Fábrotið námsval í grunnskólum - hefur það áhrif? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 24. mars 2017 13:09 Nýlega kom út skýrsla frá menntamálaráðuneytinu þar sem fram kemur að talsvert vanti upp á að viðmiðunartími Aðalnámskrár í verk- og listgreinum sé virtur.Eru takmarkanir á námsframboði í grunnskóla mögulega hættulegar? Það gengur ekki kæra þjóð að einn mikilvægasti hlekkur menntakerfisins grunnskólinn sjálfur ýti undir og styðji beint við þann veruleika að ungt fólk komist ekki í snertingu við möguleikana sem fyrir hendi eru þegar kemur að námsvali. Að börn og ungmenni fari meðvitað í gegnum grunnskóla með takmarkaða snertingu við verk- og listgreinar. Að þannig sé búið um að brotið sé á börnum og ungmennum þegar kemur að þeirri viðmiðun sem gengið er út frá í Aðalnámskrá um fjölda kennslustunda innan greinanna. Grunnskólanum ber skylda til að veita menntun fyrir alla og þá um leið að virða viðmið um áætlaðan tímafjölda undir þær námsgreinar sem lögbundnar eru í Aðalnámskrá og eru um leið undirstaða undir frekara námsval til framtíðar litið. Það er þannig að reynsla okkar og já reynsla okkar úr grunnskóla mótar okkur sem einstaklinga - heldur betur. Við sem einstaklingar byggjum ávalt á því sem fyrir er og því skiptir það gríðarlega miklu máli að grunnskólinn ein aðal grunnstoð samfélagsins sinni verkefni sínu sem er að styðja við þátttöku allra til lengri tíma litið og ekki síst með því að veita það námsval sem lög gera ráð fyrir.Í hverju felst alvarleikinn? Alvarleiki málsins felst í því að kerfið er meðvitað að taka frá hópi grunnskólabarna vonina sem sá hópur býr með í brjósti sér til framtíðar litið. Námsval byggir á reynslu ekki síst þeirri menningu og jafnvel hefðum sem ríkja í umhverfinu hverju sinni. Þegar heilu árgangarnir á grunnskólaaldri fara í gegnum grunnskólagönguna sína með eins takmarkaða kennslu í verk- og listgreinum og niðurstöður skýrslu menntamálaráðuneytisins gefur til kynna er ekki hægt að horfa framhjá því að það hafi mögulega áhrif. Áhrif til lengri tíma. Ungmenni með áhugasvið sitt á list- og verkgreinar fá ekki sömu tækifærin á grunnskólagöngu sinni og þau sem tengja áhugasvið sitt við bóknám. Það skýtur ekki síður skökku við að um leið og kallað er eftir aukinni aðsókn í til að mynda iðnnám að á sama tíma er grunnstoðinni kippt undan, það er tækifærunum fækkað á fyrri stigum til að ýta undir áhuga og gera því námsvali jafnhátt undir höfði og til að mynda bóknámi.Grunnskólinn er grunnstoð fyrir alla og um leið ákveðinn stökkpallur út í fjölbreytt námsval Fjármagn er af skornum skammti er sagt. Grunnstoðirnar blæða. Æskan verður undir. Við sem samfélag verðu hins vegar að fara að standa með æskunni á svo mörgum sviðum og að því sögðu má segja að grunnskólinn sé einn öflugasti vettvangurinn til þess. Því skiptir máli að í því lögbundna umhverfi sem rammar inn réttlæti og jöfnuð sem grunnskólanum ber skylda til standist þær kröfur sem gerðar eru hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Nýlega kom út skýrsla frá menntamálaráðuneytinu þar sem fram kemur að talsvert vanti upp á að viðmiðunartími Aðalnámskrár í verk- og listgreinum sé virtur.Eru takmarkanir á námsframboði í grunnskóla mögulega hættulegar? Það gengur ekki kæra þjóð að einn mikilvægasti hlekkur menntakerfisins grunnskólinn sjálfur ýti undir og styðji beint við þann veruleika að ungt fólk komist ekki í snertingu við möguleikana sem fyrir hendi eru þegar kemur að námsvali. Að börn og ungmenni fari meðvitað í gegnum grunnskóla með takmarkaða snertingu við verk- og listgreinar. Að þannig sé búið um að brotið sé á börnum og ungmennum þegar kemur að þeirri viðmiðun sem gengið er út frá í Aðalnámskrá um fjölda kennslustunda innan greinanna. Grunnskólanum ber skylda til að veita menntun fyrir alla og þá um leið að virða viðmið um áætlaðan tímafjölda undir þær námsgreinar sem lögbundnar eru í Aðalnámskrá og eru um leið undirstaða undir frekara námsval til framtíðar litið. Það er þannig að reynsla okkar og já reynsla okkar úr grunnskóla mótar okkur sem einstaklinga - heldur betur. Við sem einstaklingar byggjum ávalt á því sem fyrir er og því skiptir það gríðarlega miklu máli að grunnskólinn ein aðal grunnstoð samfélagsins sinni verkefni sínu sem er að styðja við þátttöku allra til lengri tíma litið og ekki síst með því að veita það námsval sem lög gera ráð fyrir.Í hverju felst alvarleikinn? Alvarleiki málsins felst í því að kerfið er meðvitað að taka frá hópi grunnskólabarna vonina sem sá hópur býr með í brjósti sér til framtíðar litið. Námsval byggir á reynslu ekki síst þeirri menningu og jafnvel hefðum sem ríkja í umhverfinu hverju sinni. Þegar heilu árgangarnir á grunnskólaaldri fara í gegnum grunnskólagönguna sína með eins takmarkaða kennslu í verk- og listgreinum og niðurstöður skýrslu menntamálaráðuneytisins gefur til kynna er ekki hægt að horfa framhjá því að það hafi mögulega áhrif. Áhrif til lengri tíma. Ungmenni með áhugasvið sitt á list- og verkgreinar fá ekki sömu tækifærin á grunnskólagöngu sinni og þau sem tengja áhugasvið sitt við bóknám. Það skýtur ekki síður skökku við að um leið og kallað er eftir aukinni aðsókn í til að mynda iðnnám að á sama tíma er grunnstoðinni kippt undan, það er tækifærunum fækkað á fyrri stigum til að ýta undir áhuga og gera því námsvali jafnhátt undir höfði og til að mynda bóknámi.Grunnskólinn er grunnstoð fyrir alla og um leið ákveðinn stökkpallur út í fjölbreytt námsval Fjármagn er af skornum skammti er sagt. Grunnstoðirnar blæða. Æskan verður undir. Við sem samfélag verðu hins vegar að fara að standa með æskunni á svo mörgum sviðum og að því sögðu má segja að grunnskólinn sé einn öflugasti vettvangurinn til þess. Því skiptir máli að í því lögbundna umhverfi sem rammar inn réttlæti og jöfnuð sem grunnskólanum ber skylda til standist þær kröfur sem gerðar eru hverju sinni.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun