Fjárfestingarfélagið Sjávarsýn ehf., sem er í eigu Bjarna Ármannssonar, fjárfestis og fyrrverandi forstjóra Glitnis banka, tapaði ríflega 50 milljónum króna í fyrra. Þetta er annað árið í röð sem tap er á starfsemi félagsins en á árinu 2015 nam tapið um 333 milljónum króna.
Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Sjávarsýnar var hrein ávöxtun verðbréfa í eigu félagsins neikvæð um 253 milljónir króna en hins vegar fékk félagið greiddan arð að fjárhæð samtals um 355 milljónir. Eignir Sjávarsýnar námu liðlega 3.470 milljónum í árslok 2016, þar sem mestu munaði um eignarhluti í öðrum félögum og skuldabréf og aðrar langtímakröfur, en heildarskuldir voru um 1.243 milljónir. Eigið félagsins er því liðlega 2.230 milljónir króna.
Sjávarsýn heldur utan um fjárfestingar Bjarna í ýmsum fyrirtækjum. Þannig er félagið eigandi að útivistarversluninni Ellingsen, fyrirtækinu Ísmar sem rekur verslun í Síðumúla, skórisanum S4S, sem á meðal annars Steinar Waage, Ecco, Skór.is og Kaupfélagið, og auk þess að eiga hlut í olíuleitarfyrirtækinu Fáfni Offshore. Sjávarsýn átti einnig um fjórðungshlut í Eddu útgáfu en seldi allan hlut sinn í félaginu í fyrra.
Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Félag Bjarna Ármannssonar tapaði 50 milljónum í fyrra
Hörður Ægisson skrifar

Mest lesið

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent

Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum
Viðskipti innlent

Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983
Viðskipti innlent


Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum
Viðskipti innlent

Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum
Viðskipti innlent


Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife
Viðskipti innlent


Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi
Viðskipti innlent