Boða stofnun félags ungs áhugafólks um sjávarútveg Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. apríl 2017 20:38 Tryggvi Másson, er einn þeirra sem standa að stofnun félagsins. Vísir/Vilhelm UFSI, félag ungs áhugafólks um sjávarútveg og sjávarútvegsmál á Íslandi og úti í heimi, verður stofnað næstkomandi þriðjudag. Félagið mun hafa að leiðarljósi að skapa málefnanlega og óhlutdræga umræðu um greinina, en á Facebook síðu félagsins kemur fram, að aðstandendum félagsins þykji umræðan um sjávarútvegsmál oft vera á villigötum. Í samtali við Vísi segir Tryggvi Másson, einn þeirra aðila sem kemur að stofnun félagsins, að hugmyndin hafi vaknað síðastliðið vor og þá hafi verið stofnaður Facebook hópur. Margir hafi þá skráð sig og haft samband við þá félaga og lýst yfir áhuga á þátttöku í slíku félagi. Tryggvi segir að félaginu sé fyrst og fremst ætlað að vekja athygli á sjávarútvegi og tengdum greinum en ekki að vera einhverskonar hagsmunasamtök í sjávarútvegi. „Við viljum fyrst og fremst vekja athygli ungs fólks á öllu því starfi sem á sér stað og umfangi atvinnugreinarinnar, sem og að vera umræðuvettvangur fyrir þau mál sem koma upp tengd atvinnugreininni.“ „Við ætlum ekki að taka afstöðu til ákveðinna mála, heldur vera vettvangur þar sem fólk getur skipst á skoðunum og fræðst um sjávarútvegsmál, allt frá einföldustu til flóknustu mála.“ Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, mun meðal annars mæta og halda tölu, en fundurinn fer fram klukkan 17:00 í húsakynnum sjávarútvegsráðuneytisins á Skúlagötu 4. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
UFSI, félag ungs áhugafólks um sjávarútveg og sjávarútvegsmál á Íslandi og úti í heimi, verður stofnað næstkomandi þriðjudag. Félagið mun hafa að leiðarljósi að skapa málefnanlega og óhlutdræga umræðu um greinina, en á Facebook síðu félagsins kemur fram, að aðstandendum félagsins þykji umræðan um sjávarútvegsmál oft vera á villigötum. Í samtali við Vísi segir Tryggvi Másson, einn þeirra aðila sem kemur að stofnun félagsins, að hugmyndin hafi vaknað síðastliðið vor og þá hafi verið stofnaður Facebook hópur. Margir hafi þá skráð sig og haft samband við þá félaga og lýst yfir áhuga á þátttöku í slíku félagi. Tryggvi segir að félaginu sé fyrst og fremst ætlað að vekja athygli á sjávarútvegi og tengdum greinum en ekki að vera einhverskonar hagsmunasamtök í sjávarútvegi. „Við viljum fyrst og fremst vekja athygli ungs fólks á öllu því starfi sem á sér stað og umfangi atvinnugreinarinnar, sem og að vera umræðuvettvangur fyrir þau mál sem koma upp tengd atvinnugreininni.“ „Við ætlum ekki að taka afstöðu til ákveðinna mála, heldur vera vettvangur þar sem fólk getur skipst á skoðunum og fræðst um sjávarútvegsmál, allt frá einföldustu til flóknustu mála.“ Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, mun meðal annars mæta og halda tölu, en fundurinn fer fram klukkan 17:00 í húsakynnum sjávarútvegsráðuneytisins á Skúlagötu 4.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira