Það sem vantar! Gunnar Ólafsson skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Ég vil óska nýrri ríkisstjórn til hamingju og alls hins besta í sínum verkum. Ég hef lesið yfir stefnuyfirlýsingu hennar. Ég tilgreini þau atriði sem ég saknaði að lesa um í stefnuyfirlýsingunni. Í fyrsta lagi er ekkert að finna um afturköllun á launahækkunum (45%) til þingmanna sem kjararáð ákvað eftir kosningar. Hækkunin er hrein móðgun við launafólk og lífeyrisþega. Þingmenn hækkuðu um á fjórða hundrað þúsund í launum á mánuði en grunnlífeyrir örorku- og ellilífeyris er 214-228 þúsund á mánuði. Þetta ber merki um að meirihlutinn á Alþingi er ekki í tengslum við kjör almennings. Í öðru lagi vantar allt um húsnæðismál í stefnuyfirlýsinguna. Þar er ekkert að finna um átak fyrir ungt fólk um að eignast þak yfir höfuðið né um leigumarkaðinn, en leigjendum hefur fjölgað um 50% á síðustu tíu árum. Húsnæðismál var eitt stærsta málið í kosningabaráttunni í haust og nú segir ríkisstjórnin pass í þessu mikilvæga máli. Í þriðja lagi fann ég ekkert í yfirlýsingunni um aðgerðir til að hækka frítekjumark ellilífeyris. Frítekjumörkin voru lækkuð úr ca. 110 þúsundum í 25 þúsund þegar Eygló Harðardóttur var félagsmálaráðherra. Þessi aðgerð er frámunalega vitlaus, því hún letur fólk á besta aldri að halda áfram að vinna, því allar aukatekjur að 25 þúsundum skerða lífeyri á móti. Þetta dregur úr virkni eldri borgara og lífshamingju þeirra og getur fest þá í ákveðinni fátækragildru. Að auki gengur þetta gegn almennri skynsemi, því á vinnumarkaði er þensla og þessi aðgerð hefur þau áhrif að framboð á vinnuafli minnkar og hætta er á að verðbólga fari á skrið. Ég hef nefnt þrjú dæmi um hvaða sýn birtist í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Með því að aðhafast ekkert varðandi launahækkanir til alþingismanna er verið að hlaða meira undir þá sem hafa það betra í þjóðfélaginu. Um leið er aðgerðum sleppt til að styðja við hópa sem hafa það erfiðara í samfélaginu, eins og að draga úr óvissu á húsnæðismarkaði eða hækka frítekjumark á lífeyri til aldraðra.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Sjá meira
Ég vil óska nýrri ríkisstjórn til hamingju og alls hins besta í sínum verkum. Ég hef lesið yfir stefnuyfirlýsingu hennar. Ég tilgreini þau atriði sem ég saknaði að lesa um í stefnuyfirlýsingunni. Í fyrsta lagi er ekkert að finna um afturköllun á launahækkunum (45%) til þingmanna sem kjararáð ákvað eftir kosningar. Hækkunin er hrein móðgun við launafólk og lífeyrisþega. Þingmenn hækkuðu um á fjórða hundrað þúsund í launum á mánuði en grunnlífeyrir örorku- og ellilífeyris er 214-228 þúsund á mánuði. Þetta ber merki um að meirihlutinn á Alþingi er ekki í tengslum við kjör almennings. Í öðru lagi vantar allt um húsnæðismál í stefnuyfirlýsinguna. Þar er ekkert að finna um átak fyrir ungt fólk um að eignast þak yfir höfuðið né um leigumarkaðinn, en leigjendum hefur fjölgað um 50% á síðustu tíu árum. Húsnæðismál var eitt stærsta málið í kosningabaráttunni í haust og nú segir ríkisstjórnin pass í þessu mikilvæga máli. Í þriðja lagi fann ég ekkert í yfirlýsingunni um aðgerðir til að hækka frítekjumark ellilífeyris. Frítekjumörkin voru lækkuð úr ca. 110 þúsundum í 25 þúsund þegar Eygló Harðardóttur var félagsmálaráðherra. Þessi aðgerð er frámunalega vitlaus, því hún letur fólk á besta aldri að halda áfram að vinna, því allar aukatekjur að 25 þúsundum skerða lífeyri á móti. Þetta dregur úr virkni eldri borgara og lífshamingju þeirra og getur fest þá í ákveðinni fátækragildru. Að auki gengur þetta gegn almennri skynsemi, því á vinnumarkaði er þensla og þessi aðgerð hefur þau áhrif að framboð á vinnuafli minnkar og hætta er á að verðbólga fari á skrið. Ég hef nefnt þrjú dæmi um hvaða sýn birtist í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Með því að aðhafast ekkert varðandi launahækkanir til alþingismanna er verið að hlaða meira undir þá sem hafa það betra í þjóðfélaginu. Um leið er aðgerðum sleppt til að styðja við hópa sem hafa það erfiðara í samfélaginu, eins og að draga úr óvissu á húsnæðismarkaði eða hækka frítekjumark á lífeyri til aldraðra.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar