Er nokkur séns að gera eitthvað í losun gróðurhúsategunda? Guðmundur Gíslason skrifar 22. mars 2017 11:50 Það er víst allt að fara til andskotans í umhverfismálum. Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar kom í ljós að Íslendingar munu fara langt framúr losunarheimildum á gróðurhúsalofttegunum, okkur öllum til mikillar mæðu. Umhverfisráðherra fór strax af stað og gaf út aðra skýrslu um hvað skal gera. Eins og venjulega er talað um að það þurfi að hætta stuðningi við mengandi stóriðju, sem er góð hugmynd, og að gera eitthvað í bílaflotanum, sem er líka gott. Ekkert er hægt að sjá gegn því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. En er það nóg? Bæði fyrir samþykktir okkar og loftslagið okkar? Reyndar er það þannig að hlutfall losunar koltvísýrings vegna iðnaðar og samgöngu er ekki nema lítill hluti. Nú ætla ég ekki að gera lítið úr því að draga úr þeirri losun, hvert prómill skiptir gífurlegu máli. En raunveruleikinn er sá að lang stærsti hluti af losun koltvísýrings á Íslandi er vegna landnýtingar, meira en 70%! Kolefni sem hefur áður verið bundið í jarðveg er að losna og það hratt. Að miklu leyti er það útaf framræstu landi og ofbeit sauðfjár. Þrátt fyrir mikla losun telur þessi þáttur ekki til Kyoto bókunarinnar. En binding telst hinsvegar sem plús, við getum losað meira ef við bindum meira. Það er að segja, við gætum dúllað okkur við að draga úr mengun stóriðjunnar og bílanna og komist upp með það, svo lengi sem bindum kolefni á móti. Auðveldasta, skilvirkasta og ódýrasta leiðin til að að draga úr þessum 70% losunarþætti er landgræðsla og skógrækt. Árni Bragason landgræðslustjóri benti nýlega á að það væri hægt að fjórfalda aðgerðarhraða fyrir tiltölulega lítið fé. Eins og hann segir eru sum svæði sem hreinlega hrópa á hjálp. Ein góð og ódýr leið til landgræðslu er að láta náttúruna um það sjálfa. En þá þarf að friða fyrir beit. Ofbeit sauðfjár hefur haft langmest áhrif á hnignun gróðurs á Íslandi. Það þarf ekki treysta mér fyrir því, heldur hefur þetta verið rækilega rannsakað. Þrátt fyrir að þetta liggi fyrir hefur verið stofnaður faghópur á vegum Landgræðslunnar til að meta gróðurauðlindir. Það eru ástæður til þess að vera gagnrýninn á þann hóp en vonandi verður niðurstaðan sú að það verði strax farið í aðgerðir. En hvað ef ég segði þér að það er leið til að binda gífurlegt magn kolefnis á arðbæran hátt, sem skapar ekki bara störf heldur störf á landsbyggðinni. Þetta ætti að vera blautur draumur allra stjórnmálamanna., arðbær, umhverfisvæn atvinnutækifæri. Þetta er auðvitað skógrækt. Íslensk skógrækt er frekar ung en er strax byrjuð að skila einhverju af sér. Vandamálið er að þetta er svo mikil langtímafjárfesting að það er varla mögulegt fyrir einkaaðila að standa í þessu. Ríkið heldur uppi landshlutabundnum skógræktarverkefnum þar sem landeigendum er boðið að byrja á skógrækt. Þessi verkefni munu borga sig margfalt til baka. Þetta er gert að of litlu leyti. Í kjölfar hrunsins ákvað þáverandi umhverfisráðherra að minnka framlög til verkefnisins til muna, aðstæður afsaka það kannski. En vegna núverandi stöðu umhverfismála er full ástæða að koma þessu á fullt skrið. Í dag er um 3 milljónum trjáplantna plantað árlega. Það væri auðveldlega hægt að auka þennan fjölda upp í 8 milljónir á næstu 5 árum. Satt best að segja skil ég ekki hvers vegna stjórnvöld grípa ekki gæsina strax og fara í stórfelldar landgræðslu- og skógræktaraðgerðir. Þetta eru einfaldlega bestu aðferðirnar til að taka núverandi umhverfisvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það er víst allt að fara til andskotans í umhverfismálum. Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar kom í ljós að Íslendingar munu fara langt framúr losunarheimildum á gróðurhúsalofttegunum, okkur öllum til mikillar mæðu. Umhverfisráðherra fór strax af stað og gaf út aðra skýrslu um hvað skal gera. Eins og venjulega er talað um að það þurfi að hætta stuðningi við mengandi stóriðju, sem er góð hugmynd, og að gera eitthvað í bílaflotanum, sem er líka gott. Ekkert er hægt að sjá gegn því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. En er það nóg? Bæði fyrir samþykktir okkar og loftslagið okkar? Reyndar er það þannig að hlutfall losunar koltvísýrings vegna iðnaðar og samgöngu er ekki nema lítill hluti. Nú ætla ég ekki að gera lítið úr því að draga úr þeirri losun, hvert prómill skiptir gífurlegu máli. En raunveruleikinn er sá að lang stærsti hluti af losun koltvísýrings á Íslandi er vegna landnýtingar, meira en 70%! Kolefni sem hefur áður verið bundið í jarðveg er að losna og það hratt. Að miklu leyti er það útaf framræstu landi og ofbeit sauðfjár. Þrátt fyrir mikla losun telur þessi þáttur ekki til Kyoto bókunarinnar. En binding telst hinsvegar sem plús, við getum losað meira ef við bindum meira. Það er að segja, við gætum dúllað okkur við að draga úr mengun stóriðjunnar og bílanna og komist upp með það, svo lengi sem bindum kolefni á móti. Auðveldasta, skilvirkasta og ódýrasta leiðin til að að draga úr þessum 70% losunarþætti er landgræðsla og skógrækt. Árni Bragason landgræðslustjóri benti nýlega á að það væri hægt að fjórfalda aðgerðarhraða fyrir tiltölulega lítið fé. Eins og hann segir eru sum svæði sem hreinlega hrópa á hjálp. Ein góð og ódýr leið til landgræðslu er að láta náttúruna um það sjálfa. En þá þarf að friða fyrir beit. Ofbeit sauðfjár hefur haft langmest áhrif á hnignun gróðurs á Íslandi. Það þarf ekki treysta mér fyrir því, heldur hefur þetta verið rækilega rannsakað. Þrátt fyrir að þetta liggi fyrir hefur verið stofnaður faghópur á vegum Landgræðslunnar til að meta gróðurauðlindir. Það eru ástæður til þess að vera gagnrýninn á þann hóp en vonandi verður niðurstaðan sú að það verði strax farið í aðgerðir. En hvað ef ég segði þér að það er leið til að binda gífurlegt magn kolefnis á arðbæran hátt, sem skapar ekki bara störf heldur störf á landsbyggðinni. Þetta ætti að vera blautur draumur allra stjórnmálamanna., arðbær, umhverfisvæn atvinnutækifæri. Þetta er auðvitað skógrækt. Íslensk skógrækt er frekar ung en er strax byrjuð að skila einhverju af sér. Vandamálið er að þetta er svo mikil langtímafjárfesting að það er varla mögulegt fyrir einkaaðila að standa í þessu. Ríkið heldur uppi landshlutabundnum skógræktarverkefnum þar sem landeigendum er boðið að byrja á skógrækt. Þessi verkefni munu borga sig margfalt til baka. Þetta er gert að of litlu leyti. Í kjölfar hrunsins ákvað þáverandi umhverfisráðherra að minnka framlög til verkefnisins til muna, aðstæður afsaka það kannski. En vegna núverandi stöðu umhverfismála er full ástæða að koma þessu á fullt skrið. Í dag er um 3 milljónum trjáplantna plantað árlega. Það væri auðveldlega hægt að auka þennan fjölda upp í 8 milljónir á næstu 5 árum. Satt best að segja skil ég ekki hvers vegna stjórnvöld grípa ekki gæsina strax og fara í stórfelldar landgræðslu- og skógræktaraðgerðir. Þetta eru einfaldlega bestu aðferðirnar til að taka núverandi umhverfisvá.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun