„Ég byrja á því að teygja og hita upp vöðvana. Það er það mikilvægasta,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í samtali við Pál Ketilsson hjá kylfingur.is, skömmu áður en hún hóf leik á öðrum degi Pure Silk Bahama Classic-mótsins á Bahamaeyjum.
Ólafía lék einkar vel í gær, á tveimur höggum undir pari. Í dag keppist hún um að komast í gegnum niðurskurðinn. Sjötíu efstu kylfingarnir halda keppni áfram um helgina.
Ólafía segir að aðstæður séu aðeins öðruvísi en í gær.
„Það er aðeins meiri vindur í dag þannig að þetta verður góð áskorun,“ sagði Ólafía sem er klár í slaginn.
Fylgjast má með beinni textalýsingu frá mótinu með því að smella hér.
Ólafía Þórunn: Aðeins meiri vindur en í gær
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar