Rúmlega 20 milljarða króna hagnaður vegna sölu á Invent Farma Hörður Ægisson skrifar 4. október 2017 08:30 Friðrik Steinn Kristjánsson, stofnandi Invent Farma. Bókfærður hagnaður vegna sölu á spænska lyfjafyrirtækinu Invent Farma, sem var nánast að fullu í eigu íslenskra fjárfesta, nam rúmlega 158 milljónum evra, jafnvirði um 21 milljarði króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Invent Invest ehf., móðurfélag Invent Farma og dótturfélaga, en gengið var frá sölu á öllu hlutafé fyrirtækisins í júlí 2016 fyrir um 214 milljónir evra, eða sem nemur um 29 milljörðum króna á þáverandi gengi. Stærstu hluthafar við sölu Invent Farma voru Framtakssjóður Íslands með 38 prósenta hlut, Silfurberg, félag í eigu Friðriks Steins Kristjánssonar, stofnanda fyrirtækisins, með 27 prósent og þá átti framtakssjóðurinn Horn II ásamt meðfjárfestum tæplega 17 prósenta hlut. Auk þess að hafa hagnast verulega á sölu Invent Farma, en kaupendur að fyrirtækinu voru erlendir fjárfestingasjóðir, leiddir af ráðgjafafyrirtækinu Apax Partners, þá hafa íslenskir fjárfestar fengið greiddan arð úr félaginu fyrir tugi milljóna evra á undanförnum árum. Þeir fjármunir sem fengust við söluna voru greiddir út að stærstum hluta til fjárfestanna í apríl á þessu ári. Söluandvirðinu í evrum var að mestu skipt yfir í krónur skömmu eftir að salan kláraðist fyrir rúmlega ári síðan og því urðu þeir ekki fyrir gengistapi vegna styrkingar krónunnar. Gjaldeyrinn sem fékkst við söluna var að miklu leyti skilaskyldur, samkvæmt heimildum Markaðarins. Invent Farma er á meðal tíu stærstu samheitalyfjaframleiðenda á Spáni og í fyrra nam heildarvelta fyrirtækisins jafnvirði um 13 milljarða króna. Invent Farma á rætur að rekja til kaupa íslenskra fjárfesta, undir forystu Friðriks Steins, á lyfjaverksmiðju á Spáni 2004. Sumarið 2013 seldu flestir þáverandi íslensku hluthafar Invent Farma, utan Friðriks Steins, samtals 61 prósent hlut í lyfjafyrirtækinu til annars vegar Framtakssjóðs Íslands (38%) og hins vegar Burðaráss eignarhaldsfélags (23%), þá framtakssjóður í eigu Straums fjárfestingabanka, fyrir ríflega tíu milljarða. Burðarás seldi ári síðar nánast allan eignarhlut sinn í Invent Farma, eða um 21,7 prósent hlut, fyrir 4,1 milljarð króna. Horn II ásamt meðfjárfestum keypti þann eignarhlut að stærstum hluta – samtals 16,8 prósent – í gegnum IF hlutafélag. Á meðal annarra stórra íslenskra hluthafa við sölu Invent Farma var félag í eigu hjónanna Finns Reys Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, og tryggingafélögin Sjóvá og VÍS.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Bókfærður hagnaður vegna sölu á spænska lyfjafyrirtækinu Invent Farma, sem var nánast að fullu í eigu íslenskra fjárfesta, nam rúmlega 158 milljónum evra, jafnvirði um 21 milljarði króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Invent Invest ehf., móðurfélag Invent Farma og dótturfélaga, en gengið var frá sölu á öllu hlutafé fyrirtækisins í júlí 2016 fyrir um 214 milljónir evra, eða sem nemur um 29 milljörðum króna á þáverandi gengi. Stærstu hluthafar við sölu Invent Farma voru Framtakssjóður Íslands með 38 prósenta hlut, Silfurberg, félag í eigu Friðriks Steins Kristjánssonar, stofnanda fyrirtækisins, með 27 prósent og þá átti framtakssjóðurinn Horn II ásamt meðfjárfestum tæplega 17 prósenta hlut. Auk þess að hafa hagnast verulega á sölu Invent Farma, en kaupendur að fyrirtækinu voru erlendir fjárfestingasjóðir, leiddir af ráðgjafafyrirtækinu Apax Partners, þá hafa íslenskir fjárfestar fengið greiddan arð úr félaginu fyrir tugi milljóna evra á undanförnum árum. Þeir fjármunir sem fengust við söluna voru greiddir út að stærstum hluta til fjárfestanna í apríl á þessu ári. Söluandvirðinu í evrum var að mestu skipt yfir í krónur skömmu eftir að salan kláraðist fyrir rúmlega ári síðan og því urðu þeir ekki fyrir gengistapi vegna styrkingar krónunnar. Gjaldeyrinn sem fékkst við söluna var að miklu leyti skilaskyldur, samkvæmt heimildum Markaðarins. Invent Farma er á meðal tíu stærstu samheitalyfjaframleiðenda á Spáni og í fyrra nam heildarvelta fyrirtækisins jafnvirði um 13 milljarða króna. Invent Farma á rætur að rekja til kaupa íslenskra fjárfesta, undir forystu Friðriks Steins, á lyfjaverksmiðju á Spáni 2004. Sumarið 2013 seldu flestir þáverandi íslensku hluthafar Invent Farma, utan Friðriks Steins, samtals 61 prósent hlut í lyfjafyrirtækinu til annars vegar Framtakssjóðs Íslands (38%) og hins vegar Burðaráss eignarhaldsfélags (23%), þá framtakssjóður í eigu Straums fjárfestingabanka, fyrir ríflega tíu milljarða. Burðarás seldi ári síðar nánast allan eignarhlut sinn í Invent Farma, eða um 21,7 prósent hlut, fyrir 4,1 milljarð króna. Horn II ásamt meðfjárfestum keypti þann eignarhlut að stærstum hluta – samtals 16,8 prósent – í gegnum IF hlutafélag. Á meðal annarra stórra íslenskra hluthafa við sölu Invent Farma var félag í eigu hjónanna Finns Reys Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, og tryggingafélögin Sjóvá og VÍS.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira