Börn á ofbeldisheimilum Sigþrúður Guðmundsdóttir skrifar 6. desember 2017 07:15 Nýlega fékk Kvennaathvarfið viðurkenningu Barnaheilla fyrir framlag til mannréttinda barna, betri viðurkenningu er vart hægt að hugsa sér. Í viðurkenningunni felst sú mikilvæga hugsun að börn á ofbeldisheimilum séu hópur sem huga þurfi sérstaklega að. Stundum gleymast það reyndar, enda er kannski erfiðara að muna en að muna ekki að á Íslandi búa hundruðir barna á nokkurs konar vígvelli heima hjá sér, horfa upp á veruleika sem væri stranglega bannaður þeirra aldurshópi ef hann væri sjónvarpsefni og sem hafa sjaldan nokkurn til að tala við um það sem þau upplifa. Börn leita oftast til foreldra sinna þegar þau verða hrædd en hvað með börnin sem eru hræddust þegar pabbi ræðst á mömmu og þau halda að hann ætli kannski að drepa hana í þetta sinn? Eða þau sem hlusta á öskur og ókvæðisorð fljúga á milli veggja á heima hjá þeim? Til hverra geta þau leitað? Í dag eru 35 ár síðan Kvennaathvarfið opnaði. Síðan hafa rúmlega 3100 börn dvalið í athvarfinu. Á þessu ári hafa næstum 100 börn dvalið í Kvennaathvarfinu, flest talsvert lengi eða allavega í lengri tíma en æskilegt er í neyðarathvarfi. Þau kvarta svo sem ekki yfir aðbúnaðinum og það líður yfirleitt undrastuttur tími frá því að þau trítla stóreyg og nýkomin um húsið og reyna að raða saman nýjum veruleika og þangað til þau eiga húsið nokkurn veginn skuldlaust og starfskonurnar með húð og hári. Kannski gerist þetta svona hratt af því að þau eru vön því að bregðast við fáránlegum aðstæðum. Líf á ofbeldisheimili hlýtur alltaf að vera fjarstæðukennt rétt eins og orðið heimilisofbeldi sem í eðli sínu er svo fráleitt að það ætti ekki að vera til í tungumálinu. Börnin láta til sín taka í athvarfinu og hafa bæði kennt okkur sitthvað um börn á ofbeldisheimilum og rennt stoðum undir það sem við höfum lært eftir öðrum leiðum. Drengur með meistarapróf í felustöðum, ekki af því að honum þyki svo gaman í feluleik, börn með botnlausan áhuga á öryggiskerfinu og því hvort það virki örugglega og stúlka sem vildi alls ekki fara til pabba af því að hann var vondur við hana og mömmu en bætti svo við að það væri samt góð lykt af honum setja margt af því sem við höfðum áður lært í alvöru samhengi. Það er lag einmitt núna að beina sjónum að börnum á ofbeldisheimilum. Það má ekki seinna vera því börn hafa ekki tíma til að bíða, barnæskan er stutt og þó það sé kannski aldrei of seint að eiga gott líf þá er á ákveðnum tímapunkti of seint að eiga góða barnæsku. Rannsóknir sýna að ofbeldi á æskuheimili auka líkurnar á því að barn eigi í erfiðleikum með tengslamyndun og með að eignast vini, sé lagt í einelti og eigi við náms- og hegðunarvanda að stríða svo nokkuð sé nefnt. Sjaldnast fá þau hjálp vegna ofbeldisins. Þau fá stundum aðstoð, stuðning eða lyf vegna afleiðinganna, einkum hegðunarvandans en það er ekki nóg. Ekkert lyf sem barni er gefið, hvorki rítalín né verkjalyf við höfuðverk, virkar á heimilisofbeldi af því að heimilisofbeldi er ekki börnunum að kenna. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega fékk Kvennaathvarfið viðurkenningu Barnaheilla fyrir framlag til mannréttinda barna, betri viðurkenningu er vart hægt að hugsa sér. Í viðurkenningunni felst sú mikilvæga hugsun að börn á ofbeldisheimilum séu hópur sem huga þurfi sérstaklega að. Stundum gleymast það reyndar, enda er kannski erfiðara að muna en að muna ekki að á Íslandi búa hundruðir barna á nokkurs konar vígvelli heima hjá sér, horfa upp á veruleika sem væri stranglega bannaður þeirra aldurshópi ef hann væri sjónvarpsefni og sem hafa sjaldan nokkurn til að tala við um það sem þau upplifa. Börn leita oftast til foreldra sinna þegar þau verða hrædd en hvað með börnin sem eru hræddust þegar pabbi ræðst á mömmu og þau halda að hann ætli kannski að drepa hana í þetta sinn? Eða þau sem hlusta á öskur og ókvæðisorð fljúga á milli veggja á heima hjá þeim? Til hverra geta þau leitað? Í dag eru 35 ár síðan Kvennaathvarfið opnaði. Síðan hafa rúmlega 3100 börn dvalið í athvarfinu. Á þessu ári hafa næstum 100 börn dvalið í Kvennaathvarfinu, flest talsvert lengi eða allavega í lengri tíma en æskilegt er í neyðarathvarfi. Þau kvarta svo sem ekki yfir aðbúnaðinum og það líður yfirleitt undrastuttur tími frá því að þau trítla stóreyg og nýkomin um húsið og reyna að raða saman nýjum veruleika og þangað til þau eiga húsið nokkurn veginn skuldlaust og starfskonurnar með húð og hári. Kannski gerist þetta svona hratt af því að þau eru vön því að bregðast við fáránlegum aðstæðum. Líf á ofbeldisheimili hlýtur alltaf að vera fjarstæðukennt rétt eins og orðið heimilisofbeldi sem í eðli sínu er svo fráleitt að það ætti ekki að vera til í tungumálinu. Börnin láta til sín taka í athvarfinu og hafa bæði kennt okkur sitthvað um börn á ofbeldisheimilum og rennt stoðum undir það sem við höfum lært eftir öðrum leiðum. Drengur með meistarapróf í felustöðum, ekki af því að honum þyki svo gaman í feluleik, börn með botnlausan áhuga á öryggiskerfinu og því hvort það virki örugglega og stúlka sem vildi alls ekki fara til pabba af því að hann var vondur við hana og mömmu en bætti svo við að það væri samt góð lykt af honum setja margt af því sem við höfðum áður lært í alvöru samhengi. Það er lag einmitt núna að beina sjónum að börnum á ofbeldisheimilum. Það má ekki seinna vera því börn hafa ekki tíma til að bíða, barnæskan er stutt og þó það sé kannski aldrei of seint að eiga gott líf þá er á ákveðnum tímapunkti of seint að eiga góða barnæsku. Rannsóknir sýna að ofbeldi á æskuheimili auka líkurnar á því að barn eigi í erfiðleikum með tengslamyndun og með að eignast vini, sé lagt í einelti og eigi við náms- og hegðunarvanda að stríða svo nokkuð sé nefnt. Sjaldnast fá þau hjálp vegna ofbeldisins. Þau fá stundum aðstoð, stuðning eða lyf vegna afleiðinganna, einkum hegðunarvandans en það er ekki nóg. Ekkert lyf sem barni er gefið, hvorki rítalín né verkjalyf við höfuðverk, virkar á heimilisofbeldi af því að heimilisofbeldi er ekki börnunum að kenna. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun