Er nokkur séns að gera eitthvað í losun gróðurhúsategunda? Guðmundur Gíslason skrifar 22. mars 2017 11:50 Það er víst allt að fara til andskotans í umhverfismálum. Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar kom í ljós að Íslendingar munu fara langt framúr losunarheimildum á gróðurhúsalofttegunum, okkur öllum til mikillar mæðu. Umhverfisráðherra fór strax af stað og gaf út aðra skýrslu um hvað skal gera. Eins og venjulega er talað um að það þurfi að hætta stuðningi við mengandi stóriðju, sem er góð hugmynd, og að gera eitthvað í bílaflotanum, sem er líka gott. Ekkert er hægt að sjá gegn því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. En er það nóg? Bæði fyrir samþykktir okkar og loftslagið okkar? Reyndar er það þannig að hlutfall losunar koltvísýrings vegna iðnaðar og samgöngu er ekki nema lítill hluti. Nú ætla ég ekki að gera lítið úr því að draga úr þeirri losun, hvert prómill skiptir gífurlegu máli. En raunveruleikinn er sá að lang stærsti hluti af losun koltvísýrings á Íslandi er vegna landnýtingar, meira en 70%! Kolefni sem hefur áður verið bundið í jarðveg er að losna og það hratt. Að miklu leyti er það útaf framræstu landi og ofbeit sauðfjár. Þrátt fyrir mikla losun telur þessi þáttur ekki til Kyoto bókunarinnar. En binding telst hinsvegar sem plús, við getum losað meira ef við bindum meira. Það er að segja, við gætum dúllað okkur við að draga úr mengun stóriðjunnar og bílanna og komist upp með það, svo lengi sem bindum kolefni á móti. Auðveldasta, skilvirkasta og ódýrasta leiðin til að að draga úr þessum 70% losunarþætti er landgræðsla og skógrækt. Árni Bragason landgræðslustjóri benti nýlega á að það væri hægt að fjórfalda aðgerðarhraða fyrir tiltölulega lítið fé. Eins og hann segir eru sum svæði sem hreinlega hrópa á hjálp. Ein góð og ódýr leið til landgræðslu er að láta náttúruna um það sjálfa. En þá þarf að friða fyrir beit. Ofbeit sauðfjár hefur haft langmest áhrif á hnignun gróðurs á Íslandi. Það þarf ekki treysta mér fyrir því, heldur hefur þetta verið rækilega rannsakað. Þrátt fyrir að þetta liggi fyrir hefur verið stofnaður faghópur á vegum Landgræðslunnar til að meta gróðurauðlindir. Það eru ástæður til þess að vera gagnrýninn á þann hóp en vonandi verður niðurstaðan sú að það verði strax farið í aðgerðir. En hvað ef ég segði þér að það er leið til að binda gífurlegt magn kolefnis á arðbæran hátt, sem skapar ekki bara störf heldur störf á landsbyggðinni. Þetta ætti að vera blautur draumur allra stjórnmálamanna., arðbær, umhverfisvæn atvinnutækifæri. Þetta er auðvitað skógrækt. Íslensk skógrækt er frekar ung en er strax byrjuð að skila einhverju af sér. Vandamálið er að þetta er svo mikil langtímafjárfesting að það er varla mögulegt fyrir einkaaðila að standa í þessu. Ríkið heldur uppi landshlutabundnum skógræktarverkefnum þar sem landeigendum er boðið að byrja á skógrækt. Þessi verkefni munu borga sig margfalt til baka. Þetta er gert að of litlu leyti. Í kjölfar hrunsins ákvað þáverandi umhverfisráðherra að minnka framlög til verkefnisins til muna, aðstæður afsaka það kannski. En vegna núverandi stöðu umhverfismála er full ástæða að koma þessu á fullt skrið. Í dag er um 3 milljónum trjáplantna plantað árlega. Það væri auðveldlega hægt að auka þennan fjölda upp í 8 milljónir á næstu 5 árum. Satt best að segja skil ég ekki hvers vegna stjórnvöld grípa ekki gæsina strax og fara í stórfelldar landgræðslu- og skógræktaraðgerðir. Þetta eru einfaldlega bestu aðferðirnar til að taka núverandi umhverfisvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það er víst allt að fara til andskotans í umhverfismálum. Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar kom í ljós að Íslendingar munu fara langt framúr losunarheimildum á gróðurhúsalofttegunum, okkur öllum til mikillar mæðu. Umhverfisráðherra fór strax af stað og gaf út aðra skýrslu um hvað skal gera. Eins og venjulega er talað um að það þurfi að hætta stuðningi við mengandi stóriðju, sem er góð hugmynd, og að gera eitthvað í bílaflotanum, sem er líka gott. Ekkert er hægt að sjá gegn því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. En er það nóg? Bæði fyrir samþykktir okkar og loftslagið okkar? Reyndar er það þannig að hlutfall losunar koltvísýrings vegna iðnaðar og samgöngu er ekki nema lítill hluti. Nú ætla ég ekki að gera lítið úr því að draga úr þeirri losun, hvert prómill skiptir gífurlegu máli. En raunveruleikinn er sá að lang stærsti hluti af losun koltvísýrings á Íslandi er vegna landnýtingar, meira en 70%! Kolefni sem hefur áður verið bundið í jarðveg er að losna og það hratt. Að miklu leyti er það útaf framræstu landi og ofbeit sauðfjár. Þrátt fyrir mikla losun telur þessi þáttur ekki til Kyoto bókunarinnar. En binding telst hinsvegar sem plús, við getum losað meira ef við bindum meira. Það er að segja, við gætum dúllað okkur við að draga úr mengun stóriðjunnar og bílanna og komist upp með það, svo lengi sem bindum kolefni á móti. Auðveldasta, skilvirkasta og ódýrasta leiðin til að að draga úr þessum 70% losunarþætti er landgræðsla og skógrækt. Árni Bragason landgræðslustjóri benti nýlega á að það væri hægt að fjórfalda aðgerðarhraða fyrir tiltölulega lítið fé. Eins og hann segir eru sum svæði sem hreinlega hrópa á hjálp. Ein góð og ódýr leið til landgræðslu er að láta náttúruna um það sjálfa. En þá þarf að friða fyrir beit. Ofbeit sauðfjár hefur haft langmest áhrif á hnignun gróðurs á Íslandi. Það þarf ekki treysta mér fyrir því, heldur hefur þetta verið rækilega rannsakað. Þrátt fyrir að þetta liggi fyrir hefur verið stofnaður faghópur á vegum Landgræðslunnar til að meta gróðurauðlindir. Það eru ástæður til þess að vera gagnrýninn á þann hóp en vonandi verður niðurstaðan sú að það verði strax farið í aðgerðir. En hvað ef ég segði þér að það er leið til að binda gífurlegt magn kolefnis á arðbæran hátt, sem skapar ekki bara störf heldur störf á landsbyggðinni. Þetta ætti að vera blautur draumur allra stjórnmálamanna., arðbær, umhverfisvæn atvinnutækifæri. Þetta er auðvitað skógrækt. Íslensk skógrækt er frekar ung en er strax byrjuð að skila einhverju af sér. Vandamálið er að þetta er svo mikil langtímafjárfesting að það er varla mögulegt fyrir einkaaðila að standa í þessu. Ríkið heldur uppi landshlutabundnum skógræktarverkefnum þar sem landeigendum er boðið að byrja á skógrækt. Þessi verkefni munu borga sig margfalt til baka. Þetta er gert að of litlu leyti. Í kjölfar hrunsins ákvað þáverandi umhverfisráðherra að minnka framlög til verkefnisins til muna, aðstæður afsaka það kannski. En vegna núverandi stöðu umhverfismála er full ástæða að koma þessu á fullt skrið. Í dag er um 3 milljónum trjáplantna plantað árlega. Það væri auðveldlega hægt að auka þennan fjölda upp í 8 milljónir á næstu 5 árum. Satt best að segja skil ég ekki hvers vegna stjórnvöld grípa ekki gæsina strax og fara í stórfelldar landgræðslu- og skógræktaraðgerðir. Þetta eru einfaldlega bestu aðferðirnar til að taka núverandi umhverfisvá.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun