Ísland er ein af þrennuþjóðum Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 vísir/samsett mynd „Ég er kominn heim“ hljómar örugglega oft í Helsinki næstu daga eins og það gerði á völdum stöðum í Frakklandi fyrir rúmu ári og mun vonandi einnig heyrast í Split í Króatíu í byrjun næsta árs. Íslendingar máluðu stúkuna bláa á Evrópumótinu í fótbolta í Frakklandi sumarið 2016 og endurtaka leikinn á EM í körfubolta í haust. Þegar handboltalandsliðið tryggði sig inn á enn eitt Evrópumótið var ljóst að litla Ísland var enn á ný að bíta frá sér í hópi risanna.Gullöld landsliðanna Við Íslendingar erum án vafa að upplifa gullöld landsliðanna okkar í boltagreinunum þremur. Handboltalandsliðið hefur haldið heiðri Íslands á lofti fyrsta einn og hálfan áratug nýrrar aldar en síðustu ár hafa bæði fótbolta- og körfuboltalandsliðið bæst í hópinn. Árið 2018 verður fimmta árið í röð þar sem Ísland á karlalandslið á Evrópumóti í einni af stóru boltagreinunum. Ísland er á leiðinni á sitt tíunda Evrópumót í röð í handboltanum í byrjun næsta árs, á sitt annað Evrópumót í röð í körfuboltanum í næsta mánuði og enginn er búinn að gleyma því þegar karlalandsliðið í fótbolta komst alla leið í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi í fyrra.grafík/fréttablaðiðTíu landslið á EM á sjö árum Ísland hefur enn fremur átt A-landslið á Evrópumóti í boltagreinum samfellt frá árinu 2012 og þegar handboltalandslið karla lýkur leik á Evrópumótinu í Króatíu í byrjun næsta árs þá hefur Ísland verið með tíu landslið á Evrópumótum á sjö ára tímabili. Undanfarin tvö ár hefur Ísland átt tvö landslið á EM á ári því bæði handboltalandsliðið og fótboltalandsliðið voru með á Evrópumótunum 2016 og fyrr í sumar var fótboltalandslið kvenna með á EM í þriðja sinn í röð en nú er komið að strákunum í körfuboltalandsliðinu.Þrjár í gegnum allar undirkeppnir Aðeins þrjár af þessum sjö þjóðum fóru í gegnum undankeppnina á öllum þremur vígstöðvum. Íslensku landsliðin unnu alls þrettán leiki í þessum þremur undankeppnum og geta státað af því ásamt Þýskalandi og Ungverjalandi að hafa unnið sér þátttökuréttinn í gegnum undankeppnina en ekki komist á eitthvert Evrópumótanna í gegnum góðan árangur á síðasta móti eða með því að vera gestgjafi í keppninni. Árangur íslensku landsliðanna í Laugardalnum var sérstaklega athyglisverður því liðin töpuðu engum heimaleik í undankeppnunum þremur og uppskeran var 9 sigrar og tvö jafntefli í ellefu leikjum. Körfuboltalandsliðið og handboltalandsliðið unnu alla þrjá heimaleiki sína og fótboltalandsliðið vann þá þrjá fyrstu áður en liðið gerði jafntefli í þeim tveimur síðustu. Íslenska þjóðin er aðeins rúmlega 330 þúsund manns og það er magnað að við séum með landslið á Evrópumóti á hverju ári og stundum tvö á sama ári. Litla Ísland er ekki svo lítið þegar kemur að árangri landsliðanna okkar. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Pavel: Verður geggjað að labba inná völlinn og sjá allt fólkið Pavel Ermolinskij og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að byrja að spila fyrir framan "bláa hafið“ í höllinni í Helsinki. 30. ágúst 2017 09:30 Strákarnir fóru í myndatöku hjá FIBA fyrir æfingu Íslenska körfuboltalandsliðið er búið að koma sér vel fyrir í Helsinki og það er allt af verða klárt fyrir fyrsta leikinn sem verður á móti Grikkjum á morgun. 30. ágúst 2017 11:00 Spenntur að sjá fólkið mitt í stúkunni Hörður Axel Vilhjálmsson þekkir vel til mótherja íslenska liðsins í kvöld enda spilaði hann eitt tímabil í Grikklandi eftir síðasta Evrópumót. Hörður telur að fjarvera NBA-stórstjörnunnar Giannis Antetokounmpo skilji gríska liðið mögulega eftir leiðtogalaust. 31. ágúst 2017 06:00 Haukur Helgi: Veit ekki hvort ég fer að gráta eða hlæja Haukur Helgi Pálsson var léttur þegar íslensku leikmennirnir hittu blaðamenn á hóteli íslenska liðsins í dag en framundan er fyrsti leikurinn á Eurobasket á morgun. 30. ágúst 2017 18:00 Logi: Mættur til að vinna leiki en ekki til að spila á móti einhverjum stórstjörnum Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að mæta Grikkjum á morgun en þá spilar íslenska liðið sinn fyrsta leik á Eurobasket 2017. 30. ágúst 2017 20:30 Kristín sendiherra: Finnar munu fara mjúkum höndum um Íslendingana Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Finnlandi, tók vel á móti íslenska hópnum í Sendiherrabúðstaðnum í gærkvöldi. 30. ágúst 2017 08:30 Landsliðsstrákarnir birta fallegar myndir af sér með mömmum sínum Strákarnir í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta þakka mæðrum sínum fyrir stuðninginn í glæsilegri auglýsingu frá Domino´s fyrir Evrópumótið í Helsinki sem hefst á morgun. 30. ágúst 2017 12:30 Auðvelt að koma aftur inn í þetta lið Meiðslapésarnir Haukur Helgi Pálsson og Jón Arnór Stefánsson deila herbergi í fyrsta sinn en eiga það vonandi líka sameiginlegt að vera klárir í slaginn í fyrsta leiknum á EM á morgun. 30. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Ég er kominn heim“ hljómar örugglega oft í Helsinki næstu daga eins og það gerði á völdum stöðum í Frakklandi fyrir rúmu ári og mun vonandi einnig heyrast í Split í Króatíu í byrjun næsta árs. Íslendingar máluðu stúkuna bláa á Evrópumótinu í fótbolta í Frakklandi sumarið 2016 og endurtaka leikinn á EM í körfubolta í haust. Þegar handboltalandsliðið tryggði sig inn á enn eitt Evrópumótið var ljóst að litla Ísland var enn á ný að bíta frá sér í hópi risanna.Gullöld landsliðanna Við Íslendingar erum án vafa að upplifa gullöld landsliðanna okkar í boltagreinunum þremur. Handboltalandsliðið hefur haldið heiðri Íslands á lofti fyrsta einn og hálfan áratug nýrrar aldar en síðustu ár hafa bæði fótbolta- og körfuboltalandsliðið bæst í hópinn. Árið 2018 verður fimmta árið í röð þar sem Ísland á karlalandslið á Evrópumóti í einni af stóru boltagreinunum. Ísland er á leiðinni á sitt tíunda Evrópumót í röð í handboltanum í byrjun næsta árs, á sitt annað Evrópumót í röð í körfuboltanum í næsta mánuði og enginn er búinn að gleyma því þegar karlalandsliðið í fótbolta komst alla leið í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi í fyrra.grafík/fréttablaðiðTíu landslið á EM á sjö árum Ísland hefur enn fremur átt A-landslið á Evrópumóti í boltagreinum samfellt frá árinu 2012 og þegar handboltalandslið karla lýkur leik á Evrópumótinu í Króatíu í byrjun næsta árs þá hefur Ísland verið með tíu landslið á Evrópumótum á sjö ára tímabili. Undanfarin tvö ár hefur Ísland átt tvö landslið á EM á ári því bæði handboltalandsliðið og fótboltalandsliðið voru með á Evrópumótunum 2016 og fyrr í sumar var fótboltalandslið kvenna með á EM í þriðja sinn í röð en nú er komið að strákunum í körfuboltalandsliðinu.Þrjár í gegnum allar undirkeppnir Aðeins þrjár af þessum sjö þjóðum fóru í gegnum undankeppnina á öllum þremur vígstöðvum. Íslensku landsliðin unnu alls þrettán leiki í þessum þremur undankeppnum og geta státað af því ásamt Þýskalandi og Ungverjalandi að hafa unnið sér þátttökuréttinn í gegnum undankeppnina en ekki komist á eitthvert Evrópumótanna í gegnum góðan árangur á síðasta móti eða með því að vera gestgjafi í keppninni. Árangur íslensku landsliðanna í Laugardalnum var sérstaklega athyglisverður því liðin töpuðu engum heimaleik í undankeppnunum þremur og uppskeran var 9 sigrar og tvö jafntefli í ellefu leikjum. Körfuboltalandsliðið og handboltalandsliðið unnu alla þrjá heimaleiki sína og fótboltalandsliðið vann þá þrjá fyrstu áður en liðið gerði jafntefli í þeim tveimur síðustu. Íslenska þjóðin er aðeins rúmlega 330 þúsund manns og það er magnað að við séum með landslið á Evrópumóti á hverju ári og stundum tvö á sama ári. Litla Ísland er ekki svo lítið þegar kemur að árangri landsliðanna okkar.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Pavel: Verður geggjað að labba inná völlinn og sjá allt fólkið Pavel Ermolinskij og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að byrja að spila fyrir framan "bláa hafið“ í höllinni í Helsinki. 30. ágúst 2017 09:30 Strákarnir fóru í myndatöku hjá FIBA fyrir æfingu Íslenska körfuboltalandsliðið er búið að koma sér vel fyrir í Helsinki og það er allt af verða klárt fyrir fyrsta leikinn sem verður á móti Grikkjum á morgun. 30. ágúst 2017 11:00 Spenntur að sjá fólkið mitt í stúkunni Hörður Axel Vilhjálmsson þekkir vel til mótherja íslenska liðsins í kvöld enda spilaði hann eitt tímabil í Grikklandi eftir síðasta Evrópumót. Hörður telur að fjarvera NBA-stórstjörnunnar Giannis Antetokounmpo skilji gríska liðið mögulega eftir leiðtogalaust. 31. ágúst 2017 06:00 Haukur Helgi: Veit ekki hvort ég fer að gráta eða hlæja Haukur Helgi Pálsson var léttur þegar íslensku leikmennirnir hittu blaðamenn á hóteli íslenska liðsins í dag en framundan er fyrsti leikurinn á Eurobasket á morgun. 30. ágúst 2017 18:00 Logi: Mættur til að vinna leiki en ekki til að spila á móti einhverjum stórstjörnum Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að mæta Grikkjum á morgun en þá spilar íslenska liðið sinn fyrsta leik á Eurobasket 2017. 30. ágúst 2017 20:30 Kristín sendiherra: Finnar munu fara mjúkum höndum um Íslendingana Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Finnlandi, tók vel á móti íslenska hópnum í Sendiherrabúðstaðnum í gærkvöldi. 30. ágúst 2017 08:30 Landsliðsstrákarnir birta fallegar myndir af sér með mömmum sínum Strákarnir í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta þakka mæðrum sínum fyrir stuðninginn í glæsilegri auglýsingu frá Domino´s fyrir Evrópumótið í Helsinki sem hefst á morgun. 30. ágúst 2017 12:30 Auðvelt að koma aftur inn í þetta lið Meiðslapésarnir Haukur Helgi Pálsson og Jón Arnór Stefánsson deila herbergi í fyrsta sinn en eiga það vonandi líka sameiginlegt að vera klárir í slaginn í fyrsta leiknum á EM á morgun. 30. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Pavel: Verður geggjað að labba inná völlinn og sjá allt fólkið Pavel Ermolinskij og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að byrja að spila fyrir framan "bláa hafið“ í höllinni í Helsinki. 30. ágúst 2017 09:30
Strákarnir fóru í myndatöku hjá FIBA fyrir æfingu Íslenska körfuboltalandsliðið er búið að koma sér vel fyrir í Helsinki og það er allt af verða klárt fyrir fyrsta leikinn sem verður á móti Grikkjum á morgun. 30. ágúst 2017 11:00
Spenntur að sjá fólkið mitt í stúkunni Hörður Axel Vilhjálmsson þekkir vel til mótherja íslenska liðsins í kvöld enda spilaði hann eitt tímabil í Grikklandi eftir síðasta Evrópumót. Hörður telur að fjarvera NBA-stórstjörnunnar Giannis Antetokounmpo skilji gríska liðið mögulega eftir leiðtogalaust. 31. ágúst 2017 06:00
Haukur Helgi: Veit ekki hvort ég fer að gráta eða hlæja Haukur Helgi Pálsson var léttur þegar íslensku leikmennirnir hittu blaðamenn á hóteli íslenska liðsins í dag en framundan er fyrsti leikurinn á Eurobasket á morgun. 30. ágúst 2017 18:00
Logi: Mættur til að vinna leiki en ekki til að spila á móti einhverjum stórstjörnum Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að mæta Grikkjum á morgun en þá spilar íslenska liðið sinn fyrsta leik á Eurobasket 2017. 30. ágúst 2017 20:30
Kristín sendiherra: Finnar munu fara mjúkum höndum um Íslendingana Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Finnlandi, tók vel á móti íslenska hópnum í Sendiherrabúðstaðnum í gærkvöldi. 30. ágúst 2017 08:30
Landsliðsstrákarnir birta fallegar myndir af sér með mömmum sínum Strákarnir í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta þakka mæðrum sínum fyrir stuðninginn í glæsilegri auglýsingu frá Domino´s fyrir Evrópumótið í Helsinki sem hefst á morgun. 30. ágúst 2017 12:30
Auðvelt að koma aftur inn í þetta lið Meiðslapésarnir Haukur Helgi Pálsson og Jón Arnór Stefánsson deila herbergi í fyrsta sinn en eiga það vonandi líka sameiginlegt að vera klárir í slaginn í fyrsta leiknum á EM á morgun. 30. ágúst 2017 06:00