Konum með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti fjölgaði um eina Sæunn Gísladóttir skrifar 24. mars 2017 07:00 Hildur Ýr Viðarsdóttir flutti lokaprófmál í Hæstarétti í febrúar. vísir/gva Konum með réttindi hæstaréttarlögmanns fjölgaði einungis um eina á síðustu tólf mánuðum. Þær eru 48 núna en voru 47 í fyrra. Þetta kemur fram í grein sem birtist í Lögmannablaðinu í næstu viku. Hildur Ýr Viðarsdóttir er ein af þeim fáu konum sem bættist í hóp lögmanna með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti á síðustu tólf mánuðum. Samkvæmt tölum Lögmannafélagsins eru konur í félaginu 338 eða um 31 prósent félagsmanna og hlutfallið lækkar milli ára. Þótt það sé mjög lítil lækkun, 0,4 prósent, er það á skjön við þróun síðustu ára. Einungis 48 konur eru með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti, en 263 karlar. Konur eru því aðeins 15 prósent af lögmönnum með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti. Til að hljóta réttindi þurfa lögfræðingar fyrst að ljúka námskeiði til að verða héraðsdómslögmenn, fimm árum síðar eftir að hafa flutt 30 mál fyrir héraðsdómi og fjögur prófmál fyrir Hæstarétti geta þeir fengið hæstaréttarlögmannsréttindi. Hildur Ýr sem starfar hjá Landslögum og er þar einn af eigendum stofunnar segir spurningu hvers vegna fáar konur öfluðu sér þessara réttinda á síðastliðnu ári. „Þó að fleiri konur en karlar hafi verið að útskrifast úr lagadeild í einhvern tíma og þetta sé aðeins að skána, þá held ég að þetta taki alltaf smá tíma. Fyrir okkur konur held ég líka að það taki okkur oft lengri tíma að klára þessi þrjátíu mál af því að við förum í fæðingarorlof og annað,“ segir Hildur Ýr. Að sögn Hildar Ýrar hefur hún ekki orðið vör við að konur séu ólíklegri til að fá prófmál en karlar. Líklegra sé að mun færri konur en karlar séu að sækjast eftir prófmálum. „Ég held það sé engin ein skýring á þessari stöðu, en ég myndi halda að hlutföllin muni halda áfram að jafnast þó að við séum mjög fáar núna með þessi réttindi. Þetta er ennþá karlastétt þó að þetta sé betra en það var. Þessi stétt er þannig að það koma oft miklar vinnutarnir og það er stundum erfitt að samtvinna fjölskyldu og þetta starf þegar maður er með unga krakka,“ segir hún. Þá segir Hildur Ýr nokkrar konur sem voru með henni í laganámi hafa farið í lögmennsku eftir útskrift. Aðrar hafi farið í ráðuneyti, ríkisstofnanir, banka eða fyrirtæki. „Það sama á við um strákana. En í dag eru að minnsta kosti fleiri af strákunum sem eru enn í lögmennsku en stelpurnar,“ segir Hildur Ýr. Leiðrétting: Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu í dag og á Vísi í morgun kemur fram að einungis ein kona hafi fengið réttindi hæstaréttarlögmanns. Þetta er ekki rétt, þær eru fleiri. Líkleg skýring á því að konum með réttindi hæstaréttarlögmanns hafi ekki fjölgað um meira en eina þótt fleiri konur hafi hlotið réttindi hæstaréttarlögmanns er sú að lögmenn geta lagt inn réttindi sín. Við biðjumst velvirðingar á mistökunum. Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Konum með réttindi hæstaréttarlögmanns fjölgaði einungis um eina á síðustu tólf mánuðum. Þær eru 48 núna en voru 47 í fyrra. Þetta kemur fram í grein sem birtist í Lögmannablaðinu í næstu viku. Hildur Ýr Viðarsdóttir er ein af þeim fáu konum sem bættist í hóp lögmanna með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti á síðustu tólf mánuðum. Samkvæmt tölum Lögmannafélagsins eru konur í félaginu 338 eða um 31 prósent félagsmanna og hlutfallið lækkar milli ára. Þótt það sé mjög lítil lækkun, 0,4 prósent, er það á skjön við þróun síðustu ára. Einungis 48 konur eru með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti, en 263 karlar. Konur eru því aðeins 15 prósent af lögmönnum með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti. Til að hljóta réttindi þurfa lögfræðingar fyrst að ljúka námskeiði til að verða héraðsdómslögmenn, fimm árum síðar eftir að hafa flutt 30 mál fyrir héraðsdómi og fjögur prófmál fyrir Hæstarétti geta þeir fengið hæstaréttarlögmannsréttindi. Hildur Ýr sem starfar hjá Landslögum og er þar einn af eigendum stofunnar segir spurningu hvers vegna fáar konur öfluðu sér þessara réttinda á síðastliðnu ári. „Þó að fleiri konur en karlar hafi verið að útskrifast úr lagadeild í einhvern tíma og þetta sé aðeins að skána, þá held ég að þetta taki alltaf smá tíma. Fyrir okkur konur held ég líka að það taki okkur oft lengri tíma að klára þessi þrjátíu mál af því að við förum í fæðingarorlof og annað,“ segir Hildur Ýr. Að sögn Hildar Ýrar hefur hún ekki orðið vör við að konur séu ólíklegri til að fá prófmál en karlar. Líklegra sé að mun færri konur en karlar séu að sækjast eftir prófmálum. „Ég held það sé engin ein skýring á þessari stöðu, en ég myndi halda að hlutföllin muni halda áfram að jafnast þó að við séum mjög fáar núna með þessi réttindi. Þetta er ennþá karlastétt þó að þetta sé betra en það var. Þessi stétt er þannig að það koma oft miklar vinnutarnir og það er stundum erfitt að samtvinna fjölskyldu og þetta starf þegar maður er með unga krakka,“ segir hún. Þá segir Hildur Ýr nokkrar konur sem voru með henni í laganámi hafa farið í lögmennsku eftir útskrift. Aðrar hafi farið í ráðuneyti, ríkisstofnanir, banka eða fyrirtæki. „Það sama á við um strákana. En í dag eru að minnsta kosti fleiri af strákunum sem eru enn í lögmennsku en stelpurnar,“ segir Hildur Ýr. Leiðrétting: Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu í dag og á Vísi í morgun kemur fram að einungis ein kona hafi fengið réttindi hæstaréttarlögmanns. Þetta er ekki rétt, þær eru fleiri. Líkleg skýring á því að konum með réttindi hæstaréttarlögmanns hafi ekki fjölgað um meira en eina þótt fleiri konur hafi hlotið réttindi hæstaréttarlögmanns er sú að lögmenn geta lagt inn réttindi sín. Við biðjumst velvirðingar á mistökunum.
Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira