Um launastefnu ríkis og afturvirkt kjararáð Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 12. júlí 2017 07:00 Sautján aðildarfélög BHM undirbúa kjaraviðræður við ríkið en gerðardómur um kjör félagsmanna fellur úr gildi 31. ágúst nk. Varla þarf að rifja upp að sumarið 2015 stöðvaði Alþingi lögmætar verkfallsaðgerðir BHM með lagasetningu sem einnig fól sérstökum gerðardómi að ákvarða kaup og kjör félagsmanna aðildarfélaganna. Það reyndist ríkisvaldinu ekki heilladrjúg ráðstöfun því að í beinu framhaldi af úrskurði gerðardóms ákváðu aðrir aðilar á vinnumarkaði – ASÍ, BSRB og SA – að starta enn einu höfrungahlaupinu á grundvelli gerðardóms. BHM átti enga aðild að þeirri ákvörðun. Ríkisvaldið bætti svo um betur og gaf kjararáði lausan tauminn við ákvörðun launa æðstu embættismanna ríkisins. Þar hefur tilteknum stéttum og stjórnendum verið úthlutað miklum afturvirkum launahækkunum. Ástæða er til að rifja þessa atburðarás upp í aðdraganda kjarasamninga aðildarfélaga BHM við ríkið. Félagsmenn horfa að sjálfsögðu til ákvarðana kjararáðs við mótun kröfugerðar. Þá hefur Læknafélag Íslands nýlega gert kjarasamning við ríkið þar sem þó nokkrar launahækkanir eru faldar í breyttri launatöflu. Þetta eru gleðifréttir fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM sem starfa hjá ríkinu. BHM hefur ítrekað kallað eftir launastefnu ríkisins en aldrei fengið skýr svör frá samninganefnd ríkisins. En vísbendingarnar eru skýrar í ákvörðunum kjararáðs og í glænýjum samningi við lækna. Að lokum verður ekki hjá því komist að nefna menntunarákvæði gerðardóms en ein af meginkröfum aðildarfélaga BHM er að menntun sé metin til launa. Menntunarákvæðið átti að koma til framkvæmda 1. júní 2016. Rúmu ári síðar hefur þorri félagsmanna aðildarfélaga BHM ekki fengið greiðslur samkvæmt ákvæðinu. Þetta er nöturleg staðreynd ekki síst í ljósi þess að aðrir aðilar á vinnumarkaði hafa hækkað laun um sömu prósentu án tillits til menntunar. En, eins og áður segir, úrskurðir kjararáðs og nýr kjarasamningur Læknafélagsins gefa góðar vonir um málefnalegar launahækkanir til handa háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum í næstu samningalotu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Sautján aðildarfélög BHM undirbúa kjaraviðræður við ríkið en gerðardómur um kjör félagsmanna fellur úr gildi 31. ágúst nk. Varla þarf að rifja upp að sumarið 2015 stöðvaði Alþingi lögmætar verkfallsaðgerðir BHM með lagasetningu sem einnig fól sérstökum gerðardómi að ákvarða kaup og kjör félagsmanna aðildarfélaganna. Það reyndist ríkisvaldinu ekki heilladrjúg ráðstöfun því að í beinu framhaldi af úrskurði gerðardóms ákváðu aðrir aðilar á vinnumarkaði – ASÍ, BSRB og SA – að starta enn einu höfrungahlaupinu á grundvelli gerðardóms. BHM átti enga aðild að þeirri ákvörðun. Ríkisvaldið bætti svo um betur og gaf kjararáði lausan tauminn við ákvörðun launa æðstu embættismanna ríkisins. Þar hefur tilteknum stéttum og stjórnendum verið úthlutað miklum afturvirkum launahækkunum. Ástæða er til að rifja þessa atburðarás upp í aðdraganda kjarasamninga aðildarfélaga BHM við ríkið. Félagsmenn horfa að sjálfsögðu til ákvarðana kjararáðs við mótun kröfugerðar. Þá hefur Læknafélag Íslands nýlega gert kjarasamning við ríkið þar sem þó nokkrar launahækkanir eru faldar í breyttri launatöflu. Þetta eru gleðifréttir fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM sem starfa hjá ríkinu. BHM hefur ítrekað kallað eftir launastefnu ríkisins en aldrei fengið skýr svör frá samninganefnd ríkisins. En vísbendingarnar eru skýrar í ákvörðunum kjararáðs og í glænýjum samningi við lækna. Að lokum verður ekki hjá því komist að nefna menntunarákvæði gerðardóms en ein af meginkröfum aðildarfélaga BHM er að menntun sé metin til launa. Menntunarákvæðið átti að koma til framkvæmda 1. júní 2016. Rúmu ári síðar hefur þorri félagsmanna aðildarfélaga BHM ekki fengið greiðslur samkvæmt ákvæðinu. Þetta er nöturleg staðreynd ekki síst í ljósi þess að aðrir aðilar á vinnumarkaði hafa hækkað laun um sömu prósentu án tillits til menntunar. En, eins og áður segir, úrskurðir kjararáðs og nýr kjarasamningur Læknafélagsins gefa góðar vonir um málefnalegar launahækkanir til handa háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum í næstu samningalotu.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun