Ólíkt hafast ráðherrar að … Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 27. júlí 2017 07:00 Fréttir hafa birst um að Íbúðalánasjóður hyggist selja um 300 íbúðir í eigu sjóðsins á SV-horninu til sveitarfélaga. Íbúðirnar, sem sjóðurinn leysti til sín á sínum tíma, eru í útleigu. Margir leigjendur þessara íbúða er fólk sem átti þær áður, en hefur fengið að leigja þær af Íbúðalánasjóði á viðráðanlegu verði eftir að sjóðurinn leysti íbúðirnar til sín í kjölfar efnahagshrunsins. Margir leigjendur þessara íbúða hafa hærri tekjur en þröng tekjumörk sveitarfélaga setja til að mega leigja félagslegt húsnæði (m.v. 240 þúsund krónur brúttó á mánuði). Ef leigjendur þessara íbúða missa þennan leigusamning eru þeir settir í óvissu á leigumarkaði sem einkennist af skömmum leigutíma og háu leiguverði. Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra hefur beðið Íbúðalánasjóð að bíða með að selja íbúðirnar meðan unnið er að lausn þeirra leigjenda sem búa í íbúðunum. Ég styð þessa beiðni Þorsteins. Ein tillaga að úrlausn er að setja á laggirnar sérstakt opinbert leigufélag sem tekur yfir þessar eignir og heldur áfram að leigja þær út til þeirra sem vilja, til langs tíma og óháð tekjum. Á sínum tíma starfaði leigufélagið Klettur, sem var í eigu Íbúðalánasjóðs, sem leigði fólki óháð tekjum til langs tíma á viðráðanlegu verði og veitti 450 fjölskyldum skjól og öryggi. Leigufélagið Klettur var selt til leigufélags í eigu Gamma og leigjendur sem bjuggu áður við langtímaleigu og viðráðanlegt leiguverð þurftu að greiða 40-50% hærri leigu í skilyrtan leigutíma, eða til eins árs í senn. Leigufélagið Klettur var selt í ráðherratíð Eyglóar Harðardóttur sem gerði lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir söluna eða leita annarra lausna og jók því húsnæðisvanda fólks sem áður leigði hjá leigufélaginu. Það ber að hrósa Þorsteini fyrir þá viðleitni að verja hagsmuni leigjenda og leita lausna í stað þess að selja ofan af þeim heimili þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Fréttir hafa birst um að Íbúðalánasjóður hyggist selja um 300 íbúðir í eigu sjóðsins á SV-horninu til sveitarfélaga. Íbúðirnar, sem sjóðurinn leysti til sín á sínum tíma, eru í útleigu. Margir leigjendur þessara íbúða er fólk sem átti þær áður, en hefur fengið að leigja þær af Íbúðalánasjóði á viðráðanlegu verði eftir að sjóðurinn leysti íbúðirnar til sín í kjölfar efnahagshrunsins. Margir leigjendur þessara íbúða hafa hærri tekjur en þröng tekjumörk sveitarfélaga setja til að mega leigja félagslegt húsnæði (m.v. 240 þúsund krónur brúttó á mánuði). Ef leigjendur þessara íbúða missa þennan leigusamning eru þeir settir í óvissu á leigumarkaði sem einkennist af skömmum leigutíma og háu leiguverði. Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra hefur beðið Íbúðalánasjóð að bíða með að selja íbúðirnar meðan unnið er að lausn þeirra leigjenda sem búa í íbúðunum. Ég styð þessa beiðni Þorsteins. Ein tillaga að úrlausn er að setja á laggirnar sérstakt opinbert leigufélag sem tekur yfir þessar eignir og heldur áfram að leigja þær út til þeirra sem vilja, til langs tíma og óháð tekjum. Á sínum tíma starfaði leigufélagið Klettur, sem var í eigu Íbúðalánasjóðs, sem leigði fólki óháð tekjum til langs tíma á viðráðanlegu verði og veitti 450 fjölskyldum skjól og öryggi. Leigufélagið Klettur var selt til leigufélags í eigu Gamma og leigjendur sem bjuggu áður við langtímaleigu og viðráðanlegt leiguverð þurftu að greiða 40-50% hærri leigu í skilyrtan leigutíma, eða til eins árs í senn. Leigufélagið Klettur var selt í ráðherratíð Eyglóar Harðardóttur sem gerði lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir söluna eða leita annarra lausna og jók því húsnæðisvanda fólks sem áður leigði hjá leigufélaginu. Það ber að hrósa Þorsteini fyrir þá viðleitni að verja hagsmuni leigjenda og leita lausna í stað þess að selja ofan af þeim heimili þeirra.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar