Heilsuspilling heilbrigðisnema Elísabet Brynjarsdóttir skrifar 27. janúar 2017 14:31 Pældu aðeins í því að nemendur á heilbrigðisvísindasviði við Háskóla Íslands stunda nám við aðstæður sem spilla heilsu þeirra. Þetta er fólkið sem mun hlúa að þinni heilsu í framtíðinni. Þetta er fólkið sem mun taka á móti börnunum þínum, annast foreldra þína og hlúa að þér þegar þú getur það ekki sjálfur. Er ekki eitthvað óeðlilegt við að heilsu þessa fólks sé ógnað við að læra að hlúa að þér og þínum? Eirberg er meðal annars aðsetur nemenda í hjúkrunarfræði en þar hefur komið upp myglusveppur, sem uppgötvaðist fyrst á síðasta ári. Í kjölfar þess að fulltrúar félags hjúkrunarfræðinema, ásamt starfsfólki hjúkrunarfræðideildar, börðust fyrir því að sveppnum yrði útrýmt var ráðist í framkvæmdir í sumar. Nú hefur hins vegar komið upp sú staða að hlé var gert á framkvæmdunum en í ljós kom að myglan er enn til staðar. Í hléinu fékk hún tækifæri til að dreifa sér á ný og mælist nú aftur í þeim hluta byggingarinnar sem hafði verið hreinsuð. Myglusveppurinn er birtingarmynd undirfjármögnunar háskólanna. Deildir hafa ekki efni á að ráðast í aðgerðir sem skaða bæði nám nemenda og heilsu þeirra. Skortur á fjármagni bitnar sérstaklega á smærri deildum háskólans, sem, ólíkt hjúkrunarfræðinemum, eiga sér oftast nær engan samastað. Nemendur í næringar- og matvælafræði þurfa til að mynda að sækja tíma í Matís í Grafarholti og ferðast á háskólasvæðið í næstu kennslustund. Það bitnar á þeim nemendum sem eiga ekki bíl, auk þess sem það er kostnaðarsamt og óumhverfisvænt. Deildin á sér engan samastað, sem kemur niður á tækifærum til samvinnu milli deilda, þverfaglegra rannsókna, nýsköpunar og teymisvinnu. Byggingaflakk er ekki hentugri kostur fyrir háskólann þar sem dreifð starfsemi veldur hærri rekstrarkostnaði, sem er allt að milljarði aukalega á hverju ári. Forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar ættu ekki einungis að vera að nýr spítali rísi árið 2023, eins og stendur í stjórnarsáttmála hennar, heldur þarf einnig að bæta verulega í fjármögnun Háskóla Íslands. Hlutverk Stúdentaráðs er að veita ríkisstjórninni aðhald og tryggja að hún standi við gefin loforð. Ég krefst þess að ríkisstjórnin og þingið standi við gefin loforð um byggingu nýs spítala og fjármögnun háskólakerfisins. Svona til tilbreytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Pældu aðeins í því að nemendur á heilbrigðisvísindasviði við Háskóla Íslands stunda nám við aðstæður sem spilla heilsu þeirra. Þetta er fólkið sem mun hlúa að þinni heilsu í framtíðinni. Þetta er fólkið sem mun taka á móti börnunum þínum, annast foreldra þína og hlúa að þér þegar þú getur það ekki sjálfur. Er ekki eitthvað óeðlilegt við að heilsu þessa fólks sé ógnað við að læra að hlúa að þér og þínum? Eirberg er meðal annars aðsetur nemenda í hjúkrunarfræði en þar hefur komið upp myglusveppur, sem uppgötvaðist fyrst á síðasta ári. Í kjölfar þess að fulltrúar félags hjúkrunarfræðinema, ásamt starfsfólki hjúkrunarfræðideildar, börðust fyrir því að sveppnum yrði útrýmt var ráðist í framkvæmdir í sumar. Nú hefur hins vegar komið upp sú staða að hlé var gert á framkvæmdunum en í ljós kom að myglan er enn til staðar. Í hléinu fékk hún tækifæri til að dreifa sér á ný og mælist nú aftur í þeim hluta byggingarinnar sem hafði verið hreinsuð. Myglusveppurinn er birtingarmynd undirfjármögnunar háskólanna. Deildir hafa ekki efni á að ráðast í aðgerðir sem skaða bæði nám nemenda og heilsu þeirra. Skortur á fjármagni bitnar sérstaklega á smærri deildum háskólans, sem, ólíkt hjúkrunarfræðinemum, eiga sér oftast nær engan samastað. Nemendur í næringar- og matvælafræði þurfa til að mynda að sækja tíma í Matís í Grafarholti og ferðast á háskólasvæðið í næstu kennslustund. Það bitnar á þeim nemendum sem eiga ekki bíl, auk þess sem það er kostnaðarsamt og óumhverfisvænt. Deildin á sér engan samastað, sem kemur niður á tækifærum til samvinnu milli deilda, þverfaglegra rannsókna, nýsköpunar og teymisvinnu. Byggingaflakk er ekki hentugri kostur fyrir háskólann þar sem dreifð starfsemi veldur hærri rekstrarkostnaði, sem er allt að milljarði aukalega á hverju ári. Forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar ættu ekki einungis að vera að nýr spítali rísi árið 2023, eins og stendur í stjórnarsáttmála hennar, heldur þarf einnig að bæta verulega í fjármögnun Háskóla Íslands. Hlutverk Stúdentaráðs er að veita ríkisstjórninni aðhald og tryggja að hún standi við gefin loforð. Ég krefst þess að ríkisstjórnin og þingið standi við gefin loforð um byggingu nýs spítala og fjármögnun háskólakerfisins. Svona til tilbreytingar.
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun