Innkoma Costco er ekki úrslitaatriði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. júlí 2017 07:00 Það var mat Samkeppniseftirlitsins að kaup smásölurisans Haga á lyfjafélaginu Lyfju hefðu verið til þess fallin að skaða samkeppni, almenningi og atvinnulífi til tjóns. Ógilti stofnunin af þeim sökum samrunann. Vísir/Vilhelm Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að möguleikar markaðsráðandi fyrirtækja til þess að stækka við sig og styrkja stöðu sína með kaupum á öðrum fyrirtækjum, sem selja að einhverju leyti sömu vörur, séu takmarkaðir. Viðbúið sé að slík kaup hringi viðvörunarbjöllum hjá Samkeppniseftirlitinu sem taki þau til mjög nákvæmrar skoðunar. Í samtali við blaðið segir Heimir Örn að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins um að kaup smásölufélagsins Haga á lyfjafélaginu Lyfju hefðu haft skaðleg áhrif á samkeppni komi ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Ég fæ ekki betur séð en að samþjöppun á öllum mörkuðum sem félögin tvö starfa á myndi aukast, miðað við þær viðmiðanir sem Samkeppniseftirlitið notar.“ Það eigi sérstaklega við um vissa skilgreinda undirmarkaði í málinu, svo sem hreinlætis- og snyrtivörumarkaðinn, þar sem félögin eru harðir keppinautar. „Niðurstaða eftirlitsins er sú að staða hins sameinaða félags yrði mjög sterk, sums staðar yfirburðastaða, á undirmörkuðunum um allt land,“ segir Heimir Örn.Heimir Örn Herbersson, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í ReykjavíkHann nefnir að félögin séu markaðsráðandi eða í mjög sterkri stöðu á yfirmörkuðum sínum. Þegar slík félög hafi hug á að efla stöðu sína með kaupum á öðru félagi hringi það alla jafna viðvörunarbjöllum hjá samkeppnisyfirvöldum. „Þau reyna þá að leggja mat á hversu mikið markaðirnir muni þjappast saman. Ef samþjöppun er að verða of mikil á mörkuðum sem eru þegar samþjappaðir eru líkur til þess að samkeppnisyfirvöld taki það til sérstakrar skoðunar og grípi inn í. Slík samþjöppun veitir vísbendingu um að samkeppnin verði enn veikari eftir samrunann.“ Margir forystumenn í atvinnulífinu hafa bent á að samkeppnisumhverfið á smásölumarkaði sé að gerbreytast, svo sem með aukinni netverslun og innreið bandaríska verslunarrisans Costco á innlendan markað. Innlendir smásalar verði að geta brugðist við þessari þróun með aukinni hagræðingu og mögulega sameiningum. Heimir Örn segir samkeppnisyfirvöld ekki mega loka augunum fyrir möguleikum félaga til þess að hreyfa sig og sameinast öðrum félögum. Yfirvöld verði hins vegar ávallt að meta hvort slíkir samrunar séu líklegir til þess að veikja samkeppni. Tilfinningar sem menn kunni að hafa fyrir því að samkeppnisumhverfið sé að breytast varði ekki miklu sem slíkar. Það þurfi að vera hægt að mæla slíkar breytingar. Eins og kunnugt er var það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að á þessu stigi væru ekki forsendur til að ætla að innkoma Costco hefði dregið verulega úr sterkri stöðu Haga. Of snemmt væri að segja til um hvaða áhrif Costco muni hafa til lengri tíma litið. Heimir Örn segir niðurstöðuna ekki koma á óvart. „Það er ekki algjört úrslitaatriði í sjálfu sér hvort nýr keppinautur, alþjóðlegur risi, sé kominn á markaðinn. Það þarf að liggja fyrir með mælanlegum hætti að slíkur keppinautur sé líklegur til þess að hafa raunverulegar breytingar í för með sér. Mér sýnist að eftirlitið hafi reynt að meta það og niðurstaðan er sú að eins og sakir standa er ekki hægt að fullyrða að innkoma Costco muni breyta sterkri stöðu sameinaðs félags Haga og Lyfju verulega. Það getur vel verið að reynslan muni leiða annað í ljós og að forsendur eigi eftir að skapast fyrir samruna af þessu tagi, en í dag er það að minnsta kosti ekki þannig.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samruni Lyfju og Haga hefði skaðað samkeppni á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði Telur Samkeppniseftirlitið að samruninn hefði raskað samkeppni á þessum mörkuðum umtalsvert. 18. júlí 2017 12:32 Ákvörðunin kom á óvart Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda samruna smásölufélagsins Haga og lyfsölufélagsins Lyfju hafi komið á óvart. Hann segir að íslensk fyrirtæki verði að geta brugðist við aukinni samkeppni. Sameining sé ein leið til að ná fram hagræðingu. 25. júlí 2017 06:00 Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47 Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að möguleikar markaðsráðandi fyrirtækja til þess að stækka við sig og styrkja stöðu sína með kaupum á öðrum fyrirtækjum, sem selja að einhverju leyti sömu vörur, séu takmarkaðir. Viðbúið sé að slík kaup hringi viðvörunarbjöllum hjá Samkeppniseftirlitinu sem taki þau til mjög nákvæmrar skoðunar. Í samtali við blaðið segir Heimir Örn að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins um að kaup smásölufélagsins Haga á lyfjafélaginu Lyfju hefðu haft skaðleg áhrif á samkeppni komi ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Ég fæ ekki betur séð en að samþjöppun á öllum mörkuðum sem félögin tvö starfa á myndi aukast, miðað við þær viðmiðanir sem Samkeppniseftirlitið notar.“ Það eigi sérstaklega við um vissa skilgreinda undirmarkaði í málinu, svo sem hreinlætis- og snyrtivörumarkaðinn, þar sem félögin eru harðir keppinautar. „Niðurstaða eftirlitsins er sú að staða hins sameinaða félags yrði mjög sterk, sums staðar yfirburðastaða, á undirmörkuðunum um allt land,“ segir Heimir Örn.Heimir Örn Herbersson, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í ReykjavíkHann nefnir að félögin séu markaðsráðandi eða í mjög sterkri stöðu á yfirmörkuðum sínum. Þegar slík félög hafi hug á að efla stöðu sína með kaupum á öðru félagi hringi það alla jafna viðvörunarbjöllum hjá samkeppnisyfirvöldum. „Þau reyna þá að leggja mat á hversu mikið markaðirnir muni þjappast saman. Ef samþjöppun er að verða of mikil á mörkuðum sem eru þegar samþjappaðir eru líkur til þess að samkeppnisyfirvöld taki það til sérstakrar skoðunar og grípi inn í. Slík samþjöppun veitir vísbendingu um að samkeppnin verði enn veikari eftir samrunann.“ Margir forystumenn í atvinnulífinu hafa bent á að samkeppnisumhverfið á smásölumarkaði sé að gerbreytast, svo sem með aukinni netverslun og innreið bandaríska verslunarrisans Costco á innlendan markað. Innlendir smásalar verði að geta brugðist við þessari þróun með aukinni hagræðingu og mögulega sameiningum. Heimir Örn segir samkeppnisyfirvöld ekki mega loka augunum fyrir möguleikum félaga til þess að hreyfa sig og sameinast öðrum félögum. Yfirvöld verði hins vegar ávallt að meta hvort slíkir samrunar séu líklegir til þess að veikja samkeppni. Tilfinningar sem menn kunni að hafa fyrir því að samkeppnisumhverfið sé að breytast varði ekki miklu sem slíkar. Það þurfi að vera hægt að mæla slíkar breytingar. Eins og kunnugt er var það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að á þessu stigi væru ekki forsendur til að ætla að innkoma Costco hefði dregið verulega úr sterkri stöðu Haga. Of snemmt væri að segja til um hvaða áhrif Costco muni hafa til lengri tíma litið. Heimir Örn segir niðurstöðuna ekki koma á óvart. „Það er ekki algjört úrslitaatriði í sjálfu sér hvort nýr keppinautur, alþjóðlegur risi, sé kominn á markaðinn. Það þarf að liggja fyrir með mælanlegum hætti að slíkur keppinautur sé líklegur til þess að hafa raunverulegar breytingar í för með sér. Mér sýnist að eftirlitið hafi reynt að meta það og niðurstaðan er sú að eins og sakir standa er ekki hægt að fullyrða að innkoma Costco muni breyta sterkri stöðu sameinaðs félags Haga og Lyfju verulega. Það getur vel verið að reynslan muni leiða annað í ljós og að forsendur eigi eftir að skapast fyrir samruna af þessu tagi, en í dag er það að minnsta kosti ekki þannig.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samruni Lyfju og Haga hefði skaðað samkeppni á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði Telur Samkeppniseftirlitið að samruninn hefði raskað samkeppni á þessum mörkuðum umtalsvert. 18. júlí 2017 12:32 Ákvörðunin kom á óvart Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda samruna smásölufélagsins Haga og lyfsölufélagsins Lyfju hafi komið á óvart. Hann segir að íslensk fyrirtæki verði að geta brugðist við aukinni samkeppni. Sameining sé ein leið til að ná fram hagræðingu. 25. júlí 2017 06:00 Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47 Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Samruni Lyfju og Haga hefði skaðað samkeppni á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði Telur Samkeppniseftirlitið að samruninn hefði raskað samkeppni á þessum mörkuðum umtalsvert. 18. júlí 2017 12:32
Ákvörðunin kom á óvart Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda samruna smásölufélagsins Haga og lyfsölufélagsins Lyfju hafi komið á óvart. Hann segir að íslensk fyrirtæki verði að geta brugðist við aukinni samkeppni. Sameining sé ein leið til að ná fram hagræðingu. 25. júlí 2017 06:00
Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47