Framlenging: 4+1 reglan ástæðan fyrir spennunni í Domino's deildinni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. desember 2017 22:30 Framlengingin er fastur liður í Domino's Körfuboltakvöldi þar sem helstu álitamálin eru tækluð að hverju sinni. Á föstudagskvöldið voru Fannar Ólafsson og Hermann Hauksson í setti hjá Kjartani Atla Kjartanssyni. „Hann þarf að hlaupa hringinn í kringum Reykjanes átta sinnum á dag til þess að komast í form,“ sagði Fannar þegar Kjartan Atli spurði hvort Bandaríkjamaðurinn Stanley Robinson myndi koma aftur í Keflavíkurliðið eftir jólafríið. Robinson er ekki búinn að standa sig eftir að hann kom til Keflvíkinga á miðjum vetri og Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflvíkinga, sagði í viðtali að hann væri í engu formi og bætti við: „Ég veit hversu megnugur hann er, en hann veðrur að vera í formi til að geta spilað sinn eðlilega leik.“ „Eins og við erum búnir að horfa á hann spila, þá held ég að hann fari út og kemur ekki aftur,“ tók Hermann undir. „Þú ert kominn á það stig í deildinni að þú getur ekki verið að bíða eftir að menn komist í form.“ Það eru fleiri bandarískir leikmenn sem sérfræðingarnir telja að séu á förum frá liðum sínum, en Rashad Whack í liði Grindavíkur er einn þeirra. Þeir tóku hann fyrir áður í þættinum, og útkljáðu svo málið í framlengingunni. „Bless vinur,“ kallaði Fannar með látum. Deildin er mjög jöfn í ár og eru fjögur efstu liðin jöfn að stigum, og aðeins tvö stig í liðin fyrir neðan þau. En afhverju er hún svona jöfn. Er það 4+1? spurði Kjartan Atli, og vísaði þá til reglunnar um að aðeins megi vera með einn erlendan leikmann í hverju liði. „Klárt,“ svaraði Fannar um hæl. „Það er allt í einu kominn metnaður í því að ala upp unga leikmenn. Afhverju? Því það er ekki hægt að kaupa sér árangur.“ „Á sandi byggði heimskur maður hús. Það er þannig. Byrjaðu á f*** steypunni, byrjaðu á að vera með góða yngri flokka þjálfara í grunninum til þess að búa til alvöru leikmenn.“ „Í fyrsta skipti sem ég er pínu lítið, ofboðslega, svakalega sammála Fannari,“ sagði Hermann þá og bætti við að hann klæjaði í skinnið yfir því. Greip Fannar þá tækifærið og skaut á Hermann og spurði hvort eina ástæðan fyrir því að Martin væri svona góður væri 4+1, en landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson sem hefur verið framúrskarandi með landsliðinu í síðustu leikjum, er sonur Hermanns. Hann vildi þó ekki taka undir það, sonurinn hefði alltaf orðið góður. Þetta skemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér fyrir ofan Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Framlengingin er fastur liður í Domino's Körfuboltakvöldi þar sem helstu álitamálin eru tækluð að hverju sinni. Á föstudagskvöldið voru Fannar Ólafsson og Hermann Hauksson í setti hjá Kjartani Atla Kjartanssyni. „Hann þarf að hlaupa hringinn í kringum Reykjanes átta sinnum á dag til þess að komast í form,“ sagði Fannar þegar Kjartan Atli spurði hvort Bandaríkjamaðurinn Stanley Robinson myndi koma aftur í Keflavíkurliðið eftir jólafríið. Robinson er ekki búinn að standa sig eftir að hann kom til Keflvíkinga á miðjum vetri og Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflvíkinga, sagði í viðtali að hann væri í engu formi og bætti við: „Ég veit hversu megnugur hann er, en hann veðrur að vera í formi til að geta spilað sinn eðlilega leik.“ „Eins og við erum búnir að horfa á hann spila, þá held ég að hann fari út og kemur ekki aftur,“ tók Hermann undir. „Þú ert kominn á það stig í deildinni að þú getur ekki verið að bíða eftir að menn komist í form.“ Það eru fleiri bandarískir leikmenn sem sérfræðingarnir telja að séu á förum frá liðum sínum, en Rashad Whack í liði Grindavíkur er einn þeirra. Þeir tóku hann fyrir áður í þættinum, og útkljáðu svo málið í framlengingunni. „Bless vinur,“ kallaði Fannar með látum. Deildin er mjög jöfn í ár og eru fjögur efstu liðin jöfn að stigum, og aðeins tvö stig í liðin fyrir neðan þau. En afhverju er hún svona jöfn. Er það 4+1? spurði Kjartan Atli, og vísaði þá til reglunnar um að aðeins megi vera með einn erlendan leikmann í hverju liði. „Klárt,“ svaraði Fannar um hæl. „Það er allt í einu kominn metnaður í því að ala upp unga leikmenn. Afhverju? Því það er ekki hægt að kaupa sér árangur.“ „Á sandi byggði heimskur maður hús. Það er þannig. Byrjaðu á f*** steypunni, byrjaðu á að vera með góða yngri flokka þjálfara í grunninum til þess að búa til alvöru leikmenn.“ „Í fyrsta skipti sem ég er pínu lítið, ofboðslega, svakalega sammála Fannari,“ sagði Hermann þá og bætti við að hann klæjaði í skinnið yfir því. Greip Fannar þá tækifærið og skaut á Hermann og spurði hvort eina ástæðan fyrir því að Martin væri svona góður væri 4+1, en landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson sem hefur verið framúrskarandi með landsliðinu í síðustu leikjum, er sonur Hermanns. Hann vildi þó ekki taka undir það, sonurinn hefði alltaf orðið góður. Þetta skemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér fyrir ofan
Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira