Róttækni er þörf Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. júlí 2017 07:00 Enn einn ganginn hefur ríkisstjórnin sýnt það í verki að hún hugsar fyrst og fremst um hag efsta lags samfélagsins. Boðaðar húsnæðisaðgerðir hennar nýtast ekki þeim sem mest þurfa á þeim að halda, heldur beinast að þeim sem hafa það betra. Enn einn ganginn hefur velferðarráðherra sýnt það að umgengni hans við tölur er uppfyndingasöm, svo ekki sé meira sagt. Á sínum stutta ferli sem ráðherra hefur hann farið með fleipur um útgjöld til Landspítalans og bætt kjör lífeyrisþega. Og nú veifar Þorsteinn Víglundsson meðaltalinu til að sýna fram á að aðgerðirnar séu nú ekki einungis fyrir þau sem best hafa það, heldur líka þau sem næstbest hafa það. Sannast sagna nenni ég ekki að tala um meðaltal eða miðgildi launa, ég nenni ekki að taka þátt í teygjum velferðarráðherra. Það er einfaldlega fullkomlega ljóst að í þessu, eins og öðru, hugsar ríkisstjórnin ekki um þau sem verst hafa það. Hvar eru áætlanir hennar um hækkun lægstu launa? Um hækkun bóta svo þær verði sómasamlegar? Um umfangsmiklar endurbætur á samfélaginu til að útrýma fátækt? Til að bæta kjör þeirra verst settu? Til að við höfum öll nóg að bíta og brenna, öruggt húsnæði, getum séð fyrir okkur og börnum okkar og leyft okkur eitthvað aukreitis? Hvar er baráttan gegn ofurlaunum og brjálæðislegum bónusum? Hvar er áherslan á opinbert heilbrigðiskerfi sem gagnast öllum? Á samneysluna? Hvar eru breytingarnar á skattkerfinu til jöfnuðar? Ég dáist að því fólki sem getur lifað á lægstu launum, hvað þá þeim sem geta lifað á bótum. Því, ágæti lesandi, þetta er tiltölulega einfalt mál: Það þarf að bæta kjör þeirra verst settu, hækka lágmarkslaun, hækka bætur. Og það þarf að gera það að forgangsmáli. Við þurfum nýja ríkisstjórn. Við þurfum sósíalíska hugsun um samfélag, ekki hóp einstaklinga. Við þurfum samtakamátt, samhygð, samkennd. Það er komið nóg af ég-pólitíkinni, þó hún sé falin í frösum um kerfisbreytingar og baráttu gegn fúski. Við þurfum róttækni. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Enn einn ganginn hefur ríkisstjórnin sýnt það í verki að hún hugsar fyrst og fremst um hag efsta lags samfélagsins. Boðaðar húsnæðisaðgerðir hennar nýtast ekki þeim sem mest þurfa á þeim að halda, heldur beinast að þeim sem hafa það betra. Enn einn ganginn hefur velferðarráðherra sýnt það að umgengni hans við tölur er uppfyndingasöm, svo ekki sé meira sagt. Á sínum stutta ferli sem ráðherra hefur hann farið með fleipur um útgjöld til Landspítalans og bætt kjör lífeyrisþega. Og nú veifar Þorsteinn Víglundsson meðaltalinu til að sýna fram á að aðgerðirnar séu nú ekki einungis fyrir þau sem best hafa það, heldur líka þau sem næstbest hafa það. Sannast sagna nenni ég ekki að tala um meðaltal eða miðgildi launa, ég nenni ekki að taka þátt í teygjum velferðarráðherra. Það er einfaldlega fullkomlega ljóst að í þessu, eins og öðru, hugsar ríkisstjórnin ekki um þau sem verst hafa það. Hvar eru áætlanir hennar um hækkun lægstu launa? Um hækkun bóta svo þær verði sómasamlegar? Um umfangsmiklar endurbætur á samfélaginu til að útrýma fátækt? Til að bæta kjör þeirra verst settu? Til að við höfum öll nóg að bíta og brenna, öruggt húsnæði, getum séð fyrir okkur og börnum okkar og leyft okkur eitthvað aukreitis? Hvar er baráttan gegn ofurlaunum og brjálæðislegum bónusum? Hvar er áherslan á opinbert heilbrigðiskerfi sem gagnast öllum? Á samneysluna? Hvar eru breytingarnar á skattkerfinu til jöfnuðar? Ég dáist að því fólki sem getur lifað á lægstu launum, hvað þá þeim sem geta lifað á bótum. Því, ágæti lesandi, þetta er tiltölulega einfalt mál: Það þarf að bæta kjör þeirra verst settu, hækka lágmarkslaun, hækka bætur. Og það þarf að gera það að forgangsmáli. Við þurfum nýja ríkisstjórn. Við þurfum sósíalíska hugsun um samfélag, ekki hóp einstaklinga. Við þurfum samtakamátt, samhygð, samkennd. Það er komið nóg af ég-pólitíkinni, þó hún sé falin í frösum um kerfisbreytingar og baráttu gegn fúski. Við þurfum róttækni. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun