Börn án bernsku Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 1. júní 2017 07:00 Að minnsta kosti 700 milljónir barna í heiminum fá ekki að njóta bernskunnar af ýmsum ástæðum og eru í raun svift því að fá að vera börn og um leið þeim réttindum sem því fylgja. Því má segja að bernskan sé hrifsuð af þeim. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children er nefnist Stolen Childhood. Þar eru reifaðar helstu ástæður þess að börn njóta ekki bernskunnar og lögð áhersla á mikilvægi þess að alþjóðasamfélagið bregðist við. Samtökin munu árlega héðan í frá gefa út skýrslu um málefnið. Meginástæður þess að börn fá ekki að njóta bernsku sinnar eru vannæring, slæm heilsa og skortur á heilsuvernd, þau búa við stríðsátök, ofbeldi, eða barnaþrælkun, fá ekki að ganga í skóla, eru látin giftast á barnsaldri og þunganir ungra stúlkna. Þessir þættir hafa afdrifarík áhrif á velferð barnanna, ekki einungis þegar þau eru börn heldur alla ævi. Þeir eru því árás á framtíð þeirra. Í bernsku eiga börn að njóta öryggis og verndar, þau eiga að fá að ganga í skóla og leika sér. Þau eiga að njóta ástar, umhyggju og stuðnings þeirra fullorðnu svo þau geti þroskast og nýtt hæfileika sína. Í hartnær heila öld, eða frá stofnun samtakanna árið 1919, hafa Save the Children barist gegn fátækt og mismunun barna. Nú vilja samtökin enn frekar beina sjónum sínum að aðstæðum þeirra barna sem búa við þá mismunun að fá ekki að njóta bernsku sinnar. Það er um fjórðungur barna heimsins. Stór hluti þessara barna býr í þróunarlöndum og býr við margs konar mismunun vegna uppruna eða stöðu, vegna kyns, þess að þau tilheyra minnihlutahópi, eða þeirrar stöðu að vera barn á flótta undan átökum og eymd. Um 28 milljónir barna hafa þurft að flýja heimili sín og vaxandi fjöldi barna býr við stríðsátök og það eitt tvöfaldar líkurnar á að barnið nái ekki fimm ára aldri. Á árinu 2015 voru meira en 75.000 börn myrt, 59 prósent þeirra voru unglingar á aldrinum 15 til 19 ára. Fyrir hvert þessara morða eru hundruð eða jafnvel þúsundir barna sem búa við ofbeldi. Að búa við ofbeldi eða ótta við ofbeldi ætti ekki að vera hluti af uppvexti neinna barna.263 milljónir utan skóla Þrátt fyrir að fjöldi þeirra barna sem eru utan skóla í heiminum hafi lækkað undanfarin ár, eru enn 263 milljónir barna utan skóla. Það skerðir möguleika þeirra barna og eykur líkur á því að þau muni búa við fátækt í framtíðinni. Börn með fötlun, einkum stúlkur, eru líklegri til að vera utan skóla, ekki síst í fátækari löndum. Flóttabörn eru fimm sinnum líklegri til að vera utan skóla en börn sem eru ekki á flótta. Mörg börn eru utan skóla því þau þurfa að vinna til að sjá fjölskyldu sinni farboða og missa þá af því að þroskast í leik og fá gjarnan ekki næga hvíld. Þessar ógnir barnæskunnar eru einnig til staðar í hátekjulöndum og í raun er ekkert land sem tryggir öllum börnum bernskuna. Ísland býr almennt vel að börnum sínum og kemur vel út í samanburði við önnur lönd. Ísland er í 8. sæti í skýrslunni af þeim þjóðum sem standa sig hvað best við verndun bernskunnar. Noregur er í 1. sæti og svo koma Slóvenía, Finnland, Holland, Svíþjóð, Portúgal og Írland. Í Heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna, SDG2030, eru loforð um að börnum heims sé tryggð bernska. Þess vegna skora Save the Children samtökin á alþjóðsamfélagið og stjórnvöld hvers ríkis að tryggja öllum börnum bernsku sína. Höfundur er verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Að minnsta kosti 700 milljónir barna í heiminum fá ekki að njóta bernskunnar af ýmsum ástæðum og eru í raun svift því að fá að vera börn og um leið þeim réttindum sem því fylgja. Því má segja að bernskan sé hrifsuð af þeim. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children er nefnist Stolen Childhood. Þar eru reifaðar helstu ástæður þess að börn njóta ekki bernskunnar og lögð áhersla á mikilvægi þess að alþjóðasamfélagið bregðist við. Samtökin munu árlega héðan í frá gefa út skýrslu um málefnið. Meginástæður þess að börn fá ekki að njóta bernsku sinnar eru vannæring, slæm heilsa og skortur á heilsuvernd, þau búa við stríðsátök, ofbeldi, eða barnaþrælkun, fá ekki að ganga í skóla, eru látin giftast á barnsaldri og þunganir ungra stúlkna. Þessir þættir hafa afdrifarík áhrif á velferð barnanna, ekki einungis þegar þau eru börn heldur alla ævi. Þeir eru því árás á framtíð þeirra. Í bernsku eiga börn að njóta öryggis og verndar, þau eiga að fá að ganga í skóla og leika sér. Þau eiga að njóta ástar, umhyggju og stuðnings þeirra fullorðnu svo þau geti þroskast og nýtt hæfileika sína. Í hartnær heila öld, eða frá stofnun samtakanna árið 1919, hafa Save the Children barist gegn fátækt og mismunun barna. Nú vilja samtökin enn frekar beina sjónum sínum að aðstæðum þeirra barna sem búa við þá mismunun að fá ekki að njóta bernsku sinnar. Það er um fjórðungur barna heimsins. Stór hluti þessara barna býr í þróunarlöndum og býr við margs konar mismunun vegna uppruna eða stöðu, vegna kyns, þess að þau tilheyra minnihlutahópi, eða þeirrar stöðu að vera barn á flótta undan átökum og eymd. Um 28 milljónir barna hafa þurft að flýja heimili sín og vaxandi fjöldi barna býr við stríðsátök og það eitt tvöfaldar líkurnar á að barnið nái ekki fimm ára aldri. Á árinu 2015 voru meira en 75.000 börn myrt, 59 prósent þeirra voru unglingar á aldrinum 15 til 19 ára. Fyrir hvert þessara morða eru hundruð eða jafnvel þúsundir barna sem búa við ofbeldi. Að búa við ofbeldi eða ótta við ofbeldi ætti ekki að vera hluti af uppvexti neinna barna.263 milljónir utan skóla Þrátt fyrir að fjöldi þeirra barna sem eru utan skóla í heiminum hafi lækkað undanfarin ár, eru enn 263 milljónir barna utan skóla. Það skerðir möguleika þeirra barna og eykur líkur á því að þau muni búa við fátækt í framtíðinni. Börn með fötlun, einkum stúlkur, eru líklegri til að vera utan skóla, ekki síst í fátækari löndum. Flóttabörn eru fimm sinnum líklegri til að vera utan skóla en börn sem eru ekki á flótta. Mörg börn eru utan skóla því þau þurfa að vinna til að sjá fjölskyldu sinni farboða og missa þá af því að þroskast í leik og fá gjarnan ekki næga hvíld. Þessar ógnir barnæskunnar eru einnig til staðar í hátekjulöndum og í raun er ekkert land sem tryggir öllum börnum bernskuna. Ísland býr almennt vel að börnum sínum og kemur vel út í samanburði við önnur lönd. Ísland er í 8. sæti í skýrslunni af þeim þjóðum sem standa sig hvað best við verndun bernskunnar. Noregur er í 1. sæti og svo koma Slóvenía, Finnland, Holland, Svíþjóð, Portúgal og Írland. Í Heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna, SDG2030, eru loforð um að börnum heims sé tryggð bernska. Þess vegna skora Save the Children samtökin á alþjóðsamfélagið og stjórnvöld hvers ríkis að tryggja öllum börnum bernsku sína. Höfundur er verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar