Hafa sléttuúlfar líka níu líf? Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2017 16:46 Kolfastur en lítið meiddur eftir ökuferðina löngu. Sagt er að kötturinn hafi níu líf, en svo virðist sem þessi sléttuúlfur eigi nokkur. Ekið var á hann fyrr í þessum mánuði í nágrenni Calgary í Alberta fylki í Kanada. Ökumaðurinn Georgie Knox heyrði vel brothljóð þegar hún ók á sléttuúlfinn og það vísar yfirleitt ekki á gott, en viti menn. Hún ók með sléttuúlfinn um 30 kílómetra leið fastan í grillinu á bílnum og var þá látin vita af vegfaranda af föstum sléttuúlfnum og kíkti framan á bílinn. Það var vafalaust upplit á Georgie þegar hún gekk fram fyrir bílinn og sléttuúlfurinn leit upp til hennar og blikkaði til hennar biðlandi augum. Hann var sprelllifandi og lítið meiddur vafinn í plastgrillið á Toyota bílnum hennar. Það voru síðan starfsmenn Alberta´s Fish and Wildlife Enforcement sem leystu sléttuúlfinn úr prísundinni og svo litlir voru áverkarnir á honum að honum var samstundis hleypt lausum útí náttúruna, frelsinu feginn, en kannski ekki alveg viss um hvar hann væri staddur. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá þegar sléttuúlfurinn er fjarlægður úr grillinu og sleppt lausum.Uppfært: Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var sagt að um ref hefði verið að ræða en það rétta er að dýrið er sléttuúlfur. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent
Sagt er að kötturinn hafi níu líf, en svo virðist sem þessi sléttuúlfur eigi nokkur. Ekið var á hann fyrr í þessum mánuði í nágrenni Calgary í Alberta fylki í Kanada. Ökumaðurinn Georgie Knox heyrði vel brothljóð þegar hún ók á sléttuúlfinn og það vísar yfirleitt ekki á gott, en viti menn. Hún ók með sléttuúlfinn um 30 kílómetra leið fastan í grillinu á bílnum og var þá látin vita af vegfaranda af föstum sléttuúlfnum og kíkti framan á bílinn. Það var vafalaust upplit á Georgie þegar hún gekk fram fyrir bílinn og sléttuúlfurinn leit upp til hennar og blikkaði til hennar biðlandi augum. Hann var sprelllifandi og lítið meiddur vafinn í plastgrillið á Toyota bílnum hennar. Það voru síðan starfsmenn Alberta´s Fish and Wildlife Enforcement sem leystu sléttuúlfinn úr prísundinni og svo litlir voru áverkarnir á honum að honum var samstundis hleypt lausum útí náttúruna, frelsinu feginn, en kannski ekki alveg viss um hvar hann væri staddur. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá þegar sléttuúlfurinn er fjarlægður úr grillinu og sleppt lausum.Uppfært: Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var sagt að um ref hefði verið að ræða en það rétta er að dýrið er sléttuúlfur.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent