288.000 á mánuði í heildartekjur árið 2022 Ellen Calmon skrifar 31. maí 2017 07:00 Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisins til ársins 2022 er engan veginn sett nægilegt fjármagn í heilbrigðiskerfið. Fjármunir eru settir í byggingu nýs spítala sem er gott og gilt en ekki nægilegir fjármunir til að bæta í raun þjónustu innan kerfisins. Samkvæmt rannsóknum Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors við Háskóla Íslands, erum við að færast óðfluga fjær félagslegu heilbrigðiskerfi sem hefur verið litið á sem hornstein íslensks heilbrigðiskerfis hingað til. Fjármálaáætlunin boðar ekki heldur betra líf fyrir örorkulífeyrisþega. Það er nú yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að halda öryrkjum í fátækt með því að miða við að hækkun lífeyris verði á bilinu 3,1%-4,8% á árunum 2018-2022. Alls ekki boðlegt Ef við erum bjartsýn og búumst við 4,8% hækkun öll árin, þá mun mögulega óskertur örorkulífeyrir vera um 288.000 krónur árið 2022, sem er alls ekki boðlegt. Það er hætta á að örorkulífeyrisþegar sjái svartnættið eitt. Hvað þætti þér um ef ríkisstjórnin byði þér að vera með um 288 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt eftir fimm ár? Sæir þú fram á bjartari lífdaga? Grundvallarhlutverk ríkisvaldsins í velferðarríki er að tryggja mannréttindi og þar á meðal að koma til móts við einstaklinga sem þurfa á aðstoð að halda. Ekki virðist vera raunveruleg ætlun ríkisstjórnarinnar að styrkja mikilvægar grunnstoðir samfélagsins með nýrri fjármálaáætlun. Taka þarf út skerðingar Ef það er raunverulegur vilji ríkisstjórnarinnar að hvetja örorkulífeyrisþega til aukinnar samfélagsþátttöku þá þarf að setja mun meira fjármagn í almannatryggingakerfið eða á bilinu 10-12 milljarða króna. Það þarf að taka út skerðingar vegna atvinnu- og lífeyrissjóðstekna og hækka örorkulífeyri verulega svo fólk geti fyrst á möguleika á því að lifa mannsæmandi lífi. Gerum breytingar núna! Höfundur er formaður ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisins til ársins 2022 er engan veginn sett nægilegt fjármagn í heilbrigðiskerfið. Fjármunir eru settir í byggingu nýs spítala sem er gott og gilt en ekki nægilegir fjármunir til að bæta í raun þjónustu innan kerfisins. Samkvæmt rannsóknum Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors við Háskóla Íslands, erum við að færast óðfluga fjær félagslegu heilbrigðiskerfi sem hefur verið litið á sem hornstein íslensks heilbrigðiskerfis hingað til. Fjármálaáætlunin boðar ekki heldur betra líf fyrir örorkulífeyrisþega. Það er nú yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að halda öryrkjum í fátækt með því að miða við að hækkun lífeyris verði á bilinu 3,1%-4,8% á árunum 2018-2022. Alls ekki boðlegt Ef við erum bjartsýn og búumst við 4,8% hækkun öll árin, þá mun mögulega óskertur örorkulífeyrir vera um 288.000 krónur árið 2022, sem er alls ekki boðlegt. Það er hætta á að örorkulífeyrisþegar sjái svartnættið eitt. Hvað þætti þér um ef ríkisstjórnin byði þér að vera með um 288 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt eftir fimm ár? Sæir þú fram á bjartari lífdaga? Grundvallarhlutverk ríkisvaldsins í velferðarríki er að tryggja mannréttindi og þar á meðal að koma til móts við einstaklinga sem þurfa á aðstoð að halda. Ekki virðist vera raunveruleg ætlun ríkisstjórnarinnar að styrkja mikilvægar grunnstoðir samfélagsins með nýrri fjármálaáætlun. Taka þarf út skerðingar Ef það er raunverulegur vilji ríkisstjórnarinnar að hvetja örorkulífeyrisþega til aukinnar samfélagsþátttöku þá þarf að setja mun meira fjármagn í almannatryggingakerfið eða á bilinu 10-12 milljarða króna. Það þarf að taka út skerðingar vegna atvinnu- og lífeyrissjóðstekna og hækka örorkulífeyri verulega svo fólk geti fyrst á möguleika á því að lifa mannsæmandi lífi. Gerum breytingar núna! Höfundur er formaður ÖBÍ.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar