Skjól fyrir einkarekstur Oddný Harðardóttir skrifar 24. apríl 2017 07:00 Landlæknir og heilbrigðisráðherra eru ekki sammála um túlkun laga um sjúkratryggingar. Þetta kemur skýrt fram með yfirlýsingu frá landlækni sem birt er á heimasíðu embættisins. Heilbrigðisráðherra virðist telja að einkareknar heilbrigðisstofnanir þurfi ekki sérstakt leyfi ráðherra til að reka sérhæfða sjúkrahúsþjónustu, heldur nægi einungis staðfesting frá landlækni um að þær uppfylli faglegar kröfur. Þær geta síðan fjármagnað rekstur sinn með samningi Sjúkratrygginga Íslands og Læknafélags Reykjavíkur. Með þessari fráleitu túlkun heilbrigðisráðherra hafa stjórnvöld enga stjórn á því hvert opinbert fjármagn rennur eða hvaða rekstrarform verða ríkjandi í íslensku heilbrigðiskerfi. Hér er einfaldlega lúffað fyrir villtustu draumum frjálshyggjumanna en almannahagur fyrir borð borinn. Til að bregðast við þessari slæmu stöðu hefur Samfylkingin lagt fram frumvarp um að ráðherra geti ekki gert þjónustusamninga við einkaaðila í heilbrigðiskerfinu nema með samþykki Alþingis að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og að arðgreiðslur af heilbrigðisþjónustu verði óheimilar. Þessi tillaga Samfylkingarinnar hefur fengið jákvæðar umsagnir, enda í samræmi við vilja meginþorra almennings. Hugmyndum um gróða og markað hefur verið þröngvað inn í umræðuna um viðkvæma stöðu heilbrigðiskerfisins. Þeir sem vilja selja ríkinu heilbrigðisþjónustu hafa ráðið för með því að skilgreina þarfirnar og útfærsluna sjálfir og er í raun leyft að skammta sér almannafé. Ekkert kallar á aukinn einkarekstur nema frjálshyggjustefna núverandi ríkisstjórnar með heilbrigðisráðherra í broddi fylkingar, sem leyfir einkavæðingunni að blómstra í hans skjóli. Við hin þurfum að gæta að og verja grunnstoðir velferðarkerfisins kröftuglega nú þegar hugmyndir um aukinn einkarekstur vaða uppi. Einkarekstur getur ekki komið í staðinn fyrir trausta opinbera heilbrigðisþjónustu sem er öllum aðgengileg. Aldrei má minnsti vafi leika á því hvort hagsmunir sjúklinga eða rekstraraðila heilbrigðisstofnana vegi þyngra.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Landlæknir og heilbrigðisráðherra eru ekki sammála um túlkun laga um sjúkratryggingar. Þetta kemur skýrt fram með yfirlýsingu frá landlækni sem birt er á heimasíðu embættisins. Heilbrigðisráðherra virðist telja að einkareknar heilbrigðisstofnanir þurfi ekki sérstakt leyfi ráðherra til að reka sérhæfða sjúkrahúsþjónustu, heldur nægi einungis staðfesting frá landlækni um að þær uppfylli faglegar kröfur. Þær geta síðan fjármagnað rekstur sinn með samningi Sjúkratrygginga Íslands og Læknafélags Reykjavíkur. Með þessari fráleitu túlkun heilbrigðisráðherra hafa stjórnvöld enga stjórn á því hvert opinbert fjármagn rennur eða hvaða rekstrarform verða ríkjandi í íslensku heilbrigðiskerfi. Hér er einfaldlega lúffað fyrir villtustu draumum frjálshyggjumanna en almannahagur fyrir borð borinn. Til að bregðast við þessari slæmu stöðu hefur Samfylkingin lagt fram frumvarp um að ráðherra geti ekki gert þjónustusamninga við einkaaðila í heilbrigðiskerfinu nema með samþykki Alþingis að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og að arðgreiðslur af heilbrigðisþjónustu verði óheimilar. Þessi tillaga Samfylkingarinnar hefur fengið jákvæðar umsagnir, enda í samræmi við vilja meginþorra almennings. Hugmyndum um gróða og markað hefur verið þröngvað inn í umræðuna um viðkvæma stöðu heilbrigðiskerfisins. Þeir sem vilja selja ríkinu heilbrigðisþjónustu hafa ráðið för með því að skilgreina þarfirnar og útfærsluna sjálfir og er í raun leyft að skammta sér almannafé. Ekkert kallar á aukinn einkarekstur nema frjálshyggjustefna núverandi ríkisstjórnar með heilbrigðisráðherra í broddi fylkingar, sem leyfir einkavæðingunni að blómstra í hans skjóli. Við hin þurfum að gæta að og verja grunnstoðir velferðarkerfisins kröftuglega nú þegar hugmyndir um aukinn einkarekstur vaða uppi. Einkarekstur getur ekki komið í staðinn fyrir trausta opinbera heilbrigðisþjónustu sem er öllum aðgengileg. Aldrei má minnsti vafi leika á því hvort hagsmunir sjúklinga eða rekstraraðila heilbrigðisstofnana vegi þyngra.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar