Á myndunum á bílnum hér að ofan og neðan má þó sjá að enn er verið að hylja bílinn að nokkru leiti en engu að síður sést vel heildarútlit bílsins. Ekki er frá því að bíllinn beri nokkuð útlit frá Audi Q7 bílnum, en sumum gæti þó fundist að enn betur hafi tekist til við teiknun þessa bíls. Touareg er með tvöfalt púst að aftan sem gerir hann æði sportlegan.
Nýr Touareg er byggður á sama MLB undirvagni og er undir Audi Q7 jeppanum. Touareg verður framleiddur í verksmiðju Volkswagen í Bratislava í Slóvakíu. Búast má við því að Volkswagen sýni þennan nýja Touareg á bílasýningunni í Frankfürt í september, en þó gæti hann verið sýndur fyrr.



