Samruni Lyfju og Haga hefði skaðað samkeppni á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. júlí 2017 12:32 Samkeppniseftirlitið ógilti í gær samruna Lyfju og Haga. Vísir Samruni Lyfju og Haga hefði leitt til samþjöppunar á þeim mörkuðum sem Hagar og Lyfja starfa bæði á, ekki síst á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði. Hann hefði leitt til þess að á þeim markaði hefði horfið samkeppni sem nú er á milli Haga og Lyfju. Breytingarnar hefðu verið til þess fallnar að skaða samkeppni, almenningi og atvinnulífi til tjóns. Þetta er mat Samkeppniseftirlitsins sem taldi óhjákvæmilegt að ógilda samruna félaganna í gær. Það er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að hið sameinaða fyrirtæki hefði haft umtalsverða samkeppnislega yfirburði umfram aðra keppinauta, meðal annars vegna efnahagslegs styrkleika og sterkrar stöðu í innflutningi og dreifingu á tilteknum sviðum, sem erfitt hefði verið að keppa við. Telur Samkeppniseftirlitið að samruninn hefði raskað samkeppni á þessum mörkuðum umtalsvert. Með ógildingu samrunans sé komið í veg fyrir að neytendur verði fyrir tjóni sem ella hefði leitt af honum, til dæmis í formi hærra verðs, skertrar þjónustu eða minna vöruúrvals. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins beindist jafnframt að því hvort staða Haga á dagvörumarkaði hefði breyst á undanförnum árum, en samkeppnisyfirvöld og dómstólar höfðu í eldri málum komist að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið væri í markaðsráðandi stöðu. Að mati Samkeppniseftirlitsins eru Hagar enn í markaðsráðandi stöðu. Í því sambandi var meðal annars litið til mikillar markaðshlutdeildar fyrirtækisins, en sjónarmið viðskiptavina og keppinauta, sem aflað var, hafi einnig gefið til kynna að staða fyrirtækisins sé sterk.Enn ráðandi eftir komu Costco Í samrunamálum ber Samkeppniseftirlitinu lögum samkvæmt að taka ákvörðun innan tiltekins tímafrests. Skammt er síðan Costco hóf starfsemi hér á landi. Í málinu var, eins og mögulegt var, rannsakað hvaða áhrif starfsemi Costco hefði á þá markaði sem málið varðaði. Aflað var tölulegra upplýsinga og sjónarmiða frá Costco og öðrum smásölum og birgjum á viðkomandi mörkuðum, niðurstöður ýmissa greiningaraðila skoðaðar, aflað upplýsinga um reynslu af opnun Costco annars staðar og aflað gagna um reynslu annarra erlendra smásölufyrirtækja sem hafa hafið starfsemi hér á landi. Á grundvelli fyrirliggjandi gagna var síðan stillt upp mismunandi sviðsmyndum um möguleg áhrif Costco til lengri tíma litið. Er það niðurstaða rannsóknarinnar að opnun og tilvist Costco á íslenskum markaði hafi takmörkuð áhrif á þá markaði sem Hagar og Lyfja starfa bæði á, einkum á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði. Full ástæða sé hins vegar til að fylgjast náið með þróun markaðarins á næstu misserum. Tengdar fréttir Hagar ákveða áfrýjun síðar Hagar tilkynntu í apríl um kaup á Olís. Finnur segir þessa ákvörðun engin áhrif hafa á þau áform. 18. júlí 2017 07:00 Hlutabréf í Högum lækka í verði við opnun markaða Hlutabréf í Högum hafa lækkað í verði um tæp 4% á fyrsta hálftímanum eftir opnun kauphallarinnar í dag. 18. júlí 2017 10:01 Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Samruni Lyfju og Haga hefði leitt til samþjöppunar á þeim mörkuðum sem Hagar og Lyfja starfa bæði á, ekki síst á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði. Hann hefði leitt til þess að á þeim markaði hefði horfið samkeppni sem nú er á milli Haga og Lyfju. Breytingarnar hefðu verið til þess fallnar að skaða samkeppni, almenningi og atvinnulífi til tjóns. Þetta er mat Samkeppniseftirlitsins sem taldi óhjákvæmilegt að ógilda samruna félaganna í gær. Það er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að hið sameinaða fyrirtæki hefði haft umtalsverða samkeppnislega yfirburði umfram aðra keppinauta, meðal annars vegna efnahagslegs styrkleika og sterkrar stöðu í innflutningi og dreifingu á tilteknum sviðum, sem erfitt hefði verið að keppa við. Telur Samkeppniseftirlitið að samruninn hefði raskað samkeppni á þessum mörkuðum umtalsvert. Með ógildingu samrunans sé komið í veg fyrir að neytendur verði fyrir tjóni sem ella hefði leitt af honum, til dæmis í formi hærra verðs, skertrar þjónustu eða minna vöruúrvals. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins beindist jafnframt að því hvort staða Haga á dagvörumarkaði hefði breyst á undanförnum árum, en samkeppnisyfirvöld og dómstólar höfðu í eldri málum komist að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið væri í markaðsráðandi stöðu. Að mati Samkeppniseftirlitsins eru Hagar enn í markaðsráðandi stöðu. Í því sambandi var meðal annars litið til mikillar markaðshlutdeildar fyrirtækisins, en sjónarmið viðskiptavina og keppinauta, sem aflað var, hafi einnig gefið til kynna að staða fyrirtækisins sé sterk.Enn ráðandi eftir komu Costco Í samrunamálum ber Samkeppniseftirlitinu lögum samkvæmt að taka ákvörðun innan tiltekins tímafrests. Skammt er síðan Costco hóf starfsemi hér á landi. Í málinu var, eins og mögulegt var, rannsakað hvaða áhrif starfsemi Costco hefði á þá markaði sem málið varðaði. Aflað var tölulegra upplýsinga og sjónarmiða frá Costco og öðrum smásölum og birgjum á viðkomandi mörkuðum, niðurstöður ýmissa greiningaraðila skoðaðar, aflað upplýsinga um reynslu af opnun Costco annars staðar og aflað gagna um reynslu annarra erlendra smásölufyrirtækja sem hafa hafið starfsemi hér á landi. Á grundvelli fyrirliggjandi gagna var síðan stillt upp mismunandi sviðsmyndum um möguleg áhrif Costco til lengri tíma litið. Er það niðurstaða rannsóknarinnar að opnun og tilvist Costco á íslenskum markaði hafi takmörkuð áhrif á þá markaði sem Hagar og Lyfja starfa bæði á, einkum á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði. Full ástæða sé hins vegar til að fylgjast náið með þróun markaðarins á næstu misserum.
Tengdar fréttir Hagar ákveða áfrýjun síðar Hagar tilkynntu í apríl um kaup á Olís. Finnur segir þessa ákvörðun engin áhrif hafa á þau áform. 18. júlí 2017 07:00 Hlutabréf í Högum lækka í verði við opnun markaða Hlutabréf í Högum hafa lækkað í verði um tæp 4% á fyrsta hálftímanum eftir opnun kauphallarinnar í dag. 18. júlí 2017 10:01 Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Hagar ákveða áfrýjun síðar Hagar tilkynntu í apríl um kaup á Olís. Finnur segir þessa ákvörðun engin áhrif hafa á þau áform. 18. júlí 2017 07:00
Hlutabréf í Högum lækka í verði við opnun markaða Hlutabréf í Högum hafa lækkað í verði um tæp 4% á fyrsta hálftímanum eftir opnun kauphallarinnar í dag. 18. júlí 2017 10:01
Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47