Reykholtshátíð Óttar Guðmundsson skrifar 22. júlí 2017 07:00 Um nýliðna helgi var haldin hátíð í Reykholti til að minnast þess að 70 ár eru liðin síðan Norðmenn gáfu staðnum styttu af Snorra. Mikið var um dýrðir. Snorri Sturluson, frændi minn, er merkasti Íslendingur allra tíma. Hann bjargaði norrænni goðafræði frá glötun og skrifaði ævisögu forföður okkar beggja, Egils Skallagrímssonar. Heimskringla skáldsins gerði Noregskonunga og hetjudáðir þeirra ódauðlegar. Það er kaldhæðni sögunnar að einmitt norskur kóngur lét drepa Snorra með aðstoð fyrrum tengdasonar hans, Gissurar Þorvaldssonar, og tveggja smáglæpona, Símonar knúts og Árna beisks. Þetta morð er mesti menningarglæpur á Norðurlöndum. Enginn veit hvaða meistaraverk Snorri hafði í kollinum þegar lið undirmálsmanna sótti að honum. Norðmenn hafa með tímanum eignað sér Snorra. Meira að segja höggmyndin í Reykholti er af norska listamanninum Kristjáni Krogh (f. 1852) en ekki af skáldinu. Sjálfsmynd Kroghs var fyrirmynd Wigelands sem gerði styttuna. Norðmenn gáfu því myndastyttu af ferköntuðum, nítjándualdar Norðmanni, íklæddum kufli og skrítnum hattkúfi með gamla símaskrá undir hendinni. Enginn ættarsvipur er með styttunni og ættmennum Snorra Sturlusonar að mati færustu sérfræðinga. Þótt liðnar séu tæpar átta aldir frá glæpnum hafa Norðmenn ekki sýnt neitt samviskubit. Fulltrúar norsku krúnunnar koma saman á morðstaðnum til að upphefja sjálfa sig. Við afkomendur Snorra teljum að nú sé nóg komið. Krafan er að styttunni af Kristjáni Krogh verði skilað til föðurhúsanna og stjórnmálasambandi við Noreg verði slitið þangað til Norðmenn og norska konungsfjölskyldan sýna tilhlýðilega iðrun og biðjast opinberlega fyrirgefningar á morðinu á Snorra Sturlusyni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Um nýliðna helgi var haldin hátíð í Reykholti til að minnast þess að 70 ár eru liðin síðan Norðmenn gáfu staðnum styttu af Snorra. Mikið var um dýrðir. Snorri Sturluson, frændi minn, er merkasti Íslendingur allra tíma. Hann bjargaði norrænni goðafræði frá glötun og skrifaði ævisögu forföður okkar beggja, Egils Skallagrímssonar. Heimskringla skáldsins gerði Noregskonunga og hetjudáðir þeirra ódauðlegar. Það er kaldhæðni sögunnar að einmitt norskur kóngur lét drepa Snorra með aðstoð fyrrum tengdasonar hans, Gissurar Þorvaldssonar, og tveggja smáglæpona, Símonar knúts og Árna beisks. Þetta morð er mesti menningarglæpur á Norðurlöndum. Enginn veit hvaða meistaraverk Snorri hafði í kollinum þegar lið undirmálsmanna sótti að honum. Norðmenn hafa með tímanum eignað sér Snorra. Meira að segja höggmyndin í Reykholti er af norska listamanninum Kristjáni Krogh (f. 1852) en ekki af skáldinu. Sjálfsmynd Kroghs var fyrirmynd Wigelands sem gerði styttuna. Norðmenn gáfu því myndastyttu af ferköntuðum, nítjándualdar Norðmanni, íklæddum kufli og skrítnum hattkúfi með gamla símaskrá undir hendinni. Enginn ættarsvipur er með styttunni og ættmennum Snorra Sturlusonar að mati færustu sérfræðinga. Þótt liðnar séu tæpar átta aldir frá glæpnum hafa Norðmenn ekki sýnt neitt samviskubit. Fulltrúar norsku krúnunnar koma saman á morðstaðnum til að upphefja sjálfa sig. Við afkomendur Snorra teljum að nú sé nóg komið. Krafan er að styttunni af Kristjáni Krogh verði skilað til föðurhúsanna og stjórnmálasambandi við Noreg verði slitið þangað til Norðmenn og norska konungsfjölskyldan sýna tilhlýðilega iðrun og biðjast opinberlega fyrirgefningar á morðinu á Snorra Sturlusyni.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar