Opið bréf til setts hæstaréttardómara Gunnar Árnason skrifar 12. janúar 2017 07:00 Greinarhöfundur veltir fyrir sér hvort dómari við Hæstarétt sé hæfur til að fara með mál þegar fyrirsvarsmaður aðila sem fer með 95% hlutafjár aðila að dómsmáli er skyldur dómara, með þeim hætti að faðir dómara og amma fyrirsvarsmannsins eru systkini og náinn og langvarandi vinskapur er milli dómara og fyrirsvarsmanns, áratugum saman. Dómurum er falið það vandasama verk að vera dómarar í eigin sök þegar kemur að því að gæta að hæfi sínu. Í því felst að dómari leggur sjálfur mat á það hverju sinni hvort hann sé hæfur samkvæmt ákvæðum laga til þess að fara með tiltekið mál fyrir dómi. Um þetta er fjallað í 6. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, og ákvæði 5. gr. sömu laga fjallar um þau tilvik þegar dómari telst ekki hæfur til að fara með mál fyrir dómi og ber þar af leiðandi að víkja sæti. Ákvæðið hefur verið túlkað vítt, það er að segja, reglum um hæfi dómara er ætlað að stuðla að trausti aðilanna og almennings til hlutleysis dómstóla, og séu uppi efasemdir um að dóminn skorti tilfinnanlega yfirbragð fyllsta hlutleysis, ber ávallt að túlka það umræddum sjónarmiðum í vil. Í vafatilviki á dómari að víkja sæti frekar en að stefna umræddu trausti í hættu. Skoðum hvernig Ingveldur Einarsdóttir, sem verið hefur settur dómari við Hæstarétt frá árinu 2012, gætir að því hvort hún sé hæf til að fara með mál eða hvort hún skuli víkja sæti. Umrædd Ingveldur er skyld Dagnýju Halldórsdóttur að öðrum lið til hliðar, og samkvæmt lögum er dómari vanhæfur til að fara með mál þegar hann tengist eða hefur tengst fyrirsvarsmanni aðila með fyrrgreindum hætti. Umrædd Dagný, sem er gift Finni Sveinbjörnssyni, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings og Sparisjóðabankans, gegndi stjórnarformennsku í þriggja manna stjórn ISB Holding ehf. frá árinu 2013 og fram í apríl 2016, eða um þriggja ára skeið. Um er að ræða eignarhaldsfélag sem fer með 95% alls hlutafjár í Íslandsbanka hf. Mikill og náinn vinskapur og tengsl eru til staðar milli umræddrar Ingveldar og Dagnýjar, sem varað hefur áratugum saman. Umrætt rekur sig til náins vinskapar í æsku, útskriftar í námi og langvarandi vinasambands að þeim tíma liðnum, í nær hálfa öld. Ef til vill er því best lýst með orðinu systir, sem þeim frænkum og vinum er tamt að nota um hvor aðra. Íslandsbanki hf. og forveri bankans, Glitnir, tengjast fjölda úrlausnarefna sem hafa komið til kasta Hæstaréttar frá árinu 2009, með aðild Íslandsbanka hf. og forvera, að dómsmálum einkaréttarlegs eðlis og í málum ákæruvaldsins á hendur einstaklingum og lögaðilum, þar sem Íslandsbanki hf. og forveri tengjast sakarefninu. Öll rök standa til þess að umrædd Ingveldur víki sæti í málum sem eru með aðild Íslandsbanka hf. og forvera, byggt á fyrrgreindum tengslum við uppeldisfrænku sína, Dagnýju Halldórsdóttur, sem gegndi hlutverki stjórnarformanns aðila sem fer með nær öll hlutabréf í Íslandsbanka hf., að undanskyldum 5% - með öðrum orðum, situr á æðsta valdastóli í bankanum. Nú hefur komið í ljós að umrædd Ingveldur var umsvifamikil í hlutabréfaviðskiptum og átti hlut í umræddum bönkum á árunum fyrir hrun, og tapaði fjármunum.Tilefni til að efast um óhlutdrægni Þegar ytri aðstæður og atvik, sem eru öðrum sýnileg og aðgengileg, eru með framangreindum hætti, gefur slíkt réttmætt tilefni til að efast um óhlutdrægni dómara í málinu og tilefni til að ætla að dóminn skorti tilfinnanlega fyllsta yfirbragð óhlutdrægni. Við þær aðstæður ber dómara að víkja sæti. Er það eitthvert vafamál? Það er eðlilegt að spurt sé af hverju umræddur hæstaréttardómari skuli aldrei hafa vikið sæti í fjölda mála sem henni hefur verið úthlutað undanfarin fjögur ár, þar sem svo háttar til að Íslandsbanki hf. eða forveri hans eiga aðild að málum með beinum hætti eða svo háttar til að ákæruvaldið er að höfða mál gegn aðilum og ákvarða þeim mögulega refsiábyrgð samkvæmt ákvæðum hegningarlaga, og Íslandsbanki og forveri hans tengjast sakarefninu. Hvernig má það vera að dómari komist að fyrrgreindri niðurstöðu um aðkomu sína að málum, þegar slíkir skyldleikar eru með dómara og fyrirsvarsmanni aðila máls? Hvernig má það vera að umræddum dómara sé ítrekað úthlutað málum með fyrrgreindri aðild? Getur slíkt fyrirkomulag verið grunnur að trausti og trúverðugleika almennings gagnvart dómstólum landsins – er hægt að bera fullt traust til niðurstöðu mála þegar svo háttar til? Dæmi nú hver fyrir sig. Voru meðdómarar hæstaréttardómarans þaulsetna upplýstir um málavexti hvað varðar fyrrgreindan skyldleika eða var því haldið leyndu? Eðlilegt er að leitað sé skýringa á því.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Greinarhöfundur veltir fyrir sér hvort dómari við Hæstarétt sé hæfur til að fara með mál þegar fyrirsvarsmaður aðila sem fer með 95% hlutafjár aðila að dómsmáli er skyldur dómara, með þeim hætti að faðir dómara og amma fyrirsvarsmannsins eru systkini og náinn og langvarandi vinskapur er milli dómara og fyrirsvarsmanns, áratugum saman. Dómurum er falið það vandasama verk að vera dómarar í eigin sök þegar kemur að því að gæta að hæfi sínu. Í því felst að dómari leggur sjálfur mat á það hverju sinni hvort hann sé hæfur samkvæmt ákvæðum laga til þess að fara með tiltekið mál fyrir dómi. Um þetta er fjallað í 6. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, og ákvæði 5. gr. sömu laga fjallar um þau tilvik þegar dómari telst ekki hæfur til að fara með mál fyrir dómi og ber þar af leiðandi að víkja sæti. Ákvæðið hefur verið túlkað vítt, það er að segja, reglum um hæfi dómara er ætlað að stuðla að trausti aðilanna og almennings til hlutleysis dómstóla, og séu uppi efasemdir um að dóminn skorti tilfinnanlega yfirbragð fyllsta hlutleysis, ber ávallt að túlka það umræddum sjónarmiðum í vil. Í vafatilviki á dómari að víkja sæti frekar en að stefna umræddu trausti í hættu. Skoðum hvernig Ingveldur Einarsdóttir, sem verið hefur settur dómari við Hæstarétt frá árinu 2012, gætir að því hvort hún sé hæf til að fara með mál eða hvort hún skuli víkja sæti. Umrædd Ingveldur er skyld Dagnýju Halldórsdóttur að öðrum lið til hliðar, og samkvæmt lögum er dómari vanhæfur til að fara með mál þegar hann tengist eða hefur tengst fyrirsvarsmanni aðila með fyrrgreindum hætti. Umrædd Dagný, sem er gift Finni Sveinbjörnssyni, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings og Sparisjóðabankans, gegndi stjórnarformennsku í þriggja manna stjórn ISB Holding ehf. frá árinu 2013 og fram í apríl 2016, eða um þriggja ára skeið. Um er að ræða eignarhaldsfélag sem fer með 95% alls hlutafjár í Íslandsbanka hf. Mikill og náinn vinskapur og tengsl eru til staðar milli umræddrar Ingveldar og Dagnýjar, sem varað hefur áratugum saman. Umrætt rekur sig til náins vinskapar í æsku, útskriftar í námi og langvarandi vinasambands að þeim tíma liðnum, í nær hálfa öld. Ef til vill er því best lýst með orðinu systir, sem þeim frænkum og vinum er tamt að nota um hvor aðra. Íslandsbanki hf. og forveri bankans, Glitnir, tengjast fjölda úrlausnarefna sem hafa komið til kasta Hæstaréttar frá árinu 2009, með aðild Íslandsbanka hf. og forvera, að dómsmálum einkaréttarlegs eðlis og í málum ákæruvaldsins á hendur einstaklingum og lögaðilum, þar sem Íslandsbanki hf. og forveri tengjast sakarefninu. Öll rök standa til þess að umrædd Ingveldur víki sæti í málum sem eru með aðild Íslandsbanka hf. og forvera, byggt á fyrrgreindum tengslum við uppeldisfrænku sína, Dagnýju Halldórsdóttur, sem gegndi hlutverki stjórnarformanns aðila sem fer með nær öll hlutabréf í Íslandsbanka hf., að undanskyldum 5% - með öðrum orðum, situr á æðsta valdastóli í bankanum. Nú hefur komið í ljós að umrædd Ingveldur var umsvifamikil í hlutabréfaviðskiptum og átti hlut í umræddum bönkum á árunum fyrir hrun, og tapaði fjármunum.Tilefni til að efast um óhlutdrægni Þegar ytri aðstæður og atvik, sem eru öðrum sýnileg og aðgengileg, eru með framangreindum hætti, gefur slíkt réttmætt tilefni til að efast um óhlutdrægni dómara í málinu og tilefni til að ætla að dóminn skorti tilfinnanlega fyllsta yfirbragð óhlutdrægni. Við þær aðstæður ber dómara að víkja sæti. Er það eitthvert vafamál? Það er eðlilegt að spurt sé af hverju umræddur hæstaréttardómari skuli aldrei hafa vikið sæti í fjölda mála sem henni hefur verið úthlutað undanfarin fjögur ár, þar sem svo háttar til að Íslandsbanki hf. eða forveri hans eiga aðild að málum með beinum hætti eða svo háttar til að ákæruvaldið er að höfða mál gegn aðilum og ákvarða þeim mögulega refsiábyrgð samkvæmt ákvæðum hegningarlaga, og Íslandsbanki og forveri hans tengjast sakarefninu. Hvernig má það vera að dómari komist að fyrrgreindri niðurstöðu um aðkomu sína að málum, þegar slíkir skyldleikar eru með dómara og fyrirsvarsmanni aðila máls? Hvernig má það vera að umræddum dómara sé ítrekað úthlutað málum með fyrrgreindri aðild? Getur slíkt fyrirkomulag verið grunnur að trausti og trúverðugleika almennings gagnvart dómstólum landsins – er hægt að bera fullt traust til niðurstöðu mála þegar svo háttar til? Dæmi nú hver fyrir sig. Voru meðdómarar hæstaréttardómarans þaulsetna upplýstir um málavexti hvað varðar fyrrgreindan skyldleika eða var því haldið leyndu? Eðlilegt er að leitað sé skýringa á því.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar