forvörnum og til að vekja foreldra og aðra til umhugsunar. Það hvarflar ekki að greinarhöfundi að halda að kaupmenn séu ákafir í að sinna slíkum verkefnum. Þeir gætu allt eins haft þá skoðun að vilja lækka lágmarksaldur til áfengiskaupa, í því skyni að auka viðskipti og framlegð frá rekstri, óháð því um hvers konar vöru er að ræða. Liggur það ekki í augum uppi? Kennslubókin sem umrædd Áslaug hefur nýverið lagt frá sér segir allt aðra sögu. Þar er staðhæft að allur rekstur sem ríkið kemur að sé sóun á almannafé og hreinræktað bruðl. Ekki ber á öðru en að þingmanninum séu fyrrgreind kennslubókarfræði í fersku minni en hvað gengur þingmanninum eiginlega til með því að fetta fingur út í forvarnarstarf sem hefur skilað árangri og brýnt er að rækja áfram vel og af alúð? Rökin fyrir málflutningi þingmannsins skortir tilfinnanlega og eðlilegt að leitað sé skýringa á því. Hvers vegna á að breyta fyrirkomulaginu? Því hefur þingmaðurinn og hans flokkur ekki svarað með viðhlítandi hætti. Hafa ber hugfast að meirihluti landsmanna er sáttur við núverandi fyrirkomulag í sölu áfengis í verslunum. Fákeppni er ríkjandi á markaði fyrir matvöru og eldsneyti hér á landi. Það mun væntanlega verða ofan á ef sala á áfengi verður gefin frjáls. Nokkrir firnasterkir aðilar munu þá yfirgnæfa markaðinn. Við neytendur höfum upplifað slíkt undanfarna áratugi í sölu á eldsneyti og mat- og drykkjarvöru. Og vitum mætavel hvað fákeppni á markaði hefur fært okkur í úrvali, gæðum og verðlagningu á vörum vegna þess að samkeppnishindranir eru býsna miklar og inngangsþröskuldur fyrir nýja aðila á markaði er mjög hár. Er það eitthvert vafamál? Hvort markaðsráðandi aðilar eru innlendir eða erlendir, varðar okkur neytendur litlu – við erum eftir sem áður jafn illa sett og varnarlaus í þessu tilliti. Verðlagningu áfengis verður þá handstýrt af fáum aðilum, áfengi verður boðið á mun hærra verði en í dag, í minna úrvali, af minni gæðum og á tiltölulega afmörkuðu svæði. Tökum mið af okkar hagsmunum og við vitum mætavel hvað hentar okkur og okkar nánustu best þegar kemur að sölu áfengis í verslunum. Höfundur starfar við arkitektúr og hönnun.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar