Volvo segir núverandi dísilvélar líklega þær síðustu Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2017 14:21 Hakan Samuelsson forstjóri Volvo. Forstjóri Volvo, Hakan Samuelsson, lét hafa eftir sér í vikunni að þær dísilvélar sem finna má í núverandi bílum Volvo séu líklega þær síðustu sem Volvo fyrirtækið framleiðir. Ástæða þess er sú að Volvo vill minnka þá nituroxóið mengun sem af dísilvélum stafar. Líklega blandast ákvörðunin einnig því að víða í borgum heims og í sumum löndum í heild verða dísilbílar brátt bannaðir. Það þýðir að Volvo mun ekki eyða meira í þróunarkostnað vegna dísilvéla en þá líklega þess meira í þróun bensínvéla og rafmagnsdrifrása. Volvo hefur nýlega sett á markað tiltölulega nýhannaðar dísil- og bensínvélar í bílum sínum og víst er að um sinn verður framleiðslu þessara nýju dísilvéla haldið áfram, en þegar þær renna sitt skeið verða þær leistar af hólmi með bensínvélum og rafmagnsdrifrásum. Líklega verður framleiðslu á dísilvélum hætt árið 2023 hjá Volvo, en víða verða bílar með dísilvélum bannaðir árið 2025. Samuelsson hefur trú á því að nýjar reglugerðir með tilheyrandi hærri skattlagningu á dísilbílum muni gera þá ósamkeppnishæfa og að víst sé að tengiltvinnbílar og rafmagnsbílar muni að mestu leysa þá af hólmi, enda gætu þeir brátt verið orðnir ódýrari og í leiðinni svo til mengunarfríir. Volvo ætlar að setja á markað sinn fyrsta bíl sem eingöngu gengur fyrir rafmagni árið 2019. Enn eru dísilbílar nálægt því að seljast til jafns við bensínbíla í Evrópu og þar seljast dísilbílar í hæsta hlutfalli í heiminum. Volvo selur 90% af XC90 jeppa sínum með dísilvélum. Það mun brátt breytast. Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent
Forstjóri Volvo, Hakan Samuelsson, lét hafa eftir sér í vikunni að þær dísilvélar sem finna má í núverandi bílum Volvo séu líklega þær síðustu sem Volvo fyrirtækið framleiðir. Ástæða þess er sú að Volvo vill minnka þá nituroxóið mengun sem af dísilvélum stafar. Líklega blandast ákvörðunin einnig því að víða í borgum heims og í sumum löndum í heild verða dísilbílar brátt bannaðir. Það þýðir að Volvo mun ekki eyða meira í þróunarkostnað vegna dísilvéla en þá líklega þess meira í þróun bensínvéla og rafmagnsdrifrása. Volvo hefur nýlega sett á markað tiltölulega nýhannaðar dísil- og bensínvélar í bílum sínum og víst er að um sinn verður framleiðslu þessara nýju dísilvéla haldið áfram, en þegar þær renna sitt skeið verða þær leistar af hólmi með bensínvélum og rafmagnsdrifrásum. Líklega verður framleiðslu á dísilvélum hætt árið 2023 hjá Volvo, en víða verða bílar með dísilvélum bannaðir árið 2025. Samuelsson hefur trú á því að nýjar reglugerðir með tilheyrandi hærri skattlagningu á dísilbílum muni gera þá ósamkeppnishæfa og að víst sé að tengiltvinnbílar og rafmagnsbílar muni að mestu leysa þá af hólmi, enda gætu þeir brátt verið orðnir ódýrari og í leiðinni svo til mengunarfríir. Volvo ætlar að setja á markað sinn fyrsta bíl sem eingöngu gengur fyrir rafmagni árið 2019. Enn eru dísilbílar nálægt því að seljast til jafns við bensínbíla í Evrópu og þar seljast dísilbílar í hæsta hlutfalli í heiminum. Volvo selur 90% af XC90 jeppa sínum með dísilvélum. Það mun brátt breytast.
Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent