Konum með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti fjölgaði um eina Sæunn Gísladóttir skrifar 24. mars 2017 07:00 Hildur Ýr Viðarsdóttir flutti lokaprófmál í Hæstarétti í febrúar. vísir/gva Konum með réttindi hæstaréttarlögmanns fjölgaði einungis um eina á síðustu tólf mánuðum. Þær eru 48 núna en voru 47 í fyrra. Þetta kemur fram í grein sem birtist í Lögmannablaðinu í næstu viku. Hildur Ýr Viðarsdóttir er ein af þeim fáu konum sem bættist í hóp lögmanna með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti á síðustu tólf mánuðum. Samkvæmt tölum Lögmannafélagsins eru konur í félaginu 338 eða um 31 prósent félagsmanna og hlutfallið lækkar milli ára. Þótt það sé mjög lítil lækkun, 0,4 prósent, er það á skjön við þróun síðustu ára. Einungis 48 konur eru með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti, en 263 karlar. Konur eru því aðeins 15 prósent af lögmönnum með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti. Til að hljóta réttindi þurfa lögfræðingar fyrst að ljúka námskeiði til að verða héraðsdómslögmenn, fimm árum síðar eftir að hafa flutt 30 mál fyrir héraðsdómi og fjögur prófmál fyrir Hæstarétti geta þeir fengið hæstaréttarlögmannsréttindi. Hildur Ýr sem starfar hjá Landslögum og er þar einn af eigendum stofunnar segir spurningu hvers vegna fáar konur öfluðu sér þessara réttinda á síðastliðnu ári. „Þó að fleiri konur en karlar hafi verið að útskrifast úr lagadeild í einhvern tíma og þetta sé aðeins að skána, þá held ég að þetta taki alltaf smá tíma. Fyrir okkur konur held ég líka að það taki okkur oft lengri tíma að klára þessi þrjátíu mál af því að við förum í fæðingarorlof og annað,“ segir Hildur Ýr. Að sögn Hildar Ýrar hefur hún ekki orðið vör við að konur séu ólíklegri til að fá prófmál en karlar. Líklegra sé að mun færri konur en karlar séu að sækjast eftir prófmálum. „Ég held það sé engin ein skýring á þessari stöðu, en ég myndi halda að hlutföllin muni halda áfram að jafnast þó að við séum mjög fáar núna með þessi réttindi. Þetta er ennþá karlastétt þó að þetta sé betra en það var. Þessi stétt er þannig að það koma oft miklar vinnutarnir og það er stundum erfitt að samtvinna fjölskyldu og þetta starf þegar maður er með unga krakka,“ segir hún. Þá segir Hildur Ýr nokkrar konur sem voru með henni í laganámi hafa farið í lögmennsku eftir útskrift. Aðrar hafi farið í ráðuneyti, ríkisstofnanir, banka eða fyrirtæki. „Það sama á við um strákana. En í dag eru að minnsta kosti fleiri af strákunum sem eru enn í lögmennsku en stelpurnar,“ segir Hildur Ýr. Leiðrétting: Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu í dag og á Vísi í morgun kemur fram að einungis ein kona hafi fengið réttindi hæstaréttarlögmanns. Þetta er ekki rétt, þær eru fleiri. Líkleg skýring á því að konum með réttindi hæstaréttarlögmanns hafi ekki fjölgað um meira en eina þótt fleiri konur hafi hlotið réttindi hæstaréttarlögmanns er sú að lögmenn geta lagt inn réttindi sín. Við biðjumst velvirðingar á mistökunum. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Konum með réttindi hæstaréttarlögmanns fjölgaði einungis um eina á síðustu tólf mánuðum. Þær eru 48 núna en voru 47 í fyrra. Þetta kemur fram í grein sem birtist í Lögmannablaðinu í næstu viku. Hildur Ýr Viðarsdóttir er ein af þeim fáu konum sem bættist í hóp lögmanna með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti á síðustu tólf mánuðum. Samkvæmt tölum Lögmannafélagsins eru konur í félaginu 338 eða um 31 prósent félagsmanna og hlutfallið lækkar milli ára. Þótt það sé mjög lítil lækkun, 0,4 prósent, er það á skjön við þróun síðustu ára. Einungis 48 konur eru með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti, en 263 karlar. Konur eru því aðeins 15 prósent af lögmönnum með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti. Til að hljóta réttindi þurfa lögfræðingar fyrst að ljúka námskeiði til að verða héraðsdómslögmenn, fimm árum síðar eftir að hafa flutt 30 mál fyrir héraðsdómi og fjögur prófmál fyrir Hæstarétti geta þeir fengið hæstaréttarlögmannsréttindi. Hildur Ýr sem starfar hjá Landslögum og er þar einn af eigendum stofunnar segir spurningu hvers vegna fáar konur öfluðu sér þessara réttinda á síðastliðnu ári. „Þó að fleiri konur en karlar hafi verið að útskrifast úr lagadeild í einhvern tíma og þetta sé aðeins að skána, þá held ég að þetta taki alltaf smá tíma. Fyrir okkur konur held ég líka að það taki okkur oft lengri tíma að klára þessi þrjátíu mál af því að við förum í fæðingarorlof og annað,“ segir Hildur Ýr. Að sögn Hildar Ýrar hefur hún ekki orðið vör við að konur séu ólíklegri til að fá prófmál en karlar. Líklegra sé að mun færri konur en karlar séu að sækjast eftir prófmálum. „Ég held það sé engin ein skýring á þessari stöðu, en ég myndi halda að hlutföllin muni halda áfram að jafnast þó að við séum mjög fáar núna með þessi réttindi. Þetta er ennþá karlastétt þó að þetta sé betra en það var. Þessi stétt er þannig að það koma oft miklar vinnutarnir og það er stundum erfitt að samtvinna fjölskyldu og þetta starf þegar maður er með unga krakka,“ segir hún. Þá segir Hildur Ýr nokkrar konur sem voru með henni í laganámi hafa farið í lögmennsku eftir útskrift. Aðrar hafi farið í ráðuneyti, ríkisstofnanir, banka eða fyrirtæki. „Það sama á við um strákana. En í dag eru að minnsta kosti fleiri af strákunum sem eru enn í lögmennsku en stelpurnar,“ segir Hildur Ýr. Leiðrétting: Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu í dag og á Vísi í morgun kemur fram að einungis ein kona hafi fengið réttindi hæstaréttarlögmanns. Þetta er ekki rétt, þær eru fleiri. Líkleg skýring á því að konum með réttindi hæstaréttarlögmanns hafi ekki fjölgað um meira en eina þótt fleiri konur hafi hlotið réttindi hæstaréttarlögmanns er sú að lögmenn geta lagt inn réttindi sín. Við biðjumst velvirðingar á mistökunum.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira