Sköpum örugga borg! Inga Dóra Pétursdóttir skrifar 27. janúar 2017 07:00 Í kjölfar hvarfs Birnu Brjánsdóttur hafa konur stigið fram og lýst þeim veruleika sem þær búa við hér á landi. Þeim ótta og óöryggi sem þær finna fyrir á götum úti og hvernig þær axla ábyrgð á mögulegu ofbeldi með því að forðast augnsamband, velja ákveðnar götur fram yfir aðrar, halda á lykli milli fingra sinna í annarri hendi og símanum í hinni með 112 á hraðvali þegar þær ferðast um götur borgarinnar að kvöld- og næturlagi. Þetta gera konur og stelpur í sjálfsbjargarviðleitni af ótta við mögulega árás eða ofbeldi. Ofbeldi gegn konum og stelpum er vandamál um allan heim – engu samfélagi hefur tekist að uppræta kynbundið ofbeldi. Reykjavík er hluti af alþjóðlegu verkefni UN Women sem ber heitið Öruggar borgir (e. Safe Cities Global Initiative). Borgaryfirvöld í 22 löndum hafa heitið því að gera borg sína öruggari og er markmiðið að skapa konum, stúlkum og börnum öruggt líf í borgum án ótta við ofbeldi. Verkefnið er unnið í samstarfi við borgaryfirvöld og frjáls félagasamtök á hverjum stað. Reykjavík er ein þessara borga og skipar sér þar með í röð borga á borð við Kigali í Rúanda, Port Moresby í Papúa Nýju Gíneu og Edmonton í Kanada. Borgirnar eru eins ólíkar og þær eru margar og umfang vandamálsins er ólíkt. Aftur á móti er markmiðið alls staðar hið sama, að útrýma ofbeldi með sértækum lausnum í hverri borg fyrir sig. Í því felst til dæmis breikkun gangstétta, aukin götulýsing og fjölgun öryggismyndavéla á götum. Ekki síst vekur verkefnið almenning til vitundar um kynbundið ofbeldi og mikilvægi þess að viðurkenna vandann, bregðast við honum og koma fólki, ekki síst karlmönnum, í skilning um grafalvarlegar afleiðingar kynbundins ofbeldis. Hér á landi geta borgaryfirvöld aukið öryggi kvenna og stelpna með ódýrum en áhrifaríkum lausnum, líkt og markvissri þjálfun og fræðslu dyravarða á skemmtistöðum um hvernig bregðast eigi við ef kynbundið ofbeldi á sér stað á staðnum, bættri götulýsingu, endurnýjun og fjölgun öryggismyndavéla og á almenningssvæðum sem og auknum sýnileika lögreglu. Mikilvægast er þó að taka afstöðu gegn ofbeldi og hafa hugfast að við sem samfélag berum ábyrgðina – ekki mögulegir þolendur. Hættum að beita ofbeldi og stöndum vörð um öryggi samborgara okkar. Við getum ráðist í þessar aðgerðir strax í dag! Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar hvarfs Birnu Brjánsdóttur hafa konur stigið fram og lýst þeim veruleika sem þær búa við hér á landi. Þeim ótta og óöryggi sem þær finna fyrir á götum úti og hvernig þær axla ábyrgð á mögulegu ofbeldi með því að forðast augnsamband, velja ákveðnar götur fram yfir aðrar, halda á lykli milli fingra sinna í annarri hendi og símanum í hinni með 112 á hraðvali þegar þær ferðast um götur borgarinnar að kvöld- og næturlagi. Þetta gera konur og stelpur í sjálfsbjargarviðleitni af ótta við mögulega árás eða ofbeldi. Ofbeldi gegn konum og stelpum er vandamál um allan heim – engu samfélagi hefur tekist að uppræta kynbundið ofbeldi. Reykjavík er hluti af alþjóðlegu verkefni UN Women sem ber heitið Öruggar borgir (e. Safe Cities Global Initiative). Borgaryfirvöld í 22 löndum hafa heitið því að gera borg sína öruggari og er markmiðið að skapa konum, stúlkum og börnum öruggt líf í borgum án ótta við ofbeldi. Verkefnið er unnið í samstarfi við borgaryfirvöld og frjáls félagasamtök á hverjum stað. Reykjavík er ein þessara borga og skipar sér þar með í röð borga á borð við Kigali í Rúanda, Port Moresby í Papúa Nýju Gíneu og Edmonton í Kanada. Borgirnar eru eins ólíkar og þær eru margar og umfang vandamálsins er ólíkt. Aftur á móti er markmiðið alls staðar hið sama, að útrýma ofbeldi með sértækum lausnum í hverri borg fyrir sig. Í því felst til dæmis breikkun gangstétta, aukin götulýsing og fjölgun öryggismyndavéla á götum. Ekki síst vekur verkefnið almenning til vitundar um kynbundið ofbeldi og mikilvægi þess að viðurkenna vandann, bregðast við honum og koma fólki, ekki síst karlmönnum, í skilning um grafalvarlegar afleiðingar kynbundins ofbeldis. Hér á landi geta borgaryfirvöld aukið öryggi kvenna og stelpna með ódýrum en áhrifaríkum lausnum, líkt og markvissri þjálfun og fræðslu dyravarða á skemmtistöðum um hvernig bregðast eigi við ef kynbundið ofbeldi á sér stað á staðnum, bættri götulýsingu, endurnýjun og fjölgun öryggismyndavéla og á almenningssvæðum sem og auknum sýnileika lögreglu. Mikilvægast er þó að taka afstöðu gegn ofbeldi og hafa hugfast að við sem samfélag berum ábyrgðina – ekki mögulegir þolendur. Hættum að beita ofbeldi og stöndum vörð um öryggi samborgara okkar. Við getum ráðist í þessar aðgerðir strax í dag! Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar