Valskonur endurheimtu toppsæti Olís deildar kvenna með góðum útisigri á Selfossi í kvöld.
Heimakonur voru yfir í hálfleik 13-12, en gestirnir í Val náðu yfirhöndinni í seinni hálfleik og unnu 22-27.
Valur hefur enn ekki tapað leik í deildinni og eru með 11 stig eftir sex umferðir.
Markaskorunin dreifðist jafnt hjá Valskonum í leiknum, en markahæst var Kristín Arndís Ólafsdóttir með 5 mörk og Hildur Björnsdóttir skoraði 4.
Hjá Selfyssingum var Kristrún Steinþórsdóttir langatkvæðamest með 8 mörk.
Valskonur enn taplausar
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
